Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

88. fundur 24. september 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 88 Dags : 24.09.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Sparisjóður Mýrasýslu
Rætt um starfsemi Sparisjóðs Mýrasýslu.
Sveinbjörn ræddi ákveðnar hugmyndir hvernig byggðarráð geti sinnt eftirlitsskyldu sinni.
2. Almannavarnarnefnd
Framlagt bréf dómsmálaráðherra dagsett 09.09. 2008 um skipan í almannavarnarnefndir.
Samþykkt að ræða við nágrannasveitarfélög um samstarf í almannavörnum.
3. Mannvirki við Langjökul
Framlagt bréf dagsett 19.09. 2008 frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands varðandi mannvirki í jaðri Langjökuls.
Samþykkt að óska eftir umsögn framkvæmdasviðs um málið.
4. Golfklúbbur Borgarness
Framlagt bréf dagsett 16.09. 2008 frá Golfklúbbi Borgarness um rekstur golfvallar að Hamri.
Vísað til umsagnar tómstundanefndar.
5. Mötuneyti við Varmalandsskóla
Framlagt bréf frá skólastjóra Varmalandsskóla um heilsustefnu skólans og gjaldskrá við mötuneyti.
Samþykkt að fela skólastjóra að kynna erindið og óska eftir umsögn foreldrafélags Varmalandsskóla.
6. Safnahús Borgarfjarðar
Framlagðar frekari upplýsingar um kostnað við sýninguna “Börn í 100 ár”.
7. Eignasjóður Borgarbyggðar
Rætt um skipulag á eignasjóði Borgarbyggðar.
8. Fjárhagsáætlun 2009
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri.
 
Samþykkt var með 2 atkv. að endurskoðuð framkvæmdaáætlun ársins 2008 verði 418 milljónir króna. SE sat hjá.
 
Rætt um skiptingu tekna á málaflokka fyrir árið 2009.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að leggja fram tillögu á næsta fundi byggðarráðs um skiptingu á milli málaflokka á árinu 2009 þar sem gert er ráð fyrir að rekstur sveitarfélagsins verði í jafnvægi.
9. Ferðaþjónusta fatlaðra
Framlögð kostnaðaráætlun fyrir fyrir ráðningu starfsmanns við ferðaþjónustu fatlaðra.
Samþykkt að heimila ráðningu í tímabundið starf við ferðaþjónustu fatlaðra frá 01. október til 31. desember 2008 og veita til þess kr. 350.000,-.
10. Brunavarnaráætlun
Framlögð brunavarnaráætlun Borgarbyggðar með breytingum.
Samþykkt að vísa áætluninni til umsagnaraðila.
11. Gatnagerðargjöld
Framlögð umsögn byggingafulltrúa um gatnagerðargjöld.
Samþykkt að fela sveitarstóra að óska eftir frekari upplýsingum.
12. Málefni Orkuveitu Reykjavíkur
Rætt um málefni Orkuveitu Reykjavíkur.
Byggðarráð lýsir ánægju með að sátt hafi náðst um málefni REI. Byggðarráð bindur vonir við að sú leið sem valin hefur verið skili góðum árangri af starfsemi fyrirtækisins og að friður verði um störf Orkuveitu Reykjavíkur.
13. Heilsugæslustöðin í Borgarnesi
Rætt um fyrirhugaðar breytingar á heilsugæsluumdæmum.
14. Gatnagerð og skipulagsmál í Reykholti
Rætt um gatnagerð og skipulagsmál í Reykholti.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kynna fyrir forsvarsmönnum Reykholtsstaðar áherslur byggðarráðs í þessu máli.
15. Almenningssamgöngur
Framlögð greinargerð frá Smára Ólafssyni ráðgjafa um almenningssamgöngur innan Borgarbyggðar.
Sveitarstjóra var falið að vinna áfram að málinu.
16. Sorpurðun Vesturlands
Á fundinn mættu Guðbrandur Brynjúlfsson stjórnarformaður og Hrefna B. Jónsdóttir framkvæmdastjóri hjá Sorpurðun Vesturlands til viðræðna um sorpurðun í Fíflholtum.
 
Fyrir var tekin beiðni Sorpurðunar um ábyrgð á lántöku, sem frestað var á síðasta fundi og var svohljóðandi samþykkt:
" Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir hér með að veita ábyrgð að sínum hluta vegna lántöku Sorpurðunar Vesturlands hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 35.000.000 króna til 6 ára, með 5,0% verðtryggðum breytilegum vöxtum. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnalag nr. 45/1998. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum.
Jafnframt er Páli S. Brynjarssyni sveitarstjóra kt. 010365-4819 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðafesta f.h. Borgarbyggðar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn."
17. Framlögð mál
a. Fundargerð frá fundi í skóla- og rekstrarnefnd Laugargerðisskóla 16.09.08.
Byggðarráð óskar eftir skýringum á aukinni fjárþörf skólans á árinu 2008.
b. Fundargerð frá fundi í stjórn Faxaflóahafna 12.09.08.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt .
Fundi slitið kl. 11,30.