Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 101
Dags : 07.01.2009
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Fjárhagsáætlun 2009
Sveitarstjóri kynnti þá vinnu sem farið hefur fram við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.
Lagðar fram tillögur að gjaldskrám og samþykkt að leggja þær fyrir sveitarstjórn með breytingum á gjaldskrá um hunda- og kattahald og gjaldskrá fyrir heimaþjónustu.
Samþykkt að vísa tillögu að fjárhagsáætlun 2009 til síðari umræðu í sveitarstjórn.
2. Framkvæmdaáætlun fyrir árið 2009
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs. Lögð var fram tillaga að framkvæmdaáætlun fyrir árið 2009.
Gerðar voru breytingar á tillögunni og henni vísað þannig til seinni umræðu í sveitarstjórn.
3. Hvítárbakki
Forstöðumaður framkvæmdasviðs greindi frá því tjóni sem varð á fasteign sveitarfélagsins að Hvítárbakka, en heitt vatn flæddi um húsið eftir að ofn gaf sig.
4. Sérfræðiþjónusta
Framlögð samantekt fræðslustjóra um talkennslu í sveitarfélögum.
5. Arnarklettur 28
Framlagt bréf Inga Tryggvasonar hdl. dags. 06.01.09 varðandi lóðina að Arnarkletti 28 sem úthlutað var til Sólfells.
Byggðarráð samþykkti að afturkalla úthlutun lóðarinnar.
6. Reiðhöllin Vindási
Framlagt bréf Reiðhallarinnar Vindási ehf. dags. 06.01.09 þar sem óskað er eftir auknu hlutafé frá Borgarbyggð inn í félagið.
Vísað til sveitarstjórnar.
7. Orkuveita Reykjavíkur
Á fundinn mættu Guðlaugur Björgvinsson, Hjörleifur Kvaran og Jakob Friðriksson frá Orkuveitu Reykjavíkur.
Rætt var um ýmis mál í samskiptum Borgarbyggðar og Orkuveitunnar s.s. gjaldskrár, framkvæmdir Orkuveitunnar í Borgarbyggð og stöðu mála varðandi einstök verk, starfsstöð OR í Borgarnesi, gæði kalda vatnsins og ýmis önnur samskipti.
Lögð fram drög að formlegum reglum um samskipti Orkuveitu Reykjavíkur við sveitarfélög sem kaupa þjónustu af OR.
Páll og Finnbogi viku af fundi áður en þessi liður var fullræddur.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 11,25.