Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

102. fundur 21. janúar 2009 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 102 Dags : 21.01.2009
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Vegagerð
Á fundinn mætti Magnús Valur Jóhannsson svæðisstjóri hjá Vegagerðinni til viðræðna um framkvæmdir og viðhaldsverkefni Vegagerðarinnar á árinu 2009.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir samstarfi við Vegagerðina um viðhald og nýframkvæmdir við safnvegi.
Einnig var rætt um veghald á þjóðvegum í þéttbýli í ljósi nýrra vegalaga. Mikilvægt er að tekjustofnar fylgi með ef sveitarfélögin eiga að taka við skyldum veghaldara.
2. Þriggja ára áætlun 2010-2012
Rætt um þriggja ára áætlun fyrir árin 2010-2012.
Samþykkt að óska eftir að framkvæmdasvið kostnaðarmeti og forgangsraði framkvæmdum sem fram koma á minnisblaði.
Samþykkt að óska eftir upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur sem sveitarfélög geti notað við gerð fjárhagsáætlana.
Einnig var samþykkt að óska álits Sambandsins hvort það sé æskilegt að sveitarfélög skipti reglulega um endurskoðendur.
3. Fjárhagsáætlun 2009
Rætt um eftirfylgni með fjárhagsáætlun 2009.
Samþykkt að byggðarráð óski eftir fundum með fulltrúum foreldrafélaga leik- og grunnskóla um framtíð skólamála í Borgarbyggð.
4. Hraunborg
Rætt um endurnýjun á samningi við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Hraunborgar á Bifröst og samþykkt að óska eftir endurskoðun á samningnum.
5. Markaðsstofa Vesturlands
Á fundinn mætti Jónas Guðmundsson framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vesturlands og kynnti drög að markmiðum og starfsemi stofnunarinnar.
6. Orkuveita Reykjavíkur
Framlagt erindi frá Umboðsmanni Alþingis dags. 31.12.08 þar sem kynnt er erindi sem sent hefur verið borgarstjóranum í Reykjavík þar sem umboðsmaður spyrst fyrir um Orkuveitu Reykjavíkur.
7. Stofnun lóðar
Framlögð umsókn dagsett 14.01. 2009 frá Ólafi Magnússyni, Önnu G. Jónsdóttur og Þorsteini Magnússyni vegna stofnunar 13.2 hektara lóðar úr landi Gilsbakka í Hvítársíðu.
Samþykkt að óska eftir umsögn umhverfis- og landbúnaðarnefndar um erindið.
8. Reiðhöllin Vindási
Rætt um beiðni Reiðhallarinnar Vindási ehf. um aukningi á hlutafé Borgarbyggðar í höllinni.
9. Fjórðungsmót hestamanna
Rætt um beiðni um fjárstuðning við fyrirhugað fjórðungsmót hestamanna á Kaldármelum.
Samþykkt að hafna beiðninni.
10. Breyting á landnotkun
Framlagt erindi dagsett 07.01. 2009 frá Högna Gunnarssyni vegna breytinga á landnotkun og stofnunar lögbýlis á Norðurlandi 1. landnr.217556.
Samþykkt að óska eftir umsögn umhverfis- og landbúnaðarnefndar um erindið.
11. Ályktun frá félagi tónlistarkennara
Framlögð ályktun frá félagi tónlistarkennara um stöðu tónlistarskóla í landinu.
Framlagt erindi dagsett 13.01. 2009 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir þátttöku Borgarbyggðar í verkefninu skólavoginni, en Borgarbyggð var með í verkefninu árið 2008.
Samþykkt að óska eftir umsögn fræðslunefndar um erindið.
13. Rannsóknarverkefni um þjónustu í dreifbýli
Sveitarstjóri kynnti könnun á þjónustu við íbúa í háskólaþorpum og dreifbýli í Borgarbyggð. Um er ræða samstarfsverkefni sveitarfélaganna Borgarbyggðar og Skagafjarðar og nýtur stuðnings Byggðastofnunar.
14. Menntaborg ehf.
Rætt um málefni fasteignafélagsins Menntaborgar ehf. Jafnframt var framlagt afrit af bréfi Menntamálaráðherra til Sturlu Böðvarssonar alþingismanns vegna fyrirspurnar um greiðslur ríkisins vegna húsnæðiskostnaðar Framhaldsskóla Snæfellinga og Menntaskóla Borgarfjarðar.
Framlagt bréf dagsett 13.01. 2009 frá fasteignasölunni Neseignir f.h. landeigenda þar sem óskað er eftir að tveimur landspildum verði skipt út úr landi Háafells í Hvítársíðu. Annars vegar 42.63 hekturum og hins vegar 44.42 hekturum.
Samþykkt að óska eftir umsögn umhverfis- og landbúnaðarnefndar um erindið.
16. Grunnskóli Borgarfjarðar
Framlögð ályktun frá fundi í skólaráði Grunnskóla Borgarfjarðar sem haldinn var 15. desember s.l.
17. Sameining heilbrigðisstofnana
Framlagt bréf dagsett 07.01. 2009 frá heilbrigðisráðuneytinu vegna sameiningar heilbrigðisstofnana á Vesturlandi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera uppkast að umsögn um málið.
18. Lundarkirkjugarður
Framlagt bréf dagsett 06.01. 2009 frá Guðrúnu Björk Friðriksdóttur formanni sóknarnefndar þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við endurnýjun girðingar við garðinn.
Afgreiðslu frestað og óskað umsagnar framkvæmdasviðs um erindið.
19. Laugargerðisskóli
Framlagt erindisbréf skóla- og rekstrarnefndar Laugargerðisskóla sem og fundargerðir nefndarinnar frá fundum 21.08. 2008, 11.11. 2008, 09.12 2008 og 13.01. 2009.
Framlögð breytingartillaga frá sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps á erindisbréfinu og samþykkti byggðarráð það með þeim breytingum.
20. Atvinnumál
Rætt um atvinnumál í Borgarbyggð og möguleg úrræði ef dregur enn frekar úr atvinnuþátttöku á svæðinu. Jafnframt lagt fram minnisblað frá félagsmálastjóra um úrræði fyrir íbúa sem missa atvinnu og erindi frá ASÍ um aðgengi að íþróttamiðstöðvum.
Samþykkt að fela félagsmálastjóra og framkvæmdasviði að gera tillögu að aðstöðu fyrir atvinnulausa til að koma saman.
Einnig var samþykkt að bjóða atvinnulausu fólki frítt í sund og var íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að sjá um það.
21. Tillaga um húsaleigu í íbúðarhúsnæði Borgarbyggðar
Framlögð endurskoðuð tillaga um húsaleigu í íbúðarhúsnæði Borgarbyggðar.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
22. Erindi frá Sýslumanninum í Borgarnesi
Framlagt erindi frá Sýslumanninum í Borgarnesi þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins vegna leyfis fyrir giststað við Skúlagötu í Borgarnesi.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að leyfið sé veitt.
23. Félagsheimili í eigu Borgarbyggðar
Framlögð tillaga að gjaldskrá fyrir félagsheimili í Borgarbyggð. Jafnframt rætt um tillögur menningarnefndar um rekstur félagsheimila.
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir húsnefndum félagsheimilanna og taka hana aftur fyrir á næsta fundi byggðarráðs.
24. Golfklúbbur Borgarness
Rætt um erindi Golfklúbbs Borgarness um fjárstuðning á árinu 2009.
Byggðarráð samþykkti með 2 atkv. að ekki sé hægt að verða við beiðni Golfklúbbsins. Sveinbjörn sat hjá við afgreiðslu.
25. Brákarsund
Framlagðir samningar við Innova ehf. og þrotabú Guls ehf. um lóðir við Brákarsund í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti samningana.
Jafnframt var framlagt mat frá Fasteignamiðstöðinni vegna mögulegar skerðingar á verðmæti eigna að Skúlagötu 7.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
26. Þjóðlendumál
Rætt um þjóðlendumál.
27. Fjallskilamál
Rætt um gjaldskrá vegna handsömunar búfjár.
28. Samstarf sveitarfélaga á sunnanverðu Vesturlandi
Rætt um samstarf sveitarfélaga á sunnanverðu Vesturlandi.
29. Brúðulistasetur
Framlagt minnisblað sveitarstjóra um brúðulistasetur í Borgarnesi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
30. Akstursstyrkir
Rætt um reglur um styrki vegna aksturs barna og unglinga úr dreifbýli á skipulagðar íþróttaæfingar.
Samþykkt að kostnaður við akstur á æfingar hjá Dansfélagi Borgarfjarðar falli undir reglurnar.
Samþykkt að beina því til tómstundanefndar að endurskoða framangreindar reglur.
 
31. Framlögð mál
a. Bréf Akraneskaupstaðar vegna samstarfs um nýja fjallskilareglugerð.
b. Fundargerð frá stjórnarfundi Faxaflóahafna 09.01. 2009.
c. Yfirlit frá Sambandi sveitarfélaga yfir verkfallslista
d. Áætluð framlög Jöfnunarsjóðs vegna framlaga til nýbúafræðslu.
Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og
samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,10.