Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

99. fundur 17. desember 2008 kl. 07:00 - 07:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 99 Dags : 17.12.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Bréf frá Samgönguráðuneyti
Framlagt bréf dagsett 10.12. 2008 frá samgönguráðuneytinu vegna skila á fjárhagsáætlun fyrir árið 2009.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að óska eftir heimild til að afgreiða fjárhagsáætlun ársins 2009 eftir áramót 2008 - 2009.
2. Samningur á milli Borgarbyggðar og Hreðvatns ehf.
Framlögð drög að samningi á milli Borgarbyggðar og Hreðavatns ehf. um ferðamannasvæði í landi Hreðavatns.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ljúka samningnum við Hreðavatn ehf.
3. Refa- og minkaeyðing
Rætt um áfangaskýrslu vinnuhóps um refa- og minkaeyðingu í Borgarbyggð.
4. Landskipti
a) Framlagðar umsagnir skipulags- og bygginganefndar og umhverfis- og landbúnaðarnefndar um beiðni um að spilda úr landi Smiðjuhóls verði gerð að séreign sem lögð var fram á 96. fundi byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkti að heimila erindið.
b) Framlagðar umsagnir skipulags- og bygginganefndar og umhverfis- og landbúnaðarnefndar um erindi sem lagt var fram á 95. fundi byggðarráðs þar sem beðið er um umsögn um að nokkrar spildur úr landi Norðtungu verði gerðar að séreign en landnotkun verði óbreytt. Einnig var óskað eftir umsögn vegna breytinga á heimreið.
Byggðarráð samþykkti að heimila erindið.
5. Erindi vegna skráningar lögheimilis í sumarbústað
Framlagt erindi dagsett 09.12. 2008 frá aðila sem óskar eftir heimild til að skrá lögheimili í sumarhús.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að óska eftir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um erindið.
6. Erindi frá leikskólastjórum
Framlagt erindi frá leikskólastjórum í Borgarbyggð þar sem mótmælt er fyrirhuguðum breytingum á starfsemi talmeinafræðings hjá Borgarbyggð
7. Erindi frá foreldrafélögum leikskóla í Borgarnesi
Framlagt bréf frá foreldrafélögum leikskólans Klettaborgar og leikskólans Uglukletts þar sem mótmælt er styttingu opnunartíma leikskólanna.
8. Ábyrgðaskuldbindingar
Framlagður tölvupóstur frá Orkuveitu Reykjavíkur dags. 10.12.08 um ábyrgðarskuldbindingar Borgarbyggðar gagnvart Orkuveitunni.
9. Fundargerð fjallskilanefndar
Framlögð fundargerð fjallskilanefndar dags. 12.12.08 þar sem m.a. er fjallað um gjaldskrá um búfjáreftirlit og lagt fram minnisblað sem verði grunnur að erindisbréfi fjallskila- og afréttarnefnda.
Samþykkt að fela dreifbýlisfulltrúa að gera drög að almennri gjaldskrá um handsömum búfjár.
Samþykkt að senda minnisblaðið til fjallskila- og afréttarnefnda.
10. Brúðuleiklistarsetur
Framlagt bréf frá Hildi M. Jónsdóttur og Bernd Ogrodnik dags. 16.12.08 þar sem óskað er eftir afnotum af húsnæði í Englendingavík og samstarfi við Borgarbyggð við undirbúning að opnun Brúðuleiklistarseturs.
Byggðarráð tók jákvætt í erindið og samþykkti að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara.
11. Fjárhagsáætlun 2009
Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2009.
Samþykkt var að hækka dvalargjöld í leikskólum um 8% frá áramótum.
Samþykkt var að hækka fæðisgjald í leikskólum um 15% frá áramótum.
Samþykkt var að hækka fæðisgjald í grunnskólum um 15% frá áramótum.
Samþykkt var að hækka gjaldskrá um niðurgreiðslu til dagforeldra um 8%.
 
Samþykkt var beina því til Menningarráðs Vesturlands að leitað verði allra leiða til að draga úr kostnaði við rekstur Menningarráðsins og byggðarráð leggur jafnframt áherslu á að framlag Borgarbyggðar mun ekki hækka á milli ára.
 
Samþykkt var að veita sveitarstjóra heimild til að leita eftir samkomulagi á kjörum starfsmanna í samræmi við það sem fram kemur í tillögu að fjárhagsáætlun 2009.
 
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum úr stjórn Jöfnunarsjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga um úthlutun framlaga úr Jöfnunarsjóði á næsta ári.
12. Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2009
Rætt um framkvæmdir á árinu 2009.
13. Almenningssamgöngur
Sveitarstjóri sagði frá viðræðum við Strætó bs., Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit um samning um almenningssamgöngur.
Lögð voru fram drög að samningnum og var sveitarstjóra falið að óska eftir breytingum á tímatöflu og undirrita samninginn fyrir hönd Borgarbyggðar.
14. Framlögð mál
a. Bréf frá Samgönguráðuneytinu vegna úthlutunar framlags til sveitarfélaga vegna tímabundins niðurskurðar í aflamarki þorks.
b. Ályktun frá Stéttarfélagi Vesturlands.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,55.