Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 105
Dags : 18.02.2009
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit
Framlögð tillaga Finnboga Leifssonar að gjaldskrá fyrir búfjáreftirlit í Borgarbyggð.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
2. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Framlagt fundarboð á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fer í Reykjavík 13. mars n.k.
Skrifstofustjóra var falið að tilkynna um þátttöku frá Borgarbyggð.
3. Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
Framlagt fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem fram fer í Reykjavík 13. mars n.k.
Samþykkt að Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
4. Samstarf sveitarfélaga á sunnanverðu Vesturlandi
Framlögð endurskoðuð drög að samkomulagi sveitarfélaga á sunnanverðu Vesturlandi um samstarf. Drögin eru unnin af bæjarráði Akraneskaupstaðar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kynna aðilum samkomulagsins áherslur byggðarráðs.
5. Almenningssamgöngur
Rætt um almenningssamgöngur.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við fulltrúa Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar um þjónustu Strætó bs.
6. Nytjagámur
Framlögð kostnaðaráætlun um nytjagám á gámastöðinni í Borgarnesi.
Samþykkt að fara ekki í þetta verkefni að sinni.
Rætt var um breytingar á sorphirðumálum og var framkvæmdasviði falið að gera tillögur sem fela í sér breytta þjónustu en jafnframt verði dregið úr kostnaði.
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að ræða við fulltrúa Umís ehf. um tilboð vegna úttektar á sorpmálum.
7. Brákarey
Framlagt minnisblað frá Kanon arkitektum vegna deiliskipulagsvinnu í Brákarey.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara um verklok.
8. Samgöngumál
Rætt um vegaframkvæmdir í Borgarbyggð árið 2009.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar og þingmönnum norðvesturkjördæmis um málið.
9. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
Framlögð drög að bréfi til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna úthlutunar á aukaframlagi sjóðsins árið 2009.
Samþykkt að óska eftir fundi fulltrúa Jöfnunarsjóðsins og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
10. Orkuveita Reykjavíkur
Framlögð drög að bréfi vegna erindis Umboðsmanns Alþingis til Orkuveitu Reykjavíkur.
Byggðarráð er þeirrar skoðunar að Orkuveita Reykjavíkur eigi að lúta almennum reglum um opinbera stjórnsýslu.
11. Fjárhagsáætlun 2009
Rætt um vinnulag við eftirfylgni með fjárhagsáætlun fyrir árið 2009. Jafnframt rætt um vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.
12. Starfsmannamál
Framlögð drög að starfslýsingum fyrir störf umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa og upplýsinga- og þjónustufulltrúa.
13. Leikskólinn Hraunborg
Framlagðar tillögur leikskólastjóra við leikskólann Hraunborg á Bifröst um sparnað í rekstri skólans.
Fræðslustjóra var falið að vinna áfram að málinu.
14. Brúðulistasetur
Framlögð drög að samningi við Hildi M. Jónsdóttur og Bernt Ogrodnik um brúðulistasetur í húsum sveitarfélagsins í Englendingavík.
15. Brákarsund
Rætt um deiliskipulag í gamla miðbænum í Borgarnesi.
16. Húsnefnd Lyngbrekku
Framlagður tölvupóstur frá Ólöfu Guðmundsdóttir Hundastapa þar sem hún segir sig úr húsnefnd félagsheimilisins Lyngbrekku.
17. Snorrastofa
Rætt um starfsemi Snorrastofu í Reykholti, en að loknum fundi byggðarráðs fundaði ráðið með stjórn Snorrastofu.
18. Framlögð mál
a. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna greiðslu húsaleigubóta og framlags vegna lengdrar viðveru fatlaðra nemenda.
b. Dagskrá landsráðstefnu Staðardagskrár 21 sem haldin verður 20. - 21.03.09.
c. Matsgerð á arðskrá fyrir Langá á Mýrum.
d. Auglýsing sýslumannsins í Borgarnesi á friðlýsingu á æðarvarpi í umdæminu.
Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,40