Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

106. fundur 25. febrúar 2009 kl. 14:27 - 14:27 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 106 Dags : 25.02.2009
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Varafulltrúi: Torfi Jóhannesson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi frá Eiríki Ingólfssyni ehf.
Framlagt bréf frá Eiríki Ingólfssyni ehf. þar sem fyrirtækið skilar inn lóðum að Fjólukletti 9 og 11 í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti innlausn lóðanna.
2. Staðgreiðsluuppgjör fyrir árið 2008
Framlagt staðgreiðsluppgjör fyrir árið 2008.
3. Almenningssamgöngur
Rætt um almenningssamgöngur.
4. Sorpurðun Vesturlands
Framlagt fundarboð á aðalfund Sorpurðunar Vesturlands sem fram fer í Borgarnesi 6. mars n.k.
Samþykkt að Finnbogi Rögnvaldsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
Byggðarráð hvetur til aðhalds í rekstri Sorpurðunar.
5. Fjárhagsáætlun 2009
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og fór yfir rekstur sveitarfélagsins í janúar 2009.
Fjármálastjóra var falið að óska skýringa frá forstöðumönnum varðandi frávik frá áætlun.
6. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Framlagður undirskriftalisti frá starfsmönnum leikskólanna Klettaborgar og Uglukletts þar sem mótmælt er lækkun starfshlutfalls almennra starfsmanna við leikskólana.
Sveitarstjóra var falið að ræða við fulltrúa bréfritara.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að leggja fram yfirlit um breytingar sem gerðar hafa verið á kjörum starfsmanna Borgarbyggðar.
7. Vatnsveitur í Borgarbyggð
Rætt um stöðu mála varðandi vatnsveitur í Borgarbyggð, framkvæmdir og samninga við landeigendur.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að leggja fram drög að samningi við landeiganda á næsta fundi byggðarráðs.
8. Snorrastofa
Rætt um stuðning Borgarbyggðar við rekstur Snorrastofu í Reykholti.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að taka saman minnisblað um málið.
9. Félagsheimili
Rætt um nokkur atriði frá menningarnefnd varðandi félagsheimili sveitarfélagsins.
Ákveðið að ræða málið frekar á næsta fundi byggðarráðs.
10. Minnisblað til félags- og tryggingarmálaráðuneytisins
Framlagt minnisblað Borgarbyggðar, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Reykjanesbæjar, Seltjarnarness, Skorradalshrepps og Eyja- og Miklaholtshrepps til félags- og tryggingarmálaráðuneytisins um uppbyggingu hjúkrunarheimila í viðkomandi sveitarfélögum.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að undirrita minnisblaðið f.h. Borgarbyggðar.
11. Framlögð mál
a. Fundargerð frá fundi í stjórn Faxaflóahafna 13.02.09.
Fleira ekki gert.
 
Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,05.