Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 95
Dags : 19.11.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Varafulltrúi: Jenný Lind Egilsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar
Framlagt fundarboð á aðalfund Menntaskóla Borgarfjarðar sem fram fer fimmtudaginn 20. nóvember 2008.
Samþykkt að fela Páli S. Brynjarssyni sveitarstjóra að fara með umboð Borgarbyggðar á fundinum.
2. Þjóðvegur 1 við Borgarnes
Framlagt bréf dagsett 12.11. 2008 frá Vegagerðinni vegna færslu þjóðvegar 1 við Borgarnes.
3. Almenningssamgöngur
Sveitarstjóri sagði frá viðræðum á milli Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar um almenningssamgöngur.
4. Umsókn um styrk
Framlagt bréf dagsett 12.11. 2008 frá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir stuðningi til ýmissa verkefna á vegum félagsins.
Samþykkt að óska eftir að fulltrúi Skógræktarfélagsins komi á fund byggðarráðs til viðræðna.
5. Landskipti
Framlagt bréf dagsett 12.11. 2008 frá Magnúsi Skúlasyni og Kolfinnu Jóhannesdóttur, Norðtungu þar óskað er eftir að nokkrar spildur úr landi Norðtungu verði gerðar að séreign. Landnotkun verði óbreytt. Jafnframt er óskað eftir umsögn sveitarstjórnar vegna breytinga á heimreið.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og landbúnaðarnefndar og skipulags- og bygginganefndar.
6. Verkefni um úttekt á þjónustu við háskólaþorp
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála varðandi vinnu við úttekt á þjónustu við háskólaþorp í Borgarbyggð, en fyrirhuguð er könnun á þessum þáttum í samstarfi við Sveitarfélagið Skagafjörð.
7. Frestun á framkvæmdum
Framlagt erindi Borgarverks ehf. dags. 17.11.08 þar sem farið er fram á frestun á framkvæmdum við malbikun og steypu á kantsteini við Sólbakka.
Byggðarráð leggur áherslu á að verkefnið klárist sem fyrst svo fremi sem veður komi ekki í veg fyrir að það sé hægt.
8. Deildartungulindir
Framlagt bréf undirbúningsaðila að félaginu Deildartungulinda dags. 12.11.08 þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð verði hluthafi í félaginu.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og var sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara.
9. Bréf Barnaverndarstofu
Framlagt bréf Barnaverndarstofu dags. 13.11.08 þar sem farið er fram á að losna undan leigusamningi um Hvítárbakka.
Samþykkt að óska eftir fundi með Fasteignum ríkissjóðs um erindið.
10. Veiðifélag Gljúfurár
Framlagt fundarboð á félagsfund Veiðifélags Gljúfurár sem haldinn verður 26. nóvember n.k.
Samþykkt að Sigurjón Jóhannsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
11. Landskipti
Á 90. fundi byggðarráðs var lögð fram beiðni Helga Guðmundssonar þar sem óskað var eftir að spilda úr landi Hólmakots verði gerð að séreign og tekin úr landbúnaðarnotkun. Byggðarráð óskaði eftir umsögn umhverfis- og landbúnaðarnefndar um erindið.
Umsögnin liggur nú fyrir og samþykkti byggðarráð erindið.
12. Fjárhagsáætlun 2009
Rætt um fjárhagsáætlun 2009.
Samþykkt var tillaga að nýrri skiptingu á milli málaflokka og var sveitarstjóra falið að kynna hana fyrir forstöðumönnum.
Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
13. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál og launakjör sveitarstjórnarmanna.
Samþykkt að fela sveitarstjóra leggja fram greinargerð um málið.
14. Reiðhöllin Vindási ehf.
Á fundinn mætti Ásbjörn Sigurgeirsson fulltrúi Borgarbyggðar í stjórn Reiðhallarinnar Vindási ehf. til viðræðna um framkvæmdir við reiðhöllina.
15. Framlögð mál
a. Bréf frá framkvæmdastjóra SSV vegna þátttöku SSV í open days í Brussel 6. til 9. október s.l.
b. Fundargerð frá fundi í stjórn Faxaflóahafna 14.09.08.
c. Bréf frá Íþróttasambandi Íslands vegna efnahagsþrenginga dags. 14.11.08.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,40.