Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

91. fundur 22. október 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 91 Dags : 22.10.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Viðhald fasteigna
Á fundinn mættu Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs og Kristján Finnur Kristjánssonverkefnastjóri á framkvæmdasviði til viðræðna um viðhald fasteigna hjá Borgarbyggð á árinu 2009.
2. Orkuveita Reykjavíkur
Rætt um málefni Orkuveitu Reykjavíkur.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að taka saman yfirlit um ábyrgðir Borgarbyggðar vegna lántöku Orkuveitunnar.
Rætt um framkvæmdir Orkuveitunnar við fráveitu í Borgarnesi á næsta ári.
3. Slökkvistöð á Bifröst
Famlagt bréf frá Rarik dagsett 13.10. 2008 varðandi flutning á rofastöð Rarik vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar á Bifröst.
4. Flatahverfi á Hvanneyri
Framlögð umsögn framkvæmdasviðs um framkvæmdir við Flatahverfi á Hvanneyri.
Framkvæmdasviði falið að senda svarbréf.
 
Kristján og Jökull viku af fundi.
 
5. Staða atvinnumála
Á fundinn mætti Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands til viðræðna um stöðu atvinnumála í Borgarbyggð.
6. Fjallskil
Rætt um kvartanir vegna ágangs búfjár og smölun heimalanda.
Samþykkt að vísa erindinu til viðkomandi afréttarnefndar.
Samþykkt að fela fjallskilanefnd Borgarbyggðar í samstarfi við Búnaðarsamtök Vesturlands að taka saman minnisblað til afréttarnefnda og fjallskilanefnda um skyldur þeirra aðila sem koma að fjallskilum.
7. Stofnun lögbýlis
Framlögð umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands um stofnun lögbýlis á landareigninni Ási í Stafholtstungum.
Byggðarráð samþykkti að stofnað verði lögbýli að Ási.
8. Fjárhagsáætlun 2009
Rætt um fjárhagsáætlun ársins 2009.
Sveitarstjóri sagði frá fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis sem haldinn var í Ólafsvík 21. október s.l.
9. Viðbrögð við efnahagsþrengingum
Rætt um möguleg viðbrögð sveitarfélagsins og annara aðila sem sinna “félagsþjónustu” varðandi áhrif efnahagsþrenginga á einstaklinga og fjölskyldur.
10. Samráðsfundur sveitarfélaga
Sveitarstjóri lagði fram minnispunkta frá samráðsfundi sveitarfélaga um efnahagsvandann.
11. Bréf frá Leirvík
Framlagt bréf frá sveitarfélaginu Leirvík, vinabæ Borgarbyggðar í Færeyjum, þar sem íbúum Borgarbyggðar er sýndur samhugur í þeim efnahagsþrengingum sem nú eru á Íslandi.
12. Framlögð mál
a. Bréf menntamálaráðuneytisins og Stofnunar Árna Magnússonar varðandi dag íslenskrar tungu 16. nóvember.
b. Fundargerð frá 54. fundi stjórnar Faxaflóahafna.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,30.