Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

84. fundur 20. ágúst 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 84 Dags : 20.08.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Brúartorg 4
Framlagt bréf dagsett 12.08. 2008 frá Pétri Kristinssyni hdl. f.h. Framköllunarþjónustunnar ehf. vegna lóðarmarka og kostnaðar við gerð bílastæða á lóðinni.
Byggðarráð felst ekki á sjónarmið bréfritara og var sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við lögfræðing Borgarbyggðar.
2. Kostnaður við tónlistarnám
Rætt um kostnað við tónlistarnám fyrir nemendur sem stunda nám utan sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir tillögu fræðslunefndar frá 06.02.08 um að fjárhagslegum stuðningi við tónlistarnám utan Borgarbyggðar skuli hætt frá og með haustönn 2008 enda er þetta verkefni ríkisins skv. yfirlýsingu ráðherra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga s.l. haust.
3. Niðurfelling á fjallskilaskyldu
Framlagt bréf Birnu Konráðsdóttur dags. 13.08.´08 þar sem óskað er eftir að felld verði niður að hluta eða öllu leyti fjallskilaskylda af fénaði ábúenda að Borgum.
Framlagt bréf Sveins Þórólfssonar og Þórólfs Sveinssonar dags. 30.07.08 þar sem óskað er eftir að felld verði niður að hluta eða öllu leyti fjallskilaskylda af sauðfé á Ferjubakka II.
Samþykkt að hafna erindunum að þessu sinni þar sem þau eru seint fram komin.
Einnig var samþykkt að vísa erindunum til umsagnar fjallskilanefndar Borgarbyggðar.
4. Flugvöllur á Stóra-Kroppi
Framlagt bréf frá Flugstoðum dagsett 12.08. 2008 vegna flugvallar að Stóra-Kroppi í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti að falla frá viljayfirlýsingu um kaup á landi sem undirrituð var 01. ágúst s.l.
Samþykkt að óska eftir fundi með Flugstoðum og landeigendum um málið.
5. Málefni Sparisjóðs Mýrasýslu
Rætt um málefni Sparisjóðs Mýrasýslu.
Á fundinn mættu Þorvaldur T. Jónsson og Óðinn Sigþórsson stjórnarmenn í Sparisjóðnum.
6. Erindi vegna Lóuflatar á Hvanneyri
Framlagt bréf dagsett 12.08. 2008 frá Vigni Siggeirssyni og Katrínu Jónsdóttur vegna gatnagerðargjalda og gatnagerðar við Lóuflöt á Hvanneyri.
Samþykkt að óska umsagnar framkvæmdasviðs um erindið.
Rætt um endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008.
Samþykkt að fela fjármálastjóra að hefja vinnu við endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins.
8. Fjárhagsáætlun 2009
Rætt um vinnu við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2009.
Samþykkt að leggja fram þróunaráætlanir stofnana á næsta fundi byggðarráðs og tekjuáætlun í byrjun september.
9. Menntaskóli Borgarfjarðar
Samþykkt var að fela KPMG að vinna frekar að málinu.
10. Stefnumótun í tómstundamálum
Framlögð fundargerð frá fundi tómstundanefndar frá 19.06. 2008 þar sem óskað er eftir fjárveitingu til að fara í stefnumótunarvinnu fyrir nefndina.
Byggðarráð samþykkti að farið verði í stefnumótunarvinnuna og heimilaði fjárveitingu að upphæð kr. 100.000 í verkefnið og færist kostnaður á lykil 21-210 á fjárhagsáætlun.
11. Samningur um skólaakstur
Framlagður samningur við Guðjón Gíslason um skólaakstur.
Samningurinn var samþykktur.
12. Vatnsmál
Rætt um vatnsmál í Reykholtsdal og Stafholtstungum.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að óska eftir endurskoðun á samningi við Orkuveitu Reykjavíkur um vatnsmál í Reykholtsdal.
Byggðarráð lýsir yfir þungum áhyggjum að málefnum Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. Slæmt ásigkomulag og tíðar bilanir á veitunni gefa tilefni til að hafa áhyggjur af rekstrinum á komandi vetri.
Byggðaráð skorar á eigendur HAB að ráðast nú þegar í nauðsynlegar endurbætur á aðveituæð veitunnar.
13. Framkvæmdir í Borgarbyggð
Á fundinn mættu Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs og Björg Gunnarsdóttirumhverfisfulltrúi og gerðu grein fyrir stöðu framkvæmda.
14. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál
Sveitarstjóri kynnti tillögu að eingreiðslu til starfsmanna.
Byggðarráð tók jákvætt í tillöguna og var sveitarstjóra falið að útfæra tillöguna nánar.
15. Vinna við aðalskipulag
Framlögð fundargerð frá 14. fundi stýrihóps um aðalskipulag sem haldinn var 12.08.08.
Framlagt var tilboð Margrétar Guðjónsdóttur um að vinna húsakönnun í tengslum við aðalskipulagsvinnuna.
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að gera samning við Margréti á grundvelli tilboðsins.
16. Bréf Orkuveitu Reykjavíkur
Framlagt bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 18.08.08 þar sem farið er fram á heimild eigenda til að taka tilboði Jarðborana í boranir á Hengilssvæðinu að fjárhæð 13,4 milljarðar króna.
Samþykkt að vísa erindinu til sveitarstjórnar.
17. Golfklúbburinn Glanni
Framlagður tölvupóstur frá framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Glanna dags. 19.08.08 varðandi stuðning sveitarfélagsins við klúbbinn.
Byggðarráð samþykkti veita ekki styrk til starfsemi klúbbsins á þessu ári en erindinu vísað til vinnu við fjárhagsáætlun 2009.
18. Fundur vinabæja
Rætt um fund vinabæja Borgarbyggðar á Norðurlöndunum sem haldinn verður í Odsherre í Danmörk í haust.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að senda fulltrúa á fundinn.
19. Framlögð mál
a.Afrit af bréfi frá Gunnari Jónssyni til Upprekstrarfélags Þverárréttar.
b.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna þings Evrópusamtaka sveitarfélaga.
c. Fundarboð á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn verður 18. september n.k. að Laugum í Sælingsdal.
d. Ársreikningur Landnámsseturs Íslands ehf. fyrir árið 2007.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl.11,50.