Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 116
Dags : 27.05.2009
Björn Bjarki Þorsteinsson Sveinbjörn Eyjólfsson
Miðvikudaginn 27. maí 2009 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 08.00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð.
Eftirfarandi var tekið fyrir:
Framlagt bréf frá umhverfisráðuneytinu þar sem Borgarbyggð er veitt undanþága frá aðalskipulagsskyldu þar sem aðstæður knýja ekki á gerð aðalskipulags. Undanþágan gildir til 31. desember 2009.
Samþykkt að senda erindið til vinnuhóps sem vinnur að gerð aðalskipulags.
2. Leikskólinn Andabær á Hvanneyri
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðurmaður framkvæmdasviðs til viðræðna um uppgjör vegna framkvæmda við leikskólann Andabæ á Hvanneyri.
Samþykkt að fela Jökli að halda áfram viðræðum við verktakann.
3. Flutningur á íbúðargámum
Framlagt kostnaðarmat frá framkvæmdasviði varðandi kostnað við að flytja íbúðargáma frá leikskólanum Hraunborg á Bifröst og staðsetja þá við íþróttasvæðið í Borgarnesi.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að ræða við umf. Skallagrím um málið.
4. Geymslurými fyrir Safnahúsið
Framlagt minnisblað menningarfulltrúa frá fundi með Gagnavörslunni ehf. sem fram fór mánudaginn 25 maí s.l.
5. Atvinnumál
Á fundinn mættu Kristján Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri Eðalfisks og Óli Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri Loftorku til viðræðna um atvinnumál.
6. Grunnskóli Borgarfjarðar
Framlagt minnisblað skólastjóra um rekstur skólans árið 2009.
Byggðarráð samþykkti tillögu skólastjóra um fyrirkomulag rekstrarins og þar með að 5. bekkur verði áfram á Hvanneyri næsta skólaár.
7. Reglugerð um dagvistun
Framlögð endurskoðuð reglugerð um dagvistun barna í heinahúsum.
Byggðarráð samþykkti reglugerðina.
8. Fjárhagsáætlun 2010
Rætt um störf vinnuhópa varðandi hagræðingaraðgerðir fyrir árið 2010.
Eftirfarandi var samþykkt:
Fara í viðræður við Gámaþjónustuna um lækkun kostnaðar við sorphirðu.
Endurskoða staðsetningu gámastöðva í dreifbýli.
Draga úr kostnaði við rekstur Skallagrímsgarðs og Einkunna. Sveitarstjóra falið að leggja fram greinargerð á næsta fundi.
Draga úr kostnaði við auglýsingu á skipulagstillögum.
Draga úr kostnaði við endurbætur á rektorsbústað og lóð við Hraunborg um 3 milljónir á árinu 2009.
Draga úr kostnaði við stígagerð um 3,5 milljónir á árinu 2009.
Draga úr kostnaði við gámasvæðið við Grímsstaði um 1 milljón á árinu 2009.
Auglýsa til sölu gamla leikskólahúsið við Túngötu á Hvanneyri.
Sveitarstjóra var falið að ganga til samninga við Fjöliðjuna um kaup eða leigu á húsnæði fyrir starfsemina.
Sveitarstjóra var falið að leggja fram yfirlit um samninga um þjónustukaup sem í gildi eru.
Sveitarstjóra var falið að leggja fram yfirlit um starfsemi bókasafna þ.m.t. skólabókasafna.
Sveitarstjóra var falið að leggja fram yfirlit um lóðamál félagsheimila sem eru í rekstri Borgarbyggðar.
Félagsmálastjóra var falið að leggja fram tillögur um aðhald í rekstri félagsþjónustunnar.
Sameina leikskólann á Varmalandi og Varmalandsskóla.
Fá yfirlit um kostnað við rekstur leikskólans Hraunborgar.
Fá yfirlit um stöðu á stuðningskennslu það sem af er árinu.
Hækka leikskólagjöld um 3% frá og með 1. júlí 2009.
Sveitarstjóra falið að leggja fram greinargerð að sameiningu mötuneyta skólastofnana í samráði við viðkomandi aðila.
9. Menntaborg ehf.
Rætt um stöðu Menntaborgar ehf.
10. Umsókn um lögbýli
Fyrir var tekið bréf frá Magnúsi Magnússyni og Andreu Magnúsdóttur þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagins varðandi að lóðinni Hamraendar 198400 verði breytt í lögbýli. Erindið var áður tekið fyrir á 112. fundi byggðarráðs.
Framlögð var umsögn frá Búnaðarsamtökum Vesturlands um erindið.
Byggðarráð tekur undir sjónarmið Búnaðarsamtakanna og telur ekki forsendur til að stofna lögbýli á viðkomandi lóð.
11. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Framlagt bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 20.05.09 þar sem tilkynnt er að Eftirlitsnefndin gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2009.
12. Hagsmunafélög sumarhúsaeigenda
Framlagt bréf stjórnar Hagsmunafélags sumarhúsaeigenda í landi Munaðarness dags. 12.05.09 varðandi sameiginlega fundi sveitarstjórnar og félaga sumarhúsaeigenda.
Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 25.05.09 ársamt drögum að nýjum reglum um skólaakstur.
Vísað til fræðslunefndar.
14. Málefni Heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi
Rætt um málefni Heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi og var samþykkt að óska eftir viðræðum við heilbrigðisráðherra um málið.
15. Framlögð mál
a. Fundargerð frá fundi í Ungmennaráði Borgarbyggðar
b. Samþykktir frá 69. Íþróttaþingi ÍSÍ
c. Tilkynning frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um úthlutun framlags vegna sérþarfa fatlaðara nemenda árið 2009.
d. Fundargerð frá fundi í stjórn Faxaflóahafna sem fram fór 8. maí s.l.
Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl.11,35.