Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 109
Dags : 25.03.2009
Miðvikudaginn 25. mars 2009 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 08.00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Styrkveiting frá Húsafriðunarnefnd
Framlagt bréf dagsett 10.03. 2009 frá Húsfriðunarnefnd þar sem tilkynnt er um styrkveitingu til Borgarbyggðar að kr. 1.500.000.- til húsakönnunar.
2. Úrskurður samgönguráðuneytis
Framlagður úrskurður samgönguráðuneytis í stjórnsýslumáli nr. 1/2009, Þór Elmar Þórðarson gegn Borgarbyggð.
Í úrskurðarorðum kemur fram að kærunni er vísað frá. Ekki verður annað séð en að Borgarbyggð hafi farið að lögum við ráðningu sérkennslufulltrúa.
3. Almenningssamgöngur
Framlagt minnisblað sveitarstjóra um almenningssamgöngur, auk þess sem lagðar voru fram niðurstöður úr farþegatalningu sem gerð var dagana 24. febrúar til 2. mars s.l.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við fulltrúa Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um málið.
4. Skólaakstur
Rætt um skólaakstur við grunnskóla í Borgarbyggð, en samningar við skólabílstjóra við Grunnskólann í Borgarnesi og Varmalandsskóla renna út í júní 2009.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við skólabílstjórana um framlengingu á samningunum um eitt ár.
5. Búfjáreftirlit
Rætt um búfjáreftirlit í Borgarbyggð.
6. Tónlistarfræðsla
Framlagt bréf frá Friðriki Aspelund dags. 15.03.09 varðandi kostnað við tónlistarfræðslu.
Á fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2009 er framlag til tónlistarfræðslu eingöngu til reksturs Tónlistarskóla Borgarfjarðar og því verður ekki veittur stuðningur til tónlistarnáms í skólum utan sveitarfélagsins sbr. fyrri samþykktir.
Byggðarráð ítrekar fyrri afstöðu að eðlileg verkaskipting á milli ríkis og sveitarfélaga sé að tónlistarfræðsla á framhaldsskólastigi sé á vegum ríkisins.
Byggðarráð mun funda með menntamálaráðherra n.k. föstudag.
7. Átaksverkefni í skórækt
Framlagt bréf frá Skógræktarfélagi Borgarfjarðar dags. 16.03.09 um átaksverkefni í skógrækt í Borgarbyggð sumarið 2009.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og var sveitarstjóra falið að ræða við Skógræktarfélagið.
8. Unglingalandsmót UMFÍ
Framlagt svar Ungmennafélags Íslands vegna fyrirspurnar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa um úthlutun á unglingalandsmótinu árið 2009.
Sveitarstjóra var falið að svara erindinu. Einnig var sveitarstjóra falið að kynna erindið fyrir Ferðamálasamtökum á Vesturlandi.
Jafnframt var framlagt bréf UMFÍ þar sem auglýst er eftir umsóknum frá áhugasömum mótshöldurum fyrir Unglingalandsmótið árið 2011.
9. Hlíðartún
Framlagt bréf frá menningarfulltrúa og forstöðumanni framkvæmdasviðs varðandi lagfæringu á gömlu húsunum að Hlíðartúni.
Samþykkt að heimila að nota þá fjárveitingu sem fékkst frá Húsafriðunarvernd í lagfæringarnar. Einnig verði athugað hvort þetta verkefni geti fallið undir átaksverkefni í sumar.
10. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Framlagt erindi frá Sýslumanninum í Borgarnesi dags. 23.03.09 þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir veitinga- og skemmtistað við Borgarbraut.
Afgreiðslu frestað þar sem erindið er til umfjöllunar hjá skipulags- og byggingarnefnd.
11. Vinabæjamót í Odsherred í Danmörku
Framlögð drög að dagskrá fyrir vinabæjarmót 29. - 31. maí n.k. í Odsherred í Danmörku.
12. Fjármál Borgarbyggðar
Rætt um eignarhluti Borgarbyggðar í félögum, auk þess sem rætt var um endurskoðun fyrir sveitarfélagið.
Samþykkt að óska eftir viðræðum við forstjóra og stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur.
Samþykkt að óska eftir viðræðum við fulltrúa KPMG-Endurskoðunar um endurskoðun hjá Borgarbyggð.
13. Efnistaka á Ökrum á Mýrum
Framlagt bréf frá Björgu Gunnarsdóttur umhverfisfulltrúa vegna efnistöku úr fjörunni á Ökrum á Mýrum.
Umhverfisfulltrúa falið að vinna áfram að málinu.
14. Starfsmannamál
Sveitarstjóri sagði frá að Ásgerður Ólafsdóttir hefur tekið að sér skólastjórn í Grunnskóla Borgarfjarðar út þetta skólaár. Aldís Eiríksdóttir verður aðstoðarskólastjóri við skólann til sama tíma.
15. Framkvæmdir við fráveitu í Borgarnesi
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs og ræddi framkvæmdir við fráveitu í Borgarnesi og sérstaklega í Brákarey, auk þess sem farið var yfir mögulegar breytingar á götum og gangstéttum frá húsi nr. 54 að nr.61 við Borgarbraut.
16. Verðbætur á samningsverk
Framlagt bréf verktaka varðandi verðbætur á verksamninga. Forstöðumaður framkvæmdasviðs fór yfir verðbætur á samningsverk hjá Borgarbyggð.
Byggðarráð fellst ekki á kröfu verktakans um verðbætur.
17. Viðræður við Skorradalshrepp
Á fundinn mættu Davíð Pétursson og Pétur Davíðsson, fulltrúar Skorradalshrepps, til viðræðna um skipulags- og byggingarmál.
Einnig var rætt um búfjáreftirlit á svæðinu.
18. Framlögð mál
a. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu þar sem ráðstefna Menningarland 2009 er kynnt.
b. Bréf frá samtökum forstöðumanna sundstaða á Íslandi dags. 13.03.09 .
Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,50.