Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

107. fundur 04. mars 2009 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 107 Dags : 04.03.2009
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Varafulltrúi: Torfi Jóhannesson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Stofnun lóðar
Framlögð beiðni Þorsteins Péturssonar og Guðnýjar Jónsdóttur um stofnun lóðar í landi Mið-Fossa.
Vísað til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar og einnig óskað frekari gagna.
2. Sólbakki 29
Framlögð beiðni S.Ó. húsbygginga ehf. um greiðslu kostnaðar vegna lóðarinnar að Sólbakka 29.
Samþykkt að óska eftir áliti lögmanns Borgarbyggðar á erindinu.
3. Úthlutanir úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
Framlagt yfirlit um úthlutanir úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2009, annarra en tekjujöfnunarframlaga og aukaframlags.
4. Landskipti
Framlögð beiðni um umsögn á landskiptum milli jarðanna Hlöðutúns og Arnarholts í Stafholtstungum.
Framlagt bréf Kristjáns Stefánssonar hrl. dags. 03.03.09 f.h. eins eigenda Arnarholts, þar sem lagst er gegn því að landskiptin verði samþykkt.
Samþykkt að óska eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar og umhverfis- og landbúnaðarnefndar um erindið.
5. Kaupsamningur um Deildartungu
Framlagður kaupsamningur um íbúðarhúsið að Deildartungu.
Kaupsamningurinn var samþykktur.
6. Hvítárbakki
Rætt um húsið að Hvítárbakka.
7. Snorrastofa
Rætt um stuðning Borgarbyggðar við rekstur Snorrastofu í Reykholti.
Lagt fram yfirlit um greiðslur sveitarfélaga og héraðsnefnda til Snorrastofu á undanförnum árum.
Samþykkt að fela menningarnefnd að móta stefnu Borgarbyggðar um rekstur bókasafna í sveitarfélaginu.
Einnig var óskað eftir að fá fulltrúa Borgarbyggðar í stjórn Snorrastofu á fund byggðarráðs.
8. Félagsheimili
Rætt um nokkur atriði frá menningarnefnd varðandi félagsheimili sveitarfélagsins.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera samkomulag við meðeigendur að Lyngbrekku um eignarhald hússins.
Byggðarráð leggur til að innheimta innri leigu félagsheimila verði áfram með svipuðum hætti og verið hefur.
9. Félagsþjónusta
Á fundinn mætti Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri til viðræðna um stöðu mála.
10. Fjárhagsáætlun 2009
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og fór yfir skýringar á frávikum í rekstri stofnana sem forstöðumenn hafa lagt fram.
Framlagt bréf Mandat lögmannsstofu dags. 28.02.’09 f.h. Háskólans á Bifröst og Nemendagarða skólans þar sem afþökkuð er sorphirða frá sveitarfélaginu.
Samþykkt að hafna erindinu og sveitarstjóra falið að ræða við rektor háskólans um málið.
12. Þjónustusamningur við Skorradal
Rætt um mögulegan þjónustusamning við Skorradalshrepp vegna skipulags- og byggingamála.
Samþykkt að óska eftir upplýsinga um stöðu skipulagsmála í Skorradal.
13. Sérstakar húsaleigubætur
Framlögð tillaga félagsmálanefndar um breytingu á reglum um sérstakar húsaleigubætur þannig að þær verði greiddar í félagslegu húsnæði sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkti tillöguna.
14. Landbúnaðarháskólinn
Á fundinn mætti Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri til viðræðna um hugmyndir sem komið hafa fram um sameiningu háskóla.
15. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
16. Almenningssamgöngur
Rætt um almenningssamgöngur.
17. Brákarsund 7
Framlagt minnisblað Alta vegna byggingarleyfis hússins að Brákarsundi 7.
18. Húsnæðismál í Brákarey
Rætt um húsnæðismál í Brákarey.
Framlagt minnisblað framkvæmdasviðs um nýtingu húsnæðisins að Túngötu 27 á Hvanneyri en leikskólinn Andabær hefur nú flutt starfsemi sína úr húsinu.
Einnig var lagt fram bréf formanns foreldrafélags Grunnskóla Borgarfjarðar og deildarstjóra skólans á Hvanneyri um nýtingu húsnæðisins.
20. Brúðulistasetur
Framlögð drög að samning um húsnæði fyrir brúðulistasetur í Borgarnesi.
Sveitarstjóra var falið að vinna áfram að málinu.
21. Vinnuhópar
Rætt um skipan vinnuhópa til skoðunar á rekstri sveitarfélagsins.
22. Framlögð mál
a. Auglýsingar sýslumannsins í Borgarnesi um friðlýsingu æðarvarps.
b. Ályktun ársþings Knattspyrnusambands Íslands um stuðning sveitarfélaga við íþróttastarf.
 
Fleira ekki gert.
 
Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða.
 
Fundi slitið kl. 11,50.