Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

85. fundur 27. ágúst 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 85 Dags : 27.08.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Varafulltrúi: Torfi Jóhannesson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Sparisjóður Mýrasýslu
Framlagt svar sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Mýrasýslu við fyrirspurn Sveinbjörns Eyjólfssonar, varðandi lánveitingar Sparisjóðsins til hlutafjárkaupa í Icebank, þar sem hafnað er að veita umbeðnar upplýsingar með vísan til bankaleyndar.
Sveinbjörn lagði fram svohljóðandi bókun og fyrirspurn:
"Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu hefur frá upphafi skýrt milljarðs króna lán til hlutafjárkaupa í Icebank að það hafi verið veitt til lykilstjórnenda bankans. Ástæða er til að ætla að þessi skýring sé í besta falli villandi og í versta falli ósönn. Óþolandi er að sveitarstjórnarmenn geti ekki fengið þessar upplýsingar og fráleitt að sparisjóðsstjóri komi sér undan ábyrgð með því að vísa í bankaleynd. Þar sem nauðsynlegt er að leiða þetta mál til lykta er enn spurt um þessa lánveitingu.
Hversu stór hluti þessa láns fór til:
a) Lykilstjórnenda Icebank?
b) Stjórnarmanna í Icebank?
c) Annarra fjárfesta? "
2. Erindi frá foreldrafélagi leikskólans á Varmalandi
Framlagt bréf frá foreldrafélagi leikskólans á Varmalandi dags. 21.08.08 um lengingu á opnunartíma skólans.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar fræðslunefndar.
3. Húsaleigubætur
Framlagt bréf frá Sambandi sveitarfélaga dags. 14.08.´08 vegna fyrirspurnar Borgarbyggðar um húsaleigubætur.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera tillögu að endurskoðaðri gjaldskrá vegna leigu á íbúðarhúsnæði sveitarfélagsins.
4. Flugvöllur á Stóra-Kroppi
Sveitarstjóri sagði frá fundi með fulltrúum Flugstoða og samgönguráðuneytis sem fram fór 25. ágúst s.l.
Samþykkt að vísa málinu til umfjöllunar í aðalskipulagshópi.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir fundi með landeigendum, fulltrúum Flugstoða og samgönguráðuneytisins um málið.
5. Menningarráð Vesturlands
Framlagt bréf frá Menningarráði Vesturlands varðandi endurnýjun á menningarsamningi fyrir landshlutann. Jafnframt er framlögð greinargerð menningarfulltrúa um áhrif menningarsamnings fyrir Borgarbyggð.
Byggðarráð áréttar mikilvægi þess að menningarsamningur sé í gildi og leggur áherslu á að framlög pr. íbúa séu í samræmi við það sem er í öðrum landshlutum.
6. Umsögn Fjallskilanefndar Hraunhrepps
Framlögð umsögn fjallskilanefndar Hraunhrepps um afréttar- og upprekstrarmál.
7. Þróunaráætlanir stofnana
Framlagðar þróunaráætlanir stofnana sveitarfélagsins fyrir árið 2009 þar sem fram koma helstu áherslur í rekstri þeirra.
Samþykkt að vísa þróunaráætlunum til umsagnar í viðkomandi nefndum.
8. Almenningssamgöngur
Á fundinn mætti Smári Ólafsson ráðgjafi til viðræðna um almenningssamgöngur.
Jafnframt framlagt bréf frá Vegagerðinni vegna samnings um einkaleyfi á sérleiðinni Reykjavík – Borgarnes.
9. Menntaskóli Borgarfjarðar
Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
10. Brákarsund
Rætt um erindi Innova varðandi lóðir við Brákarsund sem frestað var á fundi 30. júlí s.l.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við fulltrúa Innova um málið.
11. Frágangur á byggingarlóðum
Rætt um kvartanir um ástand byggingalóða.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að leita úrbóta.
12. Sorphirða
Rætt um beiðni umhverfis- og landbúnaðarnefndar að fá að ræða við Umís ehf. um hvernig best megi haga sorphirðu í sveitarfélaginu.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði óska tilboðum frá Umís ehf um skipulag við sorphirðu í Borgarbyggð.
Rætt um atvinnumál í Borgarbyggð.
Samþykkt að sveitarstjórn og atvinnu- og markaðsnefnd haldi sameiginlegan fund um atvinnumál í Borgarbyggð.
14. Refa- og minkaeyðing
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að gera tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um refa- og minkaveiði í Borgarbyggð sem umhverfis- og landbúnaðarnefnd mun skipa.
15. Leiga á Kleppjárnsreykjaskóla
Rætt um leigu á húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar að Kleppjárnsreykjum fyrir sumarbúðir.
16. Gróðurkortagerð
Rætt um gróðurkortagerð fyrir hluta sveitarfélagsins í tengslum við gerð aðalskipulags Borgarbyggðar.
Samþykkt að gera samkomulag við Náttúrufræðistofnun um verkefnið.
17. Aðalskipulag
Torfi sagði frá vinnu við gerð aðalskipulags fyrir Borgarbyggð.
18. Brunavarnaráætlun
Rætt um brunavarnaráætlun Borgarbyggðar.
Samþykkt að taka hana fyrir á næsta fundi byggðarráðs.
19. Framlögð mál
a. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna kostnaðarþáttöku sjóðsins í ýmsum verkefnum.
b. Bréf frá Umhverfisstofnun vegna framkvæmda í fólkvanginum í Einkunnum.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,45.