Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 104
Dags : 04.02.2009
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Lögreglusamþykkt
Framlögð endurskoðuð drög að lögreglusamþykkt fyrir Borgarbyggð.
Gerðar voru breytingar á drögunum og þannig vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
2. Þriggja ára áætlun 2010-2012
Rætt um forsendur fyrir þriggja ára áætlun fyrir árin 2010-2012.
Samþykkt að vísa tillögunni til sveitarstjórnar.
3. Tekjumörk vegna heimilishjálpar og sérstakra húsaleigubóta
Framlögð samþykkt félagsmálanefndar um tekjumörk vegna heimilishjálpar og sérstakra húsaleigubóta.
Á fundinn mætti Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri til viðræðna um málið.
Byggðarráð samþykkti tillögu félagsmálanefndar.
4. Verkfallslisti
Framlögð auglýsing um skrá Borgarbyggðar skv. 5. - 8. tl. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.
Byggðarráð samþykkti skrána.
5. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
Framlögð drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Jafnframt var framlagt bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um megináherslur í úrgangsmálum.
Vísað til umhverfis- og landbúnaðarnefndar
6. Þjónusta á leikskólum
Framlagt erindi dagsett 20.01. 2009 frá foreldrafélagi leikskólans Hnoðrabóls þar sem gerðar eru athugasemdir við breytingar á þjónustu í leikskólum sveitarfélagsins á árinu 2009.
Eftir að þetta bréf barst Borgarbyggð hefur verið haldinn kynningarfundur með fulltrúum foreldrafélaganna.
7. Refa- og minkaeyðing
Framlagðir undirskriftarlistar frá íbúum í Borgarbyggð þar sem skorað er á sveitarstjórn að hækka fjárveitingu til refa og minkaveiða.
Byggðarráð kynnti sér undirskriftalistana. Breyttar forsendur í rekstri sveitarfélagsins gera það að verkum að ekki er unnt að halda óbreyttri þjónustu í þessu verkefni.
Sveinbjörn lagði fram svohljóðandi bókun:
"Skipuð var nefnd sem hafði það hlutverk að gera tillögu um endurskoðun á refa- og minkaveiðum. Meirihlutinn ákvað fjárveitingu til málaflokksins áður en sú nefnd skilaði af sér. Í kosningum 2006 lofaði Sjálfstæðisflokkurinn ".. að halda áfram öflugu starfi í að halda refa- og minkastofnum í skefjum."
Í ljósi ofanritaðs eru tilmæli rúmlega 370 íbúa um endurskoðun í hæsta máta eðlileg."
Finnbogi lagði fram svohljóðandi bókun:
"Athygli vekur að oddviti Skorradalshrepps skuli undirrita áskorunina sem þó er sögð frá kjósendum í Borgarbyggð."
8. Stuðningur sveitarfélagsins við viðhald og uppbyggingu kirkjugarða
Rætt um minnisblað framkvæmdasviðs um skyldur sveitarfélagsins varðandi viðhald og nýframkvæmdir við kirkjugarða.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við sóknarnefnd Lundarkirkju varðandi erindi sem nefndin sendi byggðarráði.
9. Atvinnumál
Framlögð dagskrá að opnum degi um atvinnu- og menntamál í Borgarbyggð sem haldinn verður í Menntaskóla Borgarfjarðar 6. febrúar n.k. að tilstuðlan atvinnu- og markaðsnefndar Borgarbyggðar.
Þar verður veitt ráðgjöf fyrir þá sem eru að leita að atvinnu eða vilja skapa sér eigin atvinnutækifæri.
Byggðarráð lýsir ánægju sinni með þetta framtak nefndarinnar.
10. Tillaga um húsaleigu í íbúðarhúsnæði Borgarbyggðar
Framlögð endurskoðuð tillaga um húsaleigu í öðru íbúðarhúsnæði Borgarbyggðar en félagslegu húsnæði.
Endurskoðaða tillagan var ekki samþykkt, en sú tillaga sem lögð var fram á fundi byggðarráðs 21. janúar s.l. var samþykkt með þeirri breytingu að fjárhæðir pr. fermetra gilda frá 01. janúar 2009.
11. Almenningssamgöngur
Á fundinn mættu Sæmundur Sigmundsson og Þórarinn Jónsson til viðræðna um almenningssamgöngur milli Borgarness og Reykjavíkur.
12. Vatnsveitumál
Á fundinn mætti Sigurður Jakobsson á Varmalæk til viðræðna um samninga um vatnsveitumál og fleira.
13. Arnarklettur
Framlagður samningur um sölu á fasteigninni að Arnarkletti 18 í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
14. Lögheimili í frístundabyggð
Framlagt svar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi heimildir til að skrá lögheimili í frístundabyggð.
Í ljósi þess er hafnað beiðni um skráningu lögheimilis í sumarhús, sem tekin var fyrir á 99. fundi byggðarráðs Borgarbyggðar.
15. Nytjagámur
Framlagt minnisblað Bjargar Gunnarsdóttur umhverfisfulltrúa um uppsetningu á nytjagámi á gámastöðinni í Borgarnesi.
Samþykkt að óska eftir kostnaðaráætlun um málið.
16. Eignasjóður
Á fundinn mættu Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs og Kristján F. Kristjánsson verkefnisstjóri og kynntu fyrirhugað útboð á viðhaldi fasteigna Borgarbyggðar á árinu 2009.
Samþykkt að bjóða viðhaldið út skv. tillögu 1 þar sem verkinu eru skipt á fjóra liði.
17. Brákarey
Rætt um starfssemi í húsnæði Borgarbyggðar í Brákarey og almenna umgengni þeirra sem eru með starfsemi í Brákarey.
18. Brákarsund
Framkvæmdasvið greindi frá fundi með Skipulagsstofnun og skipulagshönnuði vegna bygginga við Brárkarsund.
Framkvæmdasviði falið að vinna áfram að málinu.
19. Framlögð mál
a. Áskorun frá skólastjórafélagi Vesturlands þar sem skorað er á sveitarfélög að standa vörð um starf grunnskólanna á Vesturlandi.
Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,30.