Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

98. fundur 10. desember 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 98 Dags : 10.12.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Varafulltrúi: Torfi Jóhannesson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Stígamót
Framlagt bréf dagsett 28.11. 2008 frá Stígamótum þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemi samtakanna á árinu 2009.
Samþykkt að styrkja samtökin um kr. 100.000 á árinu 2009.
2. Reglur um afnot af gsm-símum í eigu Borgarbyggðar
Framlögð drög að reglum um afnot af gsm-símum í eigu Borgarbyggðar.
Reglurnar voru samþykktar með einni breytingu.
3. Almenningssamgöngur
Rætt um almenningssamgöngur.
4. Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit
Framlögð drög að gjaldskrá fyrir búfjareftirlit í Borgarbyggð og Skorradalshreppi.
Vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
5. Tillaga að álagningu fasteignagjalda
Framlögð tillaga að álagningu fasteignagjalda í Borgarbyggð fyrir árið 2009.
Samþykkt að semja nýja gjaldskrá fyrir vatnsveitu Álftaneshrepps.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við Orkuveitu Reykjavíkur um gjaldskrá vatnsveitu og fráveitu.
Samþykkt að vísa tillögu að álagningu fasteignagjalda til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2009.
Framlagt var minnisblað frá félagsmálastjóra vegna afsláttar elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignaskatti.
Samþykkt að hækka viðmiðunartekjur afsláttar um 10% frá fyrra ári.
6. Skógræktarfélag Borgarfjarðar
Á fundinn mættu Friðrik Aspelund og Sigríður J. Brynleifsdóttir frá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar til viðræðna um starfsemi félagsins árið 2009 og samstarf við sveitarfélagið.
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að gera tillögu að átaksverkefnum á sviði umhverfis- og aðgengismála og fá samstarfsaðila að verkefnunum.
7. Gjaldskrá gatnagerðargjalda
Framlögð tillaga að breytingu gjaldskrár varðandi byggingarleyfisgjöld.
Vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
8. Þjónusta við kirkjugarða
Framlagt erindi frá formanni sóknarnefndar Stafholtskirkju vegna þjónustu sveitarfélagsins við kirkjugarða.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að taka saman upplýsingar um málið.
9. Fjárhagsáætlun 2009
Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2009.
Samþykkt að vísa áætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
10. Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2009
Rætt um framkvæmdir á árinu 2009.
11. Orkuveita Reykjavíkur
Framlagt bréf dagsett 05.12. 2008 frá Orkuveitu Reykjavíkur vegna útboðs á skuldabréfaflokki til að brúa lánsfjárþörf fyrirtækisins.
Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
12. Starfsmannamál
Rætt um eingreiðslu til starfsmanna.
13. Veiðifélag Gljúfurár
Framlagt fundarboð á félagsfund í Veiðifélagi Gljúfurár sem haldinn verður 11. desember n.k.
Samþykkt að fela Sigurjóni Jóhannssyni að vera fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
14. Framlögð mál
a. Bréf frá Yrkjusjóði.
Samþykkt að vekja athygli grunnskólanna í sveitarfélaginu á starfi sjóðsins.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,25.