Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

111. fundur 08. apríl 2009 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 111 Dags : 08.04.2009
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð.
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Brúðulistasetur
Framlagt minnisblað um fasteignir Borgarbyggðar í Englendingavík.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga til viðræðna við Bernt Ogrodnik og Hildi M. Jónsdóttur um mögulega sölu á fasteignum Borgarbyggðar í Englendingavík.
Sveinbjörn sat hjá við afgreiðslu og óskaði eftir að fasteignirnar verði auglýstar til sölu.
2. Skúlagata 10 Borgarnesi
Framlagt minnisblað frá sveitarstjóra um uppgjör við Sólorku ehf. vegna hússins að Skúlagötu 10 í Borgarnesi, auk þess rætt um fasteign Sólorku ehf. við Hrafnaklett í Borgarnesi.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að vinna áfram að málinu.
3. Orkuveita Reykjavíkur
Framlögð fundargerð frá eigendafundi í Orkuveitu Reykjavíkur sem fram fór 31. mars s.l.
Sveinbjörn lagði fram svohljóðandi bókun:
"Rétt er að vekja athygli á því að laun fyrir setu í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur er ekki í neinu samræmi við laun sem Borgarbyggð greiðir.
Laun fyrir stjórnarsetu í OR eru 112.500 kr á mán.
Laun fyrir setu í sveitarstjórn Borgarbyggðar eru 83.460 kr. á mán.
Laun fyrir setu í byggðarráði eru 98.635 kr. á mán.
Með vísan í ofanritað tel ég eðlilegt að Borgarbyggð leggi til að stjórnarlaun í OR lækki verulega."
4. Aðalfundur Menningarráðs Vesturlands
Rætt um aðalfund Menningarráðs Vesturlands og samþykkt að Jónína Erna Arnardóttir verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
Byggðarráð ítrekaði fyrri bókun sína að rétt sé að draga úr rekstrarkostnaði Menningarráðsins.
5. Fjárhagsáætlun 2009
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og lagði fram skýringar vegna frávika á rekstri miðað við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar á tveimur fyrstu mánuðum ársins 2009. Jafnframt var framlagður tölvupóstur frá framkvæmdstjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna hagræðingaraðgerða sveitarfélaga.
6. Reykholt
Framlagt minnisblað frá sveitarstjóra vegna gatnagerðar við Hallveigartröð í Reykholti.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og óskað eftir frekari upplýsingum um kostnað við gatnagerðina.
7. Refa og minkaveiði
Framlagt bréf frá Guðbrandi Brynjúlfssyni formanni Veiðifélags Álftár á Mýrum dags. 31.03.09 um fjárveitingar til meindýravarna.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara bréfinu.
8. Landskipti
Framlagt bréf frá Dagbjarti Arilíussyni f.h. Bílasölunnar Geisla, þar sem óskað er eftir landskiptum á lóð fyrirtækisins á Seleyri í Borgarbyggð.
Afgreiðslu frestað og var erindinu vísað til umfjöllunar vinnuhóps um aðalskipulag.
9. Öryggisgæsla
Framlagt minnisblað frá skrifstofustjóra og verkefnisstjóra eignasjóðs um öryggisgæslu.
10. Brákarsund 7
Rætt um fasteignina að Brákarsundi 7 í Borgarnesi.
11. Almenningssamgöngur
Framlagt minnisblað sveitarstjóra um fund með fulltrúum Strætó bs., Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um almenningssamgöngur.
12. Niðurfelling svæðisskipulags
Rætt var um niðurfellingu svæðisskipulags Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar.
Auk þess var rætt um mögulegan þjónustusamning við Skorradalshrepp um skipulags- og byggingarmál.
13. Þjóðlendumál
Rætt um samning um lögfræðiþjónustu vegna þjóðlendumála.
Samþykkt að fresta ráðningu lögmanns að svo stöddu.
14. Verðbætur á verksamninga
Framlagt erindi frá Samtökum iðnaðarins f.h. verktaka er unnið hafa að mannvirkjagerð í Borgarbyggð um verðbætur á verksamninga.
Samþykkt að hafna kröfum um verðbætur á verksamninga.
15. Ársreikningur 2008
Á fundinn mættu Halldór Hróar Sigurðsson og Oddur G. Jónsson frá KPMG hf. og lögðu fram drög að ársreikningi fyrir árið 2008.
Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og Anna Ólafsdóttiraðalbókari sátu fundinn meðan þessi liður var ræddur.
16. Endurskoðun hjá Borgarbyggð
Rætt var við Halldór Hróar og Odd um endurskoðun hjá sveitarfélaginu.
17. Tröllasöguvettvangur
Framlagður tölvupóstur frá Steinari Berg dags. 31.03.09 varðandi hugmynd að gönguhring þar sem fólki gefst tækifæri að upplifa sögu, náttúru, tröll, örnefni og Borgarfjörð.
Byggðarráð fagnar hugmynd og framtaki Steinars.
18. Aðalfundur Veiðifélagsins Hvítár
Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélagsins Hvítár sem haldinn verður 16. apríl 2009.
Samþykkt að Ingibjörg Daníelsdóttir verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
19. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Framlagt erindi frá Sýslumanninum í Borgarnesi dags. 23.03.09 þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir veitinga- og skemmtistað við Borgarbraut en afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta fundi byggðarráðs.
Fyrir liggur umsögn skipulags- og byggingarnefndar.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að veita umsögn um umsóknina.
20. Fráveituframkvæmdir
Rætt um fráveituframkvæmdir í Borgarnesi sem nú standa yfir.
21. Sparisjóður Mýrasýslu
Rætt um málefni Sparisjóðs Mýrasýslu.
22. Kjörskrá vegna alþingiskosninga
Framlögð var kjörskrá Borgarbyggðar vegna alþingiskosninga sem fram fara 25. apríl n.k. Á kjörskrá eru 2.583.
23. Niðurfelling krafna
Samþykkt var að fella niður útistandandi kröfur að upphæð kr. 2.354.826 skv. lista, en lögfræðingur telur að fullreynt sé með innheimtu á kröfunum.
Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 13,30.