Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

79. fundur 25. júní 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 79 Dags : 25.06.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Varafulltrúi: Torfi Jóhannesson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Framlög frá Jöfnunarsjóði
Framlagt bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 12.06.´08 þar sem tilkynnt er um framlag sjóðsins vegna uppbyggingar skóla- og leikskólahúsnæðis.
2. Bréf Dvalarheimilis aldraðra
Framlagt bréf Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi dags. 16.06.’08 þar sem farið er fram á lækkun eða niðurfellingu á fasteignagjöldum af húseigninni Borgarbraut 65.
Framlagt bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 11.06.’08 ásamt samkomulagi milli ríkissjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga um húsaleigubætur og greiðsluhlutfall Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Samþykkt að fela félagsmálastjóra að meta breytingu á kostnaði sveitarfélagsins vegna þessa samkomulags.
4. Bréf Bjarna Guðráðssonar
Framlagt bréf Bjarna Guðráðssonar dags. 18.06.’08 þar sem farið er fram á sveitarstjórn veiti styrk til lagningar bundins slitlags á plan við þjónustuhús við Reykholtsdalsvöll.
Samþykkt að hafna erindinu.
5. Búnaðarkaup í Grunnskólann í Borgarnesi
Framlagt tölvubréf skólastjóra Grunnskólans í Borgarnesi dags. 17.06.’08 varðandi fjárveitingu til búnaðarkaupa í skólann.
Samþykkt að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2009.
6. Álagsgreiðslur til kennara
Framlagt minnisblað sveitarstjóra vegna beiðni kennara við Grunnskólann í Borgarnesi um álagsgreiðslur.
7. Tjaldsvæðið í Borgarnesi
Rætt um tjaldsvæðið í Borgarnesi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að leita eftir rekstraraðila að tjaldsvæðinu.
8. Fjallskilamál
Á fundinn mættu Finnbogi Leifsson formaður fjallskilanefndar og Sigurjón Jóhannsson þjónustufulltrúi til viðræðna um fjallskilamál.
Samþykkt var að óska eftir áliti sveitarstjórna Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps, Akraneskaupstaðar og Héraðsnefndar Snæfellinga að fjallskilareglugerðir verði samræmdar.
Samþykkt var að óska eftir að fjallskilanefnd Borgarbyggðar taki saman lista yfir þær jarðir í Borgarbyggð þar sem heimalönd falla undir fjallskil og hver sé ástæða þess.
9. Skólaakstur
Rætt um skólaakstur við grunnskóla í Borgarbyggð.
Samþykkt að gefa þeim aðilum sem eru með akstur við skólana í Borgarnesi og Varmalandi frest til 01. júlí n.k. til að svara tilboði sveitarfélagsins um framlengingu á samningi.
10. Staðsetning á gámum
Samþykkt að fela sveitarstjóra að láta leita eftir nýjum stað fyrir gáma sem voru í landi Breiðabólstaðar í Reykholtsdal.
Sveinbjörn óskaði eftir að sveitarstjóri leggi fram minnisblað um flutning ruslagáma í Reykholti og upplýsingar um hvort gámaplön í sveitarfélaginu séu á skipulagi og hvort allar heimildir séu til staðar.
Samþykkt var að láta setja upp nytjagám á gámastöðinni í Borgarnesi.
11. Samningur við Hestamannafélagið Skugga
Rætt um samning við Hestamannafélagið Skugga um beit.
Samningurinn var samþykktur auk þess að samþykkt var að semja við félagið um að setja upp girðingu í Hraundal.
 
Sveinbjörn lagði fram svohljóðandi bókun:
"Fagna samningi við Skugga en ítreka þá skoðun mína að semja eigi sérstaklega um Hraundalsland enda alls óvíst að sveitarfélagið geti staðið við skyldur sínar skv. samningnum á þessu ári."
12. Kaup á leiktækjum
Framlögð tillaga íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og verkefnastjóra á framkvæmdasviði að kaupum á leiktækjum á leikvelli í Borgarnesi.
Tillagan var samþykkt með breytingu sem lækkar kostnað um ca. 3 milljónir króna.
Samþykkt var að óska eftir tillögum að leiktækjakaupum á aðra leikvelli í Borgarbyggð sem komi til framkvæmda á árunum 2008 eða 2009.
13. Breyting á stjórnun Varmalandsskóla
Framlagt bréf skólastjóra Varmalandsskóla dags. 24.06.’08 þar sem óskað er heimildar til að ráða tvo deildarstjóra við skólann í stað aðstoðarskólastjóra sem er að láta af störfum.
Samþykkt með 2 atkv. (FR, TJ) að verða við beiðninni með þeim fyrirvara að kostnaður rúmist innan fjárhagsáætlunar og framkvæmdin sé samræmi við lög um grunnskóla.
 
Sveinbjörn sat hjá við afgreiðslu og óskaði eftirfarandi bókunar:
"Geri ekki athugasemdir við nýtt stjórnkerfi skólans, enda sé það í samræmi við lög og kjarasamninga. Hins vegar tel ég nú sem fyrr eðlilegt að ný störf verði auglýst."
14. Framlögð mál
a) Bréf Umhverfisstofnunar varðandi uppsetningu fræðsluskilta í Einkunnum.
b) Fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Vesturlands frá 12.06.’08.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl.10,48.