Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

113. fundur 29. apríl 2009 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 113 Dags : 29.04.2009
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð.
Eftirfarandi var tekið fyrir:
Lögð fram fundargerð afréttarnefndar Þverárréttarupprekstrar dags. 02.04.’09 ásamt drögum að eftirtöldum samningum:
· Milli Borgarbyggðar og eiganda Hermundarstaða varðandi girðingu í landi Hermundarstaða.
· Milli Borgarbyggðar og eiganda Högnastaða um leigu á landi fyrir Þverárrétt.
· Milli Borgarbyggðar og eigenda Grænumýrartungu um leigu á landi til sumarbeitar fyrir sauðfé.
Byggðarráð samþykkti samninginn um girðingu í landi Hermundarstaða en hinum tveimur samningunum var vísað til fjallskilanefndar og óskað eftir að litið verði til laga um afréttarmál og fjallskil varðandi land undir réttir í öllu sveitarfélaginu.
2. Bréf Péturs Geirssonar
Framlagt bréf Péturs Geirssonar dags. 20.04.’09 þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup á fjárrétt í Brákarey.
Byggðarráð hafnaði erindinu. Fyrir liggur að mannvirkið er í vegi fyrir fráveitumannvirkjum sem leggja á í sumar. Jafnframt er gert ráð fyrir að húsið víki í drögum að deiliskipulagi fyrir svæðið. Því er ekki talið rétt að selja húsið.
3. Bréf Veiðifélags Arnarvatnsheiðar
Framlagt bréf Veiðifélags Arnarvatnsheiðar dags. 23.04.’09 þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup eða leigu á leitarmannaskálunum við Úlfsvatn og Álftárkrók.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við fulltrúa Veiðifélagsins um leigu á húsunum.
4. Bréf dagmóður í Reykholtsdal
Framlagt bréf dagmóður í Reykholtsdal dags. 20.04.’09 varðandi framkvæmd á þjónustusamningi um vistun barns hjá dagforeldri.
Samþykkt að greiða dagmóðurinni skv. núgildandi samningi.
Fræðslunefnd falið að fara yfir reglur um greiðslur til dagforeldra.
5. Faxaflóahafnir
Framlögð fundargerð stjórnar Faxaflóahafna dags. 17.04.’09 ásamt endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2009.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við fjárhagsáætlunina.
6. Bréf Fasteignaskrár
Framlagt bréf frá Fasteignaskrá Íslands dags. 20.04.’09 þar sem tilkynnt er um breytta skráningu á eiganda félagsheimilisins Lindartungu.
Byggðarráð lítur svo á að fasteignin sé ekki að fullu í eigu Borgarbyggðar og var framkvæmdasviði falið að koma því á framfæri við Fasteignaskrá.
7. Tillögur vinnuhópa
Rætt um tillögur vinnuhópa sveitarstjórnarmanna vegna fjárhagslegra aðgerða.
8. Bréf Kvenfélagasambands Snæfells og Hnappadalssýslu
Framlagt bréf Kvenfélagasambands Snæfells og Hnappadalssýslu dags. 15.04.’09 þar sem farið er fram á styrk vegna landsþings Kvenfélagasambands Íslands sem haldið verður í Stykkishólmi í júní.
Byggðarráð hafnaði erindinu.
9. Bréf Hagsmunasamtaka heimilanna
Framlagt bréf Hagsmunasamtaka heimilanna dags. 11.04.’09 þar sem farið er fram á fjárhagslegan stuðning.
Byggðarráð hafnaði erindinu.
10. Samningur við Snorrastofu
Framlagður samningur við Snorrastofu um framlag vegna þróunar og rekstrar 2009 og 2010.
Samþykkt að vísa samningnum til sveitarstjórnar.
11. Brúðulistasetur
Rætt um sölu á fasteignum Borgarbyggðar í Englendingavík til Fígúru ehf.
Samþykkt með 2 atkv. að heimila sveitarstjóra að ganga frá samningi við Fígúru skv. framlögðum drögum og framkvæmdasviði var falið að ganga frá nýjum lóðasamningum. SE sat hjá við afgreiðslu.
12. Framkvæmdir
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs til viðræðna um framkvæmdir í sveitarfélaginu.
Einnig kynnti hann útboð á viðhaldi fasteigna Borgarbyggðar.
13. Almenningssamgöngur
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri en hún sat fund ásamt fulltrúum Hvalfjarðarsveitar og Akraness með Vegagerðinni um almenningssamgöngur. Einnig hittu þau fulltrúa Reykjavíkurborgar varðandi málið.
Framlagt var minnisblað frá fundunum.
Samþykkt að segja upp samningi við Strætó bs. frá og með 01. maí 2009.
Sveitarstjóra var falið að vera í samráði við Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstað varðandi uppsögnina.
14. Fjórðungsmót hestamanna
Framlögð beiðni Fjórðungsmóts hestamanna á Kaldármelum um birtingu auglýsinga vegna mótsins.
Samþykkt að hafna beiðninni.
Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,40.