Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

82. fundur 30. júlí 2008 kl. 08:26 - 08:26 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 82 Dags : 30.07.2008
FUNDARGERÐ
82. byggðarráðsfundur
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Fjármálastjóri: Linda Björk Pálsdóttir sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Tilboð í skólaakstur
Framlagt tilboð í skólaakstur í Grunnskólann í Borgarnesi á akstursleiðinni Mýrar II -Borgarnes. Auk þess framlagt minnisblað frá sveitarstjóra. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við tilboðsgjafa.
2. Erindi frá afréttarnefnd Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals.
Framlagt erindi dagsett 21.07. 2008 frá afréttarnefnd Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vestan Norðurár þar sem óskað er kr. 500.000.- til að greiða fyrir smalamennskur á svæði nefndarinnar. Byggðarráð samþykkir fjárveitinguna að þessu sinni enda er unnið að endurskoðun og samræmingu fjallskila í sveitarfélaginu. Fjárveitingin færist á lið 71-116-4342.
3. Búnaður fyrir slökkvilið
Framlagt minnisblað slökkviliðsstjóra vegna kaupa á búnaði fyrir slökkvilið Borgarbyggðar. Byggðarráð samþykkir fjárveitingu að fjárhæð kr. 1.774.118 sem skal færast á lið 07-210-2913.
4. Umsagnir
Framlagðar umsagnir Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna breytingatillagna við frumvörp til laga um brunavarnir, skipulagsmál og mannvirki.
 
5. Laugargerðisskóli
Framlögð tillaga að breytingum á 57 gr. samþykkta um fundarsköp vegna sameiningar á skóla- og rekstrarnefnd Laugargerðisskóla til síðari umræðu. Byggðarráð samþykkir breytingartillöguna eftir síðari umræðu.
6. Tónlistarnám utan lögheimilis
Framlagður tölvupóstur frá Andra Þórhallssyni þar sem sótt er um stuðning vegna náms við Trommuskóla Gunnars Waage. Byggðarráð vísar til fyrri bókunar þar sem fram kemur að stuðningi við nemendur í tónlistarnámi utan sveitarfélagsins er hætt. Sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um stöðu viðræðna milli ríkis og sveitarfélaga um kostnaðarskiptinu vegna tónlistarkennslu.
7. Lóðir við Brákarsund
Framlagt minnisblað sveitarstjóra vegna funda með forráðamönnum Innova ehf. um lóðir við Brákarsund. Afgreiðslu málsins frestað.
8. Flugvöllur á Stóra-Kroppi
Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir Flugstoða á Stóra-Kroppi. Til fundarins mættu Jón Baldvin Pálsson og Haukur Hauksson frá Flugstoðum til viðræðna um framkvæmdirnar. Áfram verður unnið að málinu í samstarfi við Flugstoðir.
9. Erindi frá Iðnaðarráðuneytinu
Framlagt bréf Iðnaðarráðuneytisins dagsett 17.07. 2008 þar sem ráðuneytið óskar eftir að taka upp viðræður við Borgarbyggð um breytingar á lögum um Orkuveitu Reykjavíkur. Byggðarráð lýsir sig reiðubúið til viðræðna um málið.
10. Safnvegir
Framlögð tillaga Vegagerðarinnar að skiptingu fjármagns til safnvega í Borgarbyggð. Á fundinn mætti Ingi B. Reynisson frá Vegagerðinni til viðræðna um verklag og verkferil vegna fjármagnsskiptingarinnar.
11. Gámasvæði í Reykholtsdal
Framlögð drög að samningi við Guðmund Kristinsson á Grímsstöðum um gámasvæði í landi Grímsstaða. Jafnframt er framlögð kostnaðaráætlun um gerð gámaplans og girðingar. Byggðarráð samþykkir samninginn og framkvæmdasviði falið að vinna áfram að málinu.
Framlagðar umsagnir UKV og atvinnu- og markaðsnefndar Borgarbyggðar um erindi frá Rannsóknum og ráðgjöf þar sem óskað er eftir 300.000 kr. stuðningi Borgarbyggðar við útgáfu á sögukorti fyrir Vesturland. Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu.
13. Jafnréttisáætlun Borgarbyggðar
Rætt um jafnréttisáætlun fyrir Borgarbyggð og framlögð frekari gögn vegna málsins.
14. Grunnskóli Borgarfjarðar
Á fundinn mætti Magnús Sæmundsson skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar til viðræðna um starfsemi skólans veturinn 2008-2009.
15. Almenningssamgöngur
Rætt um almenningssamgöngur. Framlagt bréf frá Ágústi Einarssyni rektor Háskólans á Bifröst vegna málsins. Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.
16. Bréf frá Skipulagsstofnun
Framlagt bréf frá Skipulagsstofnun vegna bráðabirgðaákvæðis um undanþágu frá aðalskipulagi.
 
17. Golfklúbburinn í Borgarnesi
Á fundinn komu Guðmundur Eiríksson og Jón Haraldsson til viðræðna um rekstur golfvallarins í Borgarnesi.
18. Fjármál
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra með stöðumati í júlí 2008 ásamt rekstrar- og sjóðstreymisyfirliti. Fjármálastjóri fór yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
19. Ályktun fjallskilanefndar Borgarbyggðar vegna ágangs búfjár
Lögð fram ályktun frá fjallskilanefnd Borgarbyggðar vegna erindis frá byggðarráði vegna þriggja erinda um meintan ágang sauðfjár. Samþykkt að senda ályktunina til allra fjallskilanefnda Borgarbyggðar.
20. Vatnsveitumál í Borgarbyggð
Samþykkt að óska eftir að fulltrúar frá Orkuveitu Reykjavíkur komi á næsta fund byggðarráðs.
21. Framlögð mál
a) Bréf frá Utanríkisráðuneytinu vegna heimsóknar
b) Bréf frá landeigendum vegna viðhalds girðinga
c) Fundargerðir frá aðalfundi og stjórnarfundum Byggðasamlags Laugargerðisskóla.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl.11:20.