Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

97. fundur 03. desember 2008 kl. 07:00 - 07:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 97 Dags : 03.12.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Bændur græða landið
Framlagt bréf dagsett 24.11. 2008 frá Landgræðslu ríkisins þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið “Bændur græða landið”.
Vísað til umsagnar umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
2. Snorraverkefnið
Framlagt bréf dagsett 25.11. 2008 frá Snorraverkefninu þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið sem felst í móttöku ungmenna af íslensku ættum frá Bandaríkjunum og Kanada.
Samþykkt að hafna þátttöku í verkefninu að þessu sinni.
3. Almenningssamgöngur
Framlögð greinargerð um almenningssamgöngur.
Samþykkt að Borgarbyggð taki þátt í verkefninu Strætó Vesturlands á grundvelli framlagðra gagna og var sveitarstjóra falið að ganga til samninga við Strætó b.s.
4. Umsókn um styrk
Framlagt bréf dagsett 20.11. 2008 um styrk til útgáfu bókar.
Samþykkt að hafna beiðninni.
5. Atvinnumál
Á fundinn mætti Stefán Logi Haraldsson frá BM-Vallá til viðræðna um atvinnumál og skipulagsmál í kringum starfstöð fyrirtækisins í Borgarnesi.
6. Erindi frá 36. fundi sveitarstjórnar
Framlagðar tillögur að breytingum á gjaldskrám félagsheimila.
Byggðarráð samþykkti að hækka allar gjaldskrár félagsheimila um a.m.k. 10% á milli áranna 2008 og 2009. Jafnframt var menningarnefnd falið að samræma gjaldskrárnar á milli félagsheimilanna þar sem tekið er mið af þeim gjaldskrám sem gilda á almennum markaði.
7. Menntaborg ehf.
Framlagt minnisblað sveitarstjóra um skuldbindingar sveitarfélagsins gangvart Menntaborg ehf.
8. Fjárhagsáætlun 2009
Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2009.
Sveinbjörn lagði til að það verði skoðað hvort það geti verið fjárhagslega hagkvæmt að Snorrastofu verði falin rekstur Safnahúss Borgarfjarðar.
Samþykkt var að fela skrifstofustjóra að leggja fram reglur um notkun og greiðslu kostnaðar gsm-síma.
Finnbogi vék af fundi og tók Bjarki við stjórn fundarins.
9. Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2009
Rætt um framkvæmdaáætlun fyrir árið 2009.
10. Aðalfundur Spalar ehf
Framlagt fundarboð á aðalfundi Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf. sem haldnir verða 10.12.08
Samþykkt að sveitarstjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundunum.
11. Refa- og minkaeyðing
Framlagðar fundargerðir vinnuhóps um refa- og minkaeyðingu dags. 02.10., 14.10., 28.10. og 18.11. ásamt minnisblaði frá forsvarsmönnum veiðifélaga og afriti af bréfi til Æðarræktarfélags Vesturlands um mikilvægi þess að fækka tófu og villimink.
 
12. Dvalarheimili aldraðra
Á fundinn mættu Magnús B. Jónsson og Jón G. Guðbjörnsson úr stjórn Dvalarheimilis aldraðra til viðræðna um viðbyggingu við DAB.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,10.