Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

112. fundur 22. apríl 2009 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 112 Dags : 22.04.2009
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð.
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Brúðulistasetur
Sveitarstjóri sagði frá viðræðum við Bernt Ogrodnik og Hildi M. Jónsdóttur um kaup þeirra á fasteignum Borgarbyggðar í Englendingavík.
Samþykkt með 2 atkv að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu. SE sat hjá.
2. Hvítárbakki
Framlagt mat á söluverði fasteignar sveitarfélagsins að Hvítárbakka.
Samþykkt að auglýsa húsið til sölu og óska eftir tilboðum.
3. Fjallskil
Framlögð skýrsla milliþinganefndar búnaðarþings um fjallskil.
Samþykkt að vísa skýrslunni til fjallskilanefndar.
Samþykkt að skipa fulltrúa í vinnuhóp til að vinna að gerð nýrrar fjallskilareglugerðar fyrir Borgarbyggð, Skorradalshrepp, Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstað.
4. Þjóðlendumál
Framlagt bréf dagsett 07.04. 2009 frá Búnaðarsamtökum Vesturlands þar sem kynnt er staða mála varðandi samstarfsverkefni um þjóðlendumál.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Búnaðarsamtakanna um málið.
5. Fasteignagjöld á flugskýli
Framlagt erindi frá Flugklúbbnum Kára í Borgarnesi þar sem krafist er leiðréttingar á álagningu fasteignagjalda á flugskýli á Kárastaðaflugvelli.
Einnig var framlagt erindi frá flugíþróttafélaginu Flygli dags. 21.04.09 þar sem krafist leiðréttingar á álagningu fasteignagjalda á flugskýli við flugvöllinn á Stóra-Kroppi.
Samþykkt að afla upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum um álagningu.
6. Aðalfundur Veiðifélags Langár
Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Langár sem fram fer 2. maí n.k.
Samþykkt að Einar Ole Pedersen og Ingibjörg Daníelsdóttir verði fulltrúar Borgarbyggðar á fundinum.
7. Umsókn um lögbýli
Framlagt bréf frá Magnúsi Magnússyni og Andreu Magnúsdóttur þar sem óskað er eftir umsagnar sveitarfélagins varðandi að lóðinni Hamraendar 198400 verði breytt í lögbýli.
Samþykkt að óska eftir umsögn um erindið frá Búnaðarsamtökum Vesturlands.
8. Yfirlit yfir umsagnir skipulags- og bygginganefndar
Framlagt yfirlit yfir umsagnir skipulags- og bygginganefndar sem veittar voru á fundi nefndarinnar 7. apríl s.l. vegna erinda frá byggðarráði.
Erindin hafa verið tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar og afgreidd þar.
9. Aðalfundur Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi
Framlagt fundarboð á aðalfund DAB sem fram fer 28. apríl n.k.
10. Bréf frá kjörnum skoðunarmönnum sveitarfélagsins
Framlagt bréf frá kjörnum skoðunarmönnum Borgarbyggðar þar sem þeir afsala sér laun fyrir störf við endurskoðun ársreikninga Borgarbyggðar árið 2008.
Byggðarráð þakkar skoðunarmönnum fyrir þeirra framlag.
11. Gámastöð í Reykholtsdal
Framlögð tillaga framkvæmdasviðs að staðsetningu gámastöðvar í Reykholtsdal.
SE lýsti efasemdum um staðsetningu gámasvæðis.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að skoða málið betur.
12. Sérverkefni í Safnahúsi
Framlagt minnisblað frá forstöðumanni Safnahúss vegna sérverkefna í húsinu sem greitt verður af sjóði í eigu Listasafnsins.
Samþykkt að heimila að nota kr. 1.000.000 af sjóðunum í þessi verkefni.
13. Sérfræðiþjónusta Borgarbyggðar
Framlagt minnisblað frá starfsmönnum sérfræðiþjónustu Borgarbyggðar um kaup á þjónustu ýmissa utanaðkomandi sérfræðinga.
Samþykkt að vísa minnisblaðinu til vinnuhóps sveitarstjórnar um fjárhagslegar aðgerðir sem fjallar um skólamál.
14. Fjárhagsáætlun 2010
Rætt um verkefni vinnuhópa varðandi frekara aðhald í rekstri sveitarfélagsins árið 2010.
15. Atvinnumál
Rætt um atvinnumál.
Á fundinn mætti Halldór Gunnarsson félagsráðgjafi og kynnti tillögur vinnuhóps um vinnumarkaðsaðgerðir í Borgarbyggð sumarið 2009.
Samþykkt að vísa tillögunum til umsagnar atvinnu- og markaðsnefndar.
16. Félagslegar íbúðir
Á fundinn mættu Jökull Helgason og Kristján F. Kristjánsson til viðræðna um viðhald félagslegra íbúða.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að endurskoða viðhaldsáætlun eignasjóðs og félagslegra íbúða og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.
17. Gamli miðbærinn
Á fundinn mætti Kjartan Ragnarsson til viðræðna um gamla miðbæinn í Borgarnesi og klasaverkefni um ferðaþjónustu.
18. Arnarklettur 4
Framlagt tilboð í íbúðina að Arnarkletti 4 sem auglýst var til sölu fyrir nokkru.
Samþykkt að taka tilboðinu.
19. Námsráðgjafi
Samþykkt að leggja niður þjónustu námsráðgjafa við grunnskólana í Borgarbyggð í samræmi við fjárhagsáætlun.
20. Eftirlit með hundahaldi í þéttbýli
Framlögð fyrirspurn frá íbúa um eftirlit með banni við hundahaldi í Borgarnesi.
Einnig var lagt fram bréf umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa þar sem farið er fram á heimild til að endurskipuleggja gæludýraeftirlit.
Samþykkt að heimila að gæludýraeftirlitið verði endurskipulagt og umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa falið að svara bréfi íbúans.
21. Mötuneyti við skóla
Rætt um rekstur mötuneyta við grunn- og leikskóla í Borgarbyggð.
22. Framlögð mál
a. Fundargerð frá fundi í stjórn Fjölbrautaskóla Vesturlands 01. apríl 2009. Jafnframt framlögð skýrsla um starfsemi skólans árið 2008.
Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,35.