Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

81. fundur 16. júlí 2008 kl. 11:51 - 11:51 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 81 Dags : 16.07.2008

81. byggðarráðsfundur

Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Varafulltrúi Torfi Jóhannesson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Fjármálastjóri: Linda Björk Pálsdóttir sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Samningar um skólaakstur við Varmalandsskóla
Framlagðir samningar við Sæmund Sigmundsson um skólaakstur á Varmalandi skólaárið 2008-2009. Samningarnir samþykktir.
2. Samningar um skólaakstur við Grunnskólann í Borgarnesi
Framlagðir samningar við Guðbrand Guðbrandsson, Jóhann Pálsson, Sturlu Stefánsson og Sigurð Þorsteinsson um skólaakstur við Grunnskólann í Borgarnesi. Samningarnir samþykktir.
3. Vallarhús
Framlögð lokaskýrsla vinnuhóps um byggingu vallarhúss við íþróttavöllinn í Borgarnesi. Byggðarráð þakkar vinnuhópnum fyrir framlagða skýrslu og felur framkvæmdasviði að vinna áfram að málinu. Jafnframt er verkefninu vísað til fjárhagsáætlunar 2009.
Sveinbjörn lagði fram eftirfarandi bókun:
"Legg áherslu á að þessi framkvæmd verði ekki til að fresta enn frekar uppbyggingu íþróttamiðstöðvar í Borgarnesi."
4. Drög að leigusamningi Laugargerðisskóla
Framlögð drög að leigusamningi milli Laugargerðisskóla og Klárs ehf. um leigu á skólahúsnæðinu og sundlaug fyrir sumarhótel. Byggðarráð samþykkir samninginn með smávægilegri breytingu.
5. Laugargerðisskóli
Framlögð tillaga að breytingum á 57 gr. samþykkta um fundarsköp vegna sameiningar á skóla- og rekstrarnefnd Laugargerðisskóla. Jafnframt kosnir tveir fulltrúar í skóla- og rekstrarnefnd og einn áheyrnarfulltrúi. Byggðarráð samþykkir breytingartillöguna og tilnefnir Ásbjörn Pálsson og Jónas Jóhannesson sem aðalmenn í skóla- og rekstrarnefnd Laugagerðisskóla og til vara Áslaugu Guðbrandsdóttur og Huldu Þórðardóttur. Áheyrnarfulltrúi tilnefndur Finnbogi Rögnvaldsson og til vara Sigríður Björk Jónsdóttir.
6. Umsókn um meðmæli vegna stofnunar lögbýlis
Framlagður tölvupóstur frá Ingibjörgu Ingu Guðmundsdóttur þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna stofnunar lögbýlis að Brekkuhvammi í Reykholtsdal. Afgreiðslu málsins frestað, sveitarstjóra falið að óska eftir frekari upplýsingum.
7. Húsaleigubætur
Framlagt minnisblað félagsmálastjóra um áhrif breytinga á reglum um húsaleigubætur á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að óska eftir skýringum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hvernig samkomulagið er tilkomið.
8. Samningur um slátt og vélavinnu
Framlagður samningur við Bjarna Guðráðsson um slátt og vélavinnu á íþróttavellinum á Kleppjárnsreykjum sumarið 2008. Samningurinn rúmast innan fjárhagsáætlunar.
9. Skipting jarðarinnar Vesturholt í Borgarbyggð
Framlagt bréf Byggingarfélagsins Burstar dagsett 30.06. 2008 þar sem óskað er eftir samþykki byggðarráðs fyrir skiptingu jarðarinnar Vesturholts í Borgarbyggð í 31 spildu. Jafnframt er óskað eftir að landsvæðið verði tekið undan landbúnaðarnotum. Byggðarráð ítrekar fyrri afstöðu þar sem erindinu er vísað til aðalskipulagsvinnu og afgreiðslu því frestað.
10. Grendarkynning við Arnarflöt á Hvanneyri
Framlagt bréf forstöðumanns framkvæmdasviðs Borgarbyggðar til íbúa að Arnarflöt 9 á Hvanneyri vegna athugasemda við grenndarkynningu á Arnarflöt 11 á Hvanneyri. Byggðarráð staðfestir bréf forstöðumanns framkvæmdasviðs vegna málsins. Sveinbjörn sat hjá við afgreiðslu málsins.
11. Kvartanir vegna heimagöngu búfjár
Framlögð bréf frá ábúendum í Rauðanesi, Eskiholti og Skarðshömrum þar sem kvartað er yfir ágangi búfjár frá nágrannabæjum. Byggðarráð vísar erindunum til afgreiðslu í fjallskilanefnd Borgarbyggðar. Jafnframt er samþykkt að upplýsa aðila málsins og gefa þeim stuttan frest til andmæla.
12. Forkaupsréttarmál
Framlagður tölvupóstur frá Inga Tryggvasyni hdl. þar sem hann f.h. eigenda óskar eftir heimild til að selja íbúð hennar að Borgarbraut 65 í Borgarnesi á frjálsum markaði. Byggðarráð samþykkir beiðnina.
Framlagt erindi frá Rannsóknir og ráðgjöf þar sem óskað er eftir 300.000 kr. stuðningi Borgarbyggðar við útgáfu á sögukorti fyrir Vesturland. Byggðarráð vísar erindinu til umsagnar hjá atvinnu- og markaðsnefnd og UKV.
14. Fjallskilasamþykkt
Framlagt bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu vegna fyrirspurnar Borgarbyggðar um heimild til að setja eina fjallskilasamþykkt í öllu sveitarfélaginu.
Byggðarráð er hlynnt því að setja eina fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélagið. Framkvæmdasviði falið að kynna erindið fyrir sveitarfélögum er málið varðar.
15. Þjóðlendumál
Á fundinn mætti Óðinn Sigþórsson og fór yfir stöðu Borgarbyggðar í þjóðlendumálum, m.a. með tilliti til dóma sem fallið hafa annarsstaðar. Staða vinnunar nú er að hafin er mótun kröfugerðar fyrir svæðið, unnið er að hnitsetningu ásamt því sem skjalaleit fer fram. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
16. Menntaskóli Borgarfjarðar
Á fundinn kom Helga Halldórsdóttir, formaður byggingarnefndar MB, til viðræðna um framkvæmdir við skólahúsið. Helga lagði fram skýrslu um byggingarframkvæmdirnar frá upphafi. Farið yfir lánamál og kostnaðaráætlun verksins en áætlunin sem nú liggur fyrir er 160 milljónum króna hærri en ráðgert var í október 2007. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
17. Framkvæmdir í Borgarbyggð 2008
Á fundinn mætti Jökull Helgason, forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar.
Lögð fram skýrsla um áfangaskipti framkvæmda við Húsmæðraskólahúsið á Varmalandi, verkið er tilbúið til útboðs.
Lagt fram samkomulag milli Borgarbyggðar og lóðarhafa við Brákarbraut vegna leiksvæðis, samþykkt að þökuleggja svæðið. Tilboð í verkið liggur fyrir.
 
Farið yfir stöðu annarra nýframkvæmda.
Forstöðumaður kynnti opnun tilboða í "Ýmis verk" en aðeins eitt tilboð barst. Samþykkt að fela forstöðumanni að ganga til samningaviðræðna við tilboðsgjafa.
 
Samþykkt að breyta samningi við HS-verktak, skipta út verkum.
Rætt um garðslátt í sveitarfélaginu, framkvæmdasviði falið að vinna samningsdrög.
 
Samþykkt að fresta gerð snúningsplans við Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri en malbika og ganga frá gangstéttum í Túngötu A. Jafnframt samþykkt tillaga framkvæmdasviðs að færslu Arnarflatargötu.
Sveinbjörn sat hjá við afgreiðslu 17. liðar.
 
Lagt fram minnisblað sveitarstjóra vegna staðsetningu gámasvæða í Borgarbyggð.
18. Leitarmannaskáli við Hítarvatn
Framkvæmdasviði falið að hefja framkvæmdir við leitarmannaskála í Hítardal. Fjármögnun framkvæmdarinnar verður kynnt á næsta fundi.
19. Eignasjóður
Rætt um rekstur eignasjóðs.
20. Félagslegt húsnæði í Borgarbyggð
Framlagt minnisblað sveitarstjóra ásamt úttekt framkvæmdasviðs á félagslegu húsnæði í Borgarbyggð. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
21. Almenningssamgöngur
Rætt um almenningssamgöngur.
22. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
23. 46. fundur skipulags- og byggingarnefndar dags. 1. júlí 2008
Fundargerðin sem er í 41 lið var samþykkt samhljóða.
24. 47. fundur skipulags- og byggingarnefndar dags. 15. júlí 2008
Fundargerðin sem er í 14 liðum var samþykkt samhljóða.
25. Framlögð mál
a) Bréf frá All Senses Group vegna kynningarmyndbands.
b) Leiðréttur samningur við OR um framkvæmdir við Bjössaróló.
c) Bréf frá Skipulagsstofnun vegna skipulagsmála.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl.12:40.