Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 114
Dags : 06.05.2009
Björn Bjarki Þorsteinsson Sveinbjörn Eyjólfsson
Miðvikudaginn 6. maí 2009 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 08.00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð.
Eftirfarandi var tekið fyrir:
Framlagt fundarboð á aðalfund Faxaflóahafna sf. sem fram fer í Sjóminjasafninu í Reykjavík 20. maí n.k. Jafnframt greindi sveitarstjóri frá fyrirhuguðum stjórnarfundi Faxaflóahafna sem fram fer í Borgarnesi 8. maí n.k.
Samþykkt að sveitarstjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar á aðalfundinum.
2. Fréttablaðið
Framlagt bréf dagsett 24.04. 2009 frá Pósthúsinu ehf. þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið endurskoði afstöðu sína og heimili uppsetningu Frétttablaðskassa í Borgarnesi.
Byggðarráð samþykkti að leyfa uppsetningu kassanna til reynslu í 6 mánuði.
3. Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar
Framlagt bréf dagsett 28.04. 2009 frá Landlínum ehf. þar sem kynnt er tillaga að aðaskipulagi fyrir Hvalfjarðarsveit.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
4. Sorphirðugjald og hreinsun rotþróa
Framlagt bréf dagsett 29.04. 2009 frá Jenna R. Ólasyni þar sem óskað er eftir að niðurfellingu á innheimtu gjalda vegna rotþróarhreinsunar og sorphirðu við sumarhúsið að Kvistási 6 í Borgarbyggð.
Samþykkt að hafna erindinu.
5. Breytingar á varnarlínum á milli sóttvarnarsvæða
Framlagt bréf dagsett 28.04. 2009 frá Matvælastofnun þar sem kynnt er tillaga að breytingu á varnarlínum á milli sóttvarnarsvæða.
Samþykkt að óska eftir fresti til að svara erindinu og því vísað til fjallskilanefndar og umhverfis- og landbúnaðarnefndar ásamt fjallskilanefndum á viðkomandi svæðum.
6. Ferðasumarið 2009
Framlagt bréf dagsett 01.05. 2009 frá Markaðastofu Vesturlands um aðstöðu til móttöku ferðamanna.
7. Tillögur vinnuhópa
Rætt um tillögur vinnuhópa sveitarstjórnarmanna vegna fjárhagslegra aðgerða.
Samþykkt var að ræða við Kristján Fredriksen um að framlengja um eitt ár samning um rekstur mötuneytis við Varmalandsskóla.
Samþykkt að ræða við skólabílstjóra við Grunnskólann í Borgarnesi og Varmalandsskóla um framlengingu á samningum um eitt ár.
Samþykkt að ræða við Eyja- og Miklaholtshrepp um rekstur Laugagerðisskóla og óskað eftir að framsetning ársreiknings verði með sama hætti og annarra grunnskóla sem Borgarbyggð rekur.
Samþykkt að kostnaðarmeta samrekstur mötuneyta við leikskólann Andabæ og Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands um kostnaðarþátttöku Borgarbyggðar í rekstri skólans.
8. Bréf starfsmanna Grunnskólans í Borgarnesi
Framlagt bréf 12 starfsmanna Grunnskólans í Borgarnesi dags. 30.04.09 þar sem mótmælt er lækkun starfshlutfalls almennra starfsmanna við skólann.
9. “Styrkvegir”
Framlagt bréf frá Húsaborg félagi eigenda frístundahúsa í landi Stóra-Fjalls og Túns dags. 07.04.09 þar sem óskað er eftir stuðningi til að bæta ástand vegar að hverfinu. Jafnframt framlagt svar Vegagerðarinnar við bréfi sveitarstjóra þar sem sótt var um stuðning til viðhalds vega í sveitarfélaginu.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara Húsaborg og erindinu vísað til umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
10. Hallveigartröð í Reykholti
Framlagt minnisblað sveitarstjóra um gatnagerð við Hallveigartröð í Reykholti. Jafnframt framlögð kostnaðaráætlun framkvæmdasviðs við frágang götunar og upplýsingar frá Reykholtsstað ehf. um kostnað við gerð götunar.
Sveitarstjóri greindi frá fundi sem haldinn var með íbúum 4. maí s.l.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og m.a. óska eftir fundi með Prestsetrasjóði um málið.
11. Brúðulistasetur
Framlagður samningur við Fígúru ehf. um kaup á fasteignum sveitarfélagsins að Skúlagötu 17 í Borgarnesi.
Samningurinn var samþykktur með 2 atkv. SE sat hjá við afgreiðslu.
12. Afmæli Borgarneskirkju
Rætt um 50 ára afmæli Borgarneskirkju sem haldið verður hátíðlegt 17. maí n.k.
13. Grunnskóli Borgarfjarðar
Rætt um skólahald í Grunnskóla Borgarfjarðar og ráðningu skólastjóra við skólann.
Sveitarstjóri lagði til að Ásgerður Ólafsdóttir verði ráðin í tímabundið starf skólastjóra við skólann með hliðsjón af grein 14.2 í kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að óska umsagnar fræðslunefndar um tillöguna.
SE sat hjá við afgreiðslu.
14. Orkuveita Reykjavíkur
Á fundinn mættu Hjörleifur Kvaran forstóri og Guðlaugur Sverrisson stjórnarformaður OR til viðræðna um fyrirtækið og verkefni þess í Borgarbyggð.
15. Átaksverkefni í atvinnumálum
Framlögð umsögn atvinnu- og markaðsnefndar um atvinnuátak í Borgarbyggð.
Lögð fram drög að niðurstöðum könnunar sem SSV þróun og ráðgjöf, Símenntunarmiðstöð Vesturlands og Vinnumálastofnun á Vesturlandi gerðu um stöðu framhaldsskólanema á Vesturlandi varðandi sumarvinnu 2009.
Samþykkt að veita kr. 3.000.000 í atvinnuátaksverkefni sumarið 2009 og var vinnuhópi um verkefnið falið að gera tillögur um skiptingu fjárhæðarinnar á milli verkefna.
16. Umhverfismál
Rætt um umhirðu opinna svæða og garðslátt.
Fram kemur í fjárhagsáætlun 2009 að eldri borgurum og öryrkjum stendur ekki til boða garðsláttur á vegum sveitarfélagsins eins og verið hefur.
Sveitarstjóra falið að kynna breyttar áherslur í fréttabréfi og fyrir eldri borgara ráði.
17. Samráðsfundur sveitarfélaga
Framlagt fundarboð á samráðsfund sveitarfélaga um efnahagsvandann sem haldinn verður 13. maí n.k. í Reykjavík.
18. Skipulagsmál við Skúlagötu
Framlagt bréf Pacta lögmannsstofu dags. 29.04.09 varðandi málefni eigenda Skúlagötu 7 í Borgarnesi um skipulagsmál á svæðinu.
Samþykkt að fela lögmanni Borgarbyggðar að svara erindinu.
19. Fasteignaskattur á flugskýli
Fyrir var tekin beiðni um lækkun fasteignaskatts á flugskýli sem frestað var á 112. fundi byggðarráðs.
Samþykkt að álagning fasteignaskatts skuli vera óbreytt og var sveitarstjóra falið að kynna málið fyrir hlutaðeigandi.
20. Vatnsból í landi Breiðabólstaðar
Framlögð beiðni Menntamálaráðuneytisins dags. 30.04.09 um viðræður við Borgarbyggð að sveitarfélagið taki þátt í greiðslum til eigenda vatnsbóls að Breiðabólsstað vegna afnota.
Samþykkt að skoða málið áfram.
21. Tilboð í rekstur tjaldsvæða
Framlögð tilboð sem bárust í rekstur tjaldsvæða í Borgarbyggð sem opnuð voru 05. maí s.l.
Þrjú tilboð bárust í rekstur tjaldsvæðisins í Borgarnesi en ekkert í rekstur tjaldsvæðisins á Varmalandi og rekstur sundlaugarinnar að Varmalandi.
Í rekstur tjaldsvæðisins í Borgarnesi buðu Guðmundur Hall Ólafsson, HS-verktak og Farfuglaheimilið Borgarnesi.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að ræða við Farfuglaheimilið Borgarnesi um samning um reksturinn.
22. Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands
Framlagt fundarboð á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem haldinn verður 13. maí n.k. að Hótel Búðum í Staðarsveit.
Samþykkt að Finnbogi Rögnvaldsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
23. Sparisjóður Mýrasýslu
Samþykkt var að ítreka við viðskiptanefnd Alþingis fyrri samþykkt sveitarstjórnar um að málefni Sparisjóðs Mýrasýslu verði tekin með þegar skoðuð verða málefni annarra banka og fjármálastofnana.
Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og samþykkt .
Fundi slitið kl.12,45.