Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

100. fundur 30. desember 2008 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 100 Dags : 30.12.2008
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Varafulltrúi: Torfi Jóhannesson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands
Framlögð fjárhagsáætlun fyrir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna ársins 2009 ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 10.12.08 og greinargerð um sameiningu starfsstöðva embættisins.
Byggðarráð samþykkti fjárhagsáætlunina.
Hvað varðar staðsetningu starfstöðvar Heilbrigðiseftirlitsins bendir byggðarráð á að Borgarnes er miðsvæðis á Vesturlandi og því eðlilegt og hagkvæmast að hafa starfstöð Heilbrigðiseftirlitsins þar. Jafnframt minnir byggðarráð á samþykktir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og Heilbrigðisnefndar um aukin verkefni s.s. eftirlit með stóriðju.
2. Framkvæmdir við leikskóla á Hvanneyri
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs til viðræðna um þennan lið.
Framlagt bréf dagsett 22.12. 2008 frá Nýverki ehf. um verðbætur á verksamningi vegna byggingar leiksskóla á Hvanneyri. Janframt er framlögð umsögn um erindið frá framkvæmdasviði Borgarbyggðar.
Forstöðumaður mun leggja frekari gögn fram síðar.
3. Veiðifélag Gljúfurár
Framlögð fundargerð frá félagsfundi í Veiðifélagi Gljúfurár sem haldinn var 15.12.08.
4. Sérfræðiþjónusta
Framlagt bréf frá starfsmönnum við sérfræðiþjónustu Borgarbyggðar vegna uppsagnar á samningi við talmeinafræðing.
Framlagt bréf frá Bylgju Dögg Steinarsdóttur varðandi þjónustu talmeinafræðings.
Samþykkt að fela fræðslustjóra að taka saman greinargerð um málið.
5. Almenningssamgöngur
Framlagðir samningar við Strætó bs. um almenningssamgöngur og samningur við Vegagerðina um tímabundið einkaleyfi á sérleiðinni Borgarnes - Reykjavík.
6. Sameinig sveitarfélaga
Framlagt bréf dagsett 22.12. 2008 frá Ágústi Einarssyni rektor Háskólans á Bifröst þar sem hann hvetur sveitarfélög á sunnanverðu Vesturlandi að hefja umræðu um sameiningu sveitarfélaga á svæðinu.
Finnbogi og Torfi lögðu fram svohljóðandi bókun:
"Byggðaráð Borgarbyggðar leggur áherslu á að það góða samstarf og mikla samvinna sem komist hefur á milli sveitarfélaganna fjögurra, Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps, verði efld enn frekar. Ekki er tímabært á þessari stundu að taka afstöðu til sameiningar þessara sveitarfélaga í eitt en engu að síður mikilvægt að fram fari umræða um sveitarstjórnarstigið og að allra leiða sé leitað til að styrkja opinbera stjórnsýslu á svæðinu."
Sveinbjörn lagði fram svohljóðandi bókun:
"Efling sveitarstjórnarstigsins er mikilvægasta byggðamál landsins. Til þess að það megi gerast þarf að fækka sveitarfélögum og stækka þau. Forsenda þess er þó raunhæf stefnubreyting um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Meðan ríkið sýnir enga tilburði í þá átt, þrátt fyrir eindregna og ítrekaða ósk Sambands íslenskra sveitarfélaga, er tilgangslaust að eyða tíma sveitarstjórnarfulltrúa í umræðu um frekari sameiningu."
7. Leigusamningur við MB um íþróttaaðstöðu
Framlagður leigusamningur við Menntaskóla Borgarfjarðar um leigu á Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
8. Fjárhagsáætlun 2009
Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2009.
Samþykkt var að útsvarsprósenta í Borgarbyggð verði 13,28% á árinu 2009.
Samþykkt var að fresta sveitarstjórnarfundi sem halda átti 8. janúar til 15. janúar.
Þá mun fara fram seinni umræða um fjárhagsáætlun 2009 og sveitarstjóra falið að óska formlega eftir heimild samgönguráðuneytisins til að hún fari fram eftir áramót.
Þrátt fyrir ákvæði 3. mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga samþykkti byggðarráð að heimila sveitarstjóra að greiða nauðsynleg útgjöld úr sveitarsjóði þar til fjárhagsáætlun ársins 2009 verður samþykkt við seinni umræðu.
9. Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2009
Á fundinn mætti forstöðumaður framkvæmdasviðs.
Rætt um framkvæmdaáætlun fyrir árið 2009.
10. Verkefni framkvæmdasviðs
Rætt um uppgjör við verktaka vegna gatnagerðar, þjónustu framkvæmdasviðs við önnur sveitarfélög og samskipti við Orkuveitu Reykjavíkur.
Samþykkt að heimila forstöðumanni framkvæmdasviðs að beita dagsektum gagnvart þeim verktökum sem ekki hafa skilað verkum á réttum tíma.
Samþykkt að heimila forstöðumanni framkvæmdasviðs að ganga til samninga við aðila um tæmingu og niðurrif húsa í Brákarey.
11. Sorphirða
Forstöðumaður framkvæmdasviðs greindi frá viðræðum við Hvalfjarðarsveit og Akranes um áframhaldandi samstarf um sorphirðu.
Byggðarráð telur æskilegast að fara í nýtt útboð á sorphirðu en fól forstöðumanni framkvæmdasviðs að ræða við þau sveitarfélög sem stóðu að sameiginlegu útboði um framhald málsins.
12. Hitaveita Kleppjárnsreykja
Forstöðumaður framkvæmdasviðs greindi frá viðræðum um kostnaðarskiptingu vegna framkvæmda við Hitaveitu Kleppjárnsreykja.
Byggðarráð samþykkti að taka þátt í kostnaði í hlutfalli við eignaraðild.
13. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Forstöðumaður framkvæmdasviðs vék af fundi.
14. Fjallskilamál
Framlagt minnisblað frá Fjallskilanefnd Borgarbyggðar þar sem óskað er eftir að fá lögfræðilegt álit á ákvæðum í fjallskilareglugerðum.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla álits frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu um málið.
Samþykkt var að óska eftir við Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp að gerð verði ein fjallskilareglugerð sem nái yfir öll sveitarfélögin.
15. Framlögð mál
a. Bréf frá Safnaráði um rekstrarfyrirkomulag og skipulag safna.
b. Bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélagsins um áhrif fjármálakreppu.
c. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.
d. Bréf frá Umhverfisstofnun um endurgreiðslur vegna refa- og minkaveiða.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,10.