Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

103. fundur 28. janúar 2009 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 103 Dags : 28.01.2009
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Búfjárhald
Rætt um búfjárhald í Borgarbyggð.
2. Þriggja ára áætlun 2010-2012
Rætt um forsendur fyrir þriggja ára áætlun fyrir árin 2010-2012.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir verði um 75 milljónir á ári á tímabilinu. Reiknað er með að fjöldi íbúa aukist um 1% á ári. Ekki er reiknað með að fasteignamat breytist og að skattprósenta verði svipuð.
3. Umsókn um lóðarstækkun
Framlagt bréf frá Kristjáni Inga Hjörvarssyni Mávakletti 1 þar sem óskað er eftir stækkun lóðar.
Samþykkt að óska eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar um erindið.
4. Hraunborg
Rætt um endurskoðun á samningi við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Hraunborgar á Bifröst.
5. Bréf frá Fjárlaganefnd
Framlagt bréf dagsett 20.01. 2009 frá Fjárlaganefnd þar sem tilkynnt er um framlag af fjárlögum til sýningarinnar “Börn í 100 ár”.
Byggðarráð þakkar framlagið.
6. Beiðni um styrk
Framlagt erindi dagsett 21.01. 2009 frá Nýsköpunarmiðstöð námsmanna þar sem óskað er eftir stuðningi að upphæð kr. 500.000 fyrir árið 2009.
Samþykkt að óska eftir umsögn atvinnu- og markaðsnefndar um erindið.
Framlögð tillaga framkvæmdasviðs um skipulag refa- og minkaveiða á árinu 2009 og tillaga Finnboga Leifssonar um sama mál.
Samþykkt að vísa tillögunum til umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
8. Reiðhöllin Vindási
Rætt um beiðni Reiðhallarinnar Vindási ehf. um aukningu á hlutafé Borgarbyggðar í höllinni.
Sveitarstjóri greindi frá fundi stjórnar Reiðhallarinnar með fulltrúum eigenda um málið.
Óskað er eftir frekari upplýsinga frá stjórninni og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að afla upplýsinga hvernig staðið hefur verið að uppbygginu og fjármögnun sambærilegra reiðhalla í öðrum sveitarfélögum.
9. Rannsóknarverkefni um þjónustu í dreifbýli
Framlagðir samningar vegna verkefnis um könnun á þjónustu við íbúa í háskólaþorpum og dreifbýli í Borgarbyggð. Um er ræða samstarfsverkefni sveitarfélaganna Borgarbyggðar og Skagafjarðar og nýtur stuðnings Byggðastofnunar.
Byggðarráð samþykkti samningana.
10. Grunnskóli Borgarfjarðar
Framlagt minnisblað frá fundi með starfsmönnum Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri sem haldinn var 22. janúar s.l.
11. Sameining heilbrigðisstofnana
Framlögð umsögn til heilbrigðisráðherra vegna sameiningar heilbrigðisstofnana á Vesturlandi.
12. Stuðningur sveitarfélagsins við viðhald og uppbyggingu kirkjugarða
Framlagt minnisblað framkvæmdasviðs um skyldur sveitarfélagsins varðandi viðhald og nýframkvæmdir við kirkjugarða.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
13. Mötuneyti Grunnskólans í Borgarnesi
Framlagt bréf frá Hótel Borgarnesi dags. 14.01.09 þar sem tilkynnt er að ekki komi til vísitöluhækkunar á samningi um mötuneyti skóla til júní 2009.
Byggðarráð þakkar erindið.
14. Atvinnumál
Framlagt minnisblað um fyrirhugaða kynningu atvinnu- og markaðsnefndar á mögulegum stuðningi ýmissa aðila við atvinnulíf og fólk án atvinnu.
15. Tillaga um húsaleigu í íbúðarhúsnæði Borgarbyggðar
Framlögð endurskoðuð tillaga um húsaleigu í íbúðarhúsnæði Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkti þann hluta tillögunnar sem snýr að félagslegu húsnæði en öðrum hluta tillögunnar frestað til næsta fundar.
16. Framkvæmdir á vegum Orkuveitu Reykjavíkur
Á fundinn mætir Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs Kristján F. Kristjánsson verkefnastjóri og kynntu stöðu mála varðandi framkvæmdir OR við fráveitur í Borgarbyggð.
17. Eignasjóður
Jökull og Kristján kynntu fyrirhugað viðhald fasteigna á árinu 2009.
Samþykkt að bjóða út viðhald fasteigna hjá Borgarbyggð til tveggja ára.
18. Félagsheimili í eigu Borgarbyggðar
Framlögð tillaga að gjaldskrá fyrir félagsheimili í Borgarbyggð og viðbrögð húsnefnda við breytingum.
Samþykkt að tillagan verði viðmiðunargjaldskrá fyrir félagsheimilin.
19. Samstarf sveitarfélaga á sunnanverðu Vesturlandi
Rætt um samstarf sveitarfélaga á sunnanverðu Vesturlandi.
20. Framlögð mál
a. Þakkarbréf frá Björgunarsveitinni Brák vegna þrettándabrennu.
b. Bréf vegna uppgjörs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árinu 2008
c. Fundarboð frá Bændasamtökum Íslands um fund sem haldinn verður 9. febrúar um bótarétt vegna framkvæmda í almannaþágu og framkvæmd eignarnáms.
Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,40.