Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 108
Dags : 18.03.2009
Miðvikudaginn 18. mars 2009 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 08.00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Stofnun lóðar
Framlagðar frekari upplýsingar um beiðni Þorsteins Péturssonar og Guðnýjar Jónsdóttur um stofnun lóðar í landi Mið-Fossa.
2. Flugvöllur á Kaldármelum
Framlagt bréf Flugstoða ohf. dags. 25.02.09 um lokun lendingarstaðarins á Kaldármelum.
Sveitarstjóra var falið að afla upplýsinga um framkvæmdir við aðra flugvelli í sveitarfélaginu.
3. Menntaborg ehf.
Framlagt minnisblað frá stjórn Menntaborgar ehf. um rekstur skóla- og menningarhússins að Borgarbraut 54.
Óskað hefur verið eftir fundi með menntamálaráðherra um málefni Menntaborgar.
4. Búfjáreftirlit
Framlagðar fundargerðir frá 6. og 7. fundi búfjáreftirlitsnefndar á svæði 5. Jafnframt framlögð tillaga að gjaldskrá fyrir búfjáreftilit sem og samningur við Búnaðarsamtök Vesturlands um eftirlit, ásamt fleiri gögnum um búfjáreftirlit.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um framlagðan samning um framkvæmdaatriði búfjáreftirlits.
5. Fjárhagsáætlun 2010
Rætt um skipan sveitarstjórnarmanna í vinnuhópa til að fara yfir þjónustu og fjármál Borgarbyggðar og samþykkt að skipa eftirtalda í hópa:
Vinnuhópur um skólamál:
Ingunn Alexandersdóttir, Finnbogi Rögnvaldsson, Finnbogi Leifsson.
Vinnuhópur um fjölskyldumál:
Bjarki Þorsteinsson, Haukur Júlíusson, Jenný Lind Egilsdóttir.
Vinnuhópur um verkefni framkvæmdasviðs:
Torfi Jóhannesson, Þór Þorsteinsson, Sveinbjörn Eyjólfsson.
6. Hvítárbakki
Rætt um húsið að Hvítárbakka.
Byggðarráð lítur þannig á að samningur við Barnaverndarstofu er í fullu gildi. Í ljósi þess að Barnaverndarstofa hefur líst yfir vilja sínum til að losna undan samningnum felst byggðarráð á að skoða möguleika á að selja húsið.
7. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
Rætt um erindi Bjarna Guðjónssonar starfsmanns íþróttamiðstöðvar um leyfi frá störfum í eitt ár vegna náms maka.
Samþykkt að verða við beiðni Bjarna.
8. Brákarsund 7
Framlagt minnisblað frá Loftorku hf. vegna hússins að Brákarsundi 7 í Borgarnesi.
9. Atvinnumál
Á fundinn mættu Pétur Geirsson og Þorsteinn Máni Árnason til viðræðna um atvinnumál í Borgarbyggð.
10. Túngata 27
Rætt um nýtingu hússins að Túngötu 27 á Hvanneyri með hliðsjón af þeim gögnum sem lögð voru fram á síðasta fundi byggðarráðs.
Samþykkt að vísa umfjöllun um nýtingu hússins til vinnuhópa um skólamál og málefni framkvæmdasviðs.
11. Brúðulistasetur
Rætt um brúðulistasetur í Borgarnesi.
12. Körfuboltaakademía
Framlagt bréf frá Körfuboltadeild Skallagríms dags. 05.03.09 þar sem óskað er eftir viðræðum við Borgarbyggð um mögulega stofnun körfuboltaakademíu við Menntaskóla Borgarfjarðar.
Samþykkt að vísa erindinu til tómstundanefndar.
Framlagðir undirskriftarlistar frá íbúum í Borgarbyggð vegna fyrirhugaðrar skerðingar á þjónustu íþróttafræðings við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi.
Byggðarráð tekur undir tillögur tómstundanefndar um breytingar á starfi í íþróttamiðstöð og var sveitarstjóra falið að svara erindinu á heimasíðu Borgarbyggðar.
14. Refa og minkaveiðar
Framlagt bréf frá Þorsteini Þorsteinssyni f.h. Veiðifélags Grímsár og Tunguár dags. 01.03.09 þar sem skorað er á sveitarstjórn að leggja meira fjármagn til minkaveiða í sveitarfélaginu.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að skrifa veiðifélögum í Borgarbyggð um málið.
15. Þjóðvegir í þéttbýli
Framlagt minnisblað frá fundi fulltrúa Vegagerðarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um breytingar á vegaskrá.
Samþykkt að óska frekari upplýsinga um breytingarnar.
16. Staðardagskrá
Rætt um Staðardagskrá 21.
17. Umsókn um breytingu á landheiti
Framlögð umsókn Högna Gunnarssonar um breytingu á landheiti á nafni jarðarinnar Norðurland 1 í Straumur.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við breytinguna.
18. Aðalskipulag
Á fundinn mætti Sigurjón Einarsson verkefnastjóri skipulagsmála og kynnti tillögu að veglínu þjóðvegar 1 við Borgarnes á aðalskipulagi.
Samþykkt var að halda almennan kynningarfund um aðalskipulagið eftir fjórar vikur.
19. Vatnsveita Álftaneshrepps
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs til viðræðna um Vatnsveitu Álftaneshrepps.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að kostnaðarmeta fyrirhugaðar breytingar á veitunni.
20. Útboð á vegum Borgarbyggðar
Forstöðumaður framkvæmdasviðs ræddi um útboð á viðhaldsverkefnum og tjaldsvæðum í Borgarbyggð. Jafnframt rætt um mögulegt útboð á rekstri sundlaugarinnar á Varmalandi.
Samþykkt var að fela framkvæmdasviði að bjóða út rekstur tjaldsvæða í Borgarnesi og Varmalandi ásamt rekstri sundlaugarinnar að Varmalandi.
Rætt um útboð á viðhaldi fasteigna sveitarfélagsins.
Rætt um verðbætur á samningsverk vegna byggingar leikskóla á Hvanneyri.
Rætt um þjónustu við Skorradalshrepp um skipulagsmál og byggingareftirlit og samþykkt að fá fulltrúa Skorradalshrepps á næsta fund byggðarráðs.
21. Framlögð mál
a. Bréf frá Sorpurðun Vesturlands um magntölur sorps og sorpflokka.
b. Bréf frá KSÍ um framkvæmdir við íþróttamannvirki og endurgreiðslu virðisaukaskatts.
c. Afrit af bréfi sveitarstjóra til samgönguráðuneytis vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009
d. Bréf frá Matvælastofnun um viðhald varnargirðinga.
Vísað til næsta fundar byggðarráðs og að þar verði lagðar fram upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu 2009.
e. Samantekt byggingarfulltrúa um fjölda sumarhúsa í Borgarbyggð
f. Bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 04.03.09 um tilnefningar til Frumkvöðuls Vesturlands 2008.
g. Fundargerð frá fundi í stjórn Faxaflóahafna sem fram fór 11.03. 2009.
h. Bréf Umhverfisstofnunar dags. 16.03.09 varðandi raf- og rafeindatækjaúrgang.
Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,45.