Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 96
Dags : 26.11.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Varafulltrúi: Jenný Lind Egilsdóttir
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Green Globe
Framlagt bréf dagsett 17.11. 2008 frá Vaxtarsamningi Vesturlands vegna Green Globe verkefnisins.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir viðræðum við nágrannasveitarfélög um málið.
2. Landskipti
Framlagt bréf dagsett 17.11. 2008 frá Skarphéðni Péturssyni hdl. þar sem óskað er eftir að spilda úr landi Smiðjuhóls í Borgarbyggð verði gerð að séreign.
Samþykkt að óska eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar og umhverfis og landbúnaðarnefndar um erindið.
Baldur Tómasson byggingafulltrúi sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
3. Almenningssamgöngur
Sveitarstjóri sagði frá viðræðum á milli Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar um almenningssamgöngur.
Samþykkt að fela sveitarstjóra afla frekari gagna og óska eftir fundi sem fyrst með aðilum málsins.
4. Umsókn um styrk
Framlagt bréf dagsett 12.11. 2008 frá Foreldrafélögum grunnskóla í Borgarbyggð þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 250.000 til ýmissa verkefna.
Byggðarráð tók jákvætt í erindið og var því vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2009.
5. Atvinnumál
Á fundinn mættu Guðsteinn Einarsson og Þorvaldur T. Jónsson frá Kaupfélagi Borgfirðinga til viðræðna um atvinnumál.
6. Fjárhagsáætlun 2009
Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2009.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við þá aðila sem Borgarbyggð hefur þjónustusamninga við um breytingu á samningum.
Samþykkt var að breyta opnunartíma leikskóla þannig að þeir verði að hámarki opnir frá kl. 7,45 til kl. 16,15. Breytingin tekur gildi frá og með 01. janúar 2009. Leikskólastjórum var falið að kynna breytinguna fyrir forráðamönnum leikskólabarna.
7. Framkvæmdir árið 2009
Á fundinn mættu Óli Jón Gunnarsson frá Loftorku og Óskar Sigvaldason frá Borgarverki til viðræðna um stöðu á atvinnumarkaði.
8. Framlögð mál
a. Bréf frá Heilbrigðisráðuneytinu vegna frestun á sameiningu heilsugæslustöðva.
b. Fundargerð frá fyrsta fundi í ungmennaráði Borgarbyggðar.
Bjarki vék af fundi áður en fundargerðin var lesin upp.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,40.