Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 94
Dags : 12.11.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Varafulltrúi: Jenný Lind Egilsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Viðbygging við Dvalarheimilið í Borgarnesi
Farið var yfir stöðuna í viðræðum við ríkið um byggingu hjúkrunarrýmis við DAB. Jafnframt lögð fram fyrirspurn frá nokkrum verktökum í sveitarfélaginu vegna viðbyggingar við DAB.
Rætt um aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu.
Sveitarstjóra var falið að afla frekari upplýsinga og svara bréfritara.
2. Lóðir á Hvanneyri
Framlagt bréf dagsett 04.11. 2008 frá PJ byggingum þar sem fyrirtækið skilar inn lóðum við Arnarflöt og Hrafnaflöt á Hvanneyri.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að auglýsa lausar lóðir.
3. Almenningssamgöngur
Rætt um almenningssamgöngur.
Auk þess framlögð bókun fræðslunefndar um skólaakstur í Menntaskóla Borgarfjarðar og greindi sveitarstjóri frá viðræðum sínum við skólameistara MB um málið.
4. Þjóðlendumál
Á fundinn mættu fulltrúar frá Sjálfseignarstofnunni OK til viðræðna um þjóðlendumál.
Fulltrúarnir voru Rúnar Hálfdánarson, Þorsteinn Þorsteinsson, Jón Blöndal, Ólafur Jóhannesson og Sigurður Jakobsson.
Einnig sat Óðinn Sigþórsson fundinn meðan þessi liður var ræddur en hann er verkefnisstjóri vegna þjóðlendumála og hnitsetningarverkefnis.
Ákveðið var að hafa samráð um ráðningu lögfræðings til að vinna fyrir hönd aðila í þjóðlendumálum.
5. Félagsheimili í Borgarbyggð
Framlagt bréf menningarfulltrúa um eignarhald félagsheimila í Borgarbyggð.
Samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum frá byggingarfulltrúa.
6. Fjárhagsáætlun 2009
Rætt um fjárhagsáætlun 2009.
Lögð fram fjárhagsáætlun Menningarráðs Vesturlands fyrir árið 2009.
Sveitarstjóra var falið að afla frekari upplýsinga um áætlunina.
7. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál og launakjör sveitarstjórnarmanna.
8. Heimasíða Borgarbyggðar
Framlagt yfirlit kynningarfulltrúa um heimsóknir á heimasíðu Borgarbyggðar.
Fram kemur að heimasíðan er mikið notuð og hafa heimsóknir þangað tvöfaldast á tveimur árum.
9. Snorrastofa
Rætt um framlag til Snorrastofu.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við fulltrúa Skorradalshrepps og Hvalfjarðarsveitar um málið en þessi sveitarfélög voru aðilar að Héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu sem veitti styrk til Snorrastofu.
10. Reiðhöllin Vindási ehf.
Framlagt yfirlit um stöðu mála við byggingu reiðhallarinnar að Vindási.
Samþykkt að óska eftir að fulltrúi félagsins komi á næsta fund byggðarráðs.
11. Næstu fundir
Ákveðið var að halda næsta fund byggðarráðs kl. 8,oo miðvikudaginn 19. nóvember og næsta fund sveitarstjórnar kl. 16,30 mánudaginn 24. nóvember.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,oo.