Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

80. fundur 02. júlí 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 80 Dags : 02.07.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Gunnlaugsgata 21b.
Framlagður kaupsamningur vegna kaupa Borgarbyggðar á fasteiginni að Gunnlaugsgötu 21b í Borgarnesi.
Samningurinn var samþykktur með 2 atkv. 1(SE) sat hjá.
2. Bjössaróló
Framlagður samningur við Orkuveitu Reykjavíkur um stuðning fyrirtækisins upp á 2.000.000.- við endurgerð á Bjössaróló í Borgarnesi.
3. Fjallskilamál
Framlagt minnisblað formanns fjallskilanefndar Borgarbyggðar um fjallskilamál í sveitarfélaginu.
Samþykkt var að kjósa eftirtalda í sameiginlega afréttarnefnd Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vestan Norðurár:
Guðrúnu Fjeldsted, Birnu G. Konráðsdóttur, Elvar Ólason, Sverri Guðmundsson og Svein Finnsson og vara menn þeirra verða Bergur M. Jónsson, Katrín Magnúsdóttir, Rósa Viggósdóttir, Gunnar Þorsteinsson og Sigurjón Jóhannsson
4. Úrskurður vegna álagningar fráveitugjalds
Framlagður úrskurður úrskurðarnefndar skv. 31. gr. laga nr. 7/1998 vegna kæru Ingimundar Grétarssonar varðandi álagningu fráveitugjalda í Borgarbyggð.
Niðurstaða nefndarinnar er að álagning fráveitugjalds 2007 sé í samræmi við 25. gr. laga nr. 7/1998 og er ákvörðun Borgarbyggðar um álagninguna staðfest.
5. Búnaðarkaup vegna nýframkvæmda við grunn- og leikskóla
Framlagðar tillögur framkvæmdasviðs um búnaðarkaup í leikskólann Andabæ og Varmalandsskóla.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að vinna áfram að málinu í samvinnu við forstöðumenn.
6. Kaup á leiktækjum
Framlögð endurskoðuð tillaga íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og verkefnastjóra á framkvæmdasviði að kaupum á leiktækjum á leikvelli í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti tillöguna. Einnig voru samþykktar tillögur að lagfæringum á leiksvæðum á Hvanneyri og Varmalandi.
7. Erindi frá Nýsköpunarkeppni Grunnskólanemenda
Framlagt bréf NKG þar sem óskað er eftir stuðningi vegna nýsköpunarkeppni grunnskóla árið 2008.
Byggðarráð hafnaði erindinu.
8. Lóðamál við Borgarbraut 66 til 74
Rætt um lóðamál við Borgarbraut 66 til 74.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að kanna kosti þess að gerð verði ný innkeyrsla að Borgarbraut 72.
9. Fjármál
Samþykkt að fela fjármálastjóra að endurskoða áætlun um tekjustofna og meta lánsfjárþörf Borgarbyggðar í ljósi breyttra aðstæðna.
Fram kom að Björgunarsveitin Brák hefur lýst yfir áhuga sínum á að fegra svæði í Borgarnesi.
Framkvæmdasviði falið að vinna að málinu í samvinnu við Brák.
11. Menntaskóli Borgarfjarðar
Á fundinn mætti Torfi Jóhannesson formaður stjórnr MB til viðræðna um stöðu og fjármögnun framkvæmda.
Samþykkt var að óska eftir nánari upplýsingum um málið.
12. Stefna
Framlögð stefna Ingimundar Grétarssonar á hendur Borgarbyggð vegna samnings um lóð að Brákarbraut 11 í Borgarnesi.
Samþykkt að fela Inga Tryggvasyni hdl. að gæta hagsmuna Borgarbyggðar í málinu.
13. Álit kærunefndar jafnréttismála
Framlagt bréf kærunefndar jafnréttismála dags. 27.06.08 með áliti nefndarinnar á máli Þórs Elmars Þórðarsonar gegn Borgarbyggð.
Álit nefndarinnar er að ekki hafi verið brotið gegn lögum nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, í máli þessu.
14. Miltisbrandsgrafir
Rætt um þá staði í Borgarbyggð sem sagnir eru um að séu miltisbrandsgrafir.
15. Refa- og minkaveiði
Framlagt yfirlit um refa- og minkaveiði í Borgarbyggð það sem af er árinu.
Samþykkt að óska eftir tillögu um endurskoðaða áætlun um refa- og minkaeyðingu það sem eftir er ársins.
16. Skólaakstur
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að bjóða út þær akstursleiðir í skólaakstri við grunnskóla sem ekki hefur náðst samkomulag um n.k. föstudag.
17. Framlögð mál
a) Bréf forsætisráðuneytis um “Netríkið Ísland”.
b) Afrit af bréfi Þórunnar Reykdal til fræðslunefndar Borgarbyggðar vegna ráðningar í starf skólastjóra við Grunnskóla Borgarfjarðar
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl.10,35.