Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 89
Dags : 01.10.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Lögreglusamþykkt Borgarbyggðar
Framlögð drög að nýrri lögreglusamþykkt Borgarbyggðar.
Samþykkt að vísa drögunum til umsagnar Lögreglunnar í Borgarnesi og Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.
2. Snorrastofa
Á fundinn mætti Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu til viðræðna um málefni Snorrastofu í Reykholti.
Undirritaður var samningur um bókasafnsþjónustu í Reykholti.
3. Landbúnaðarsafnið
Rætt um málefni Landbúnaðarsafnsins á Hvanneyri.
Byggðarráð skorar á fjárlaganefnd Alþingis að styðja vel við starfsemi Landbúnaðarsafnsins.
4. Dýrastaðir í Norðurárdal
Framlagt bréf Ragnheiðar Steinunnar Hjörleifsdóttur og Hlyns Klemenzsonar dagsett 22.09. 2008 þar sem farið er fram á að taka tvær spildur úr landi Dýrastaða úr landbúnaðarnotkun.
Byggðarráð samþykkti að lóðirnar verði gerða að séreign og teknar úr landbúnaðarnotkun.
5. Fjárhagsáætlun 2008
Lögð fram tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2008.
Gerð var breyting á tillögu að framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætluninni þannig vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. SE sat hjá við afgreiðslu.
6. Fjárhagsáætlun 2009
Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2009.
Lögð fram tillaga að skiptingu á milli málaflokka og var samþykkt að vísa henni til nefnda og forstöðumanna stofnana.
7. Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Á fundinn mættu Stefán Skarphéðinsson sýslumaður og Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn til viðræðna um málefni sýslumannsembættisins í Borgarnesi og almannavarnanefnda.
8. Afsláttur af fasteignagjöldum
Rætt um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignskatti ársins 2008 og niðurstöðu útreikninga fjárhæða í ljósi tekna 2007.
Þrátt fyrir að tekjur þess hóps, sem afsláttar nýtur hafa hækkað á milli áranna 2006 og 2007 samþykkti byggðarráð að leggja til að lækka ekki afslátt á þessu ári m.t.t. þess.
9. Forkaupsréttur á íbúð
Framlagt bréf eiganda félagslegrar íbúðar að Hrafnakletti 8 þar sem farið er fram á að sveitarfélagið falli frá forkaupsrétti á íbúðinni.
Samþykkt að verða við beiðninni.
10. Skipulag á framkvæmdasviði
Rætt um skipulag framkvæmdasviðs.
Sveitarstjóra var falið að gera tillögu að skipulagi á framkvæmdasviði. SE sat hjá við afgreiðslu.
11. Áskorun frá eigendum fasteigna í Brákarey
Framlagt bréf nokkurra eigenda fasteigna í Brákarey dags. 24.09.08 þar sem skorað er á sveitarstjórn að styðja það frumkvöðlastarf og nýsköpun sem unnið er í eynni.
Vísað til atvinnu- og markaðsnefndar.
12. Bréf Búnaðarsamtaka Vesturlands
Framlagt bréf Búnaðarsamtaka Vesturlands dags. 30.09.08 varðandi samstarfsverkefni um þjóðlendumál.
13. Framlögð mál
a. Fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 17. október n.k.
b. Fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Vesturlands dags. 23.09.’08.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,55.