Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

117. fundur 03. júní 2009 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 117 Dags : 03.06.2009
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveinbjörn Eyjólfsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð.
Eftirfarandi var tekið fyrir:
Framlagt erindi frá Inga Tryggvasyni formanni rekstrarfélags Reiðhallarinnar Vindási þar sem hann óskar eftir aðkomu sveitarfélagsins að rekstri hallarinnar.
Vísað til tómstundanefndar.
2. Erindi frá 9. bekk Varmalandsskóla
Framlagt erindi frá 9.bekk Varmalandsskóla þar sem óskað er eftir stuðningi vegna skólaferðar til Danmerkur.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
3. Neðri bærinn í Borgarnesi
Framlagt erindi frá Neðribæjarsamtökunum í Borgarnesi þar sem óskað er eftir samræðu og samráði við sveitarfélagið um framtíð neðribæjarins í Borgarnesi.
Byggðarráð fagnar því frumkvæði sem samtökin sýna.
4. Akrar
Framlögð stefna frá Magnús Tómassyni Ökrum III Borgarbyggð þar sem hann stefnir sveitarfélaginu vegna útgáfu byggingarleyfis til handa Einari Oddssyni.
Samþykkt að fela Inga Tryggvasyni hdl. að gæta hagsmuna Borgarbyggðar í málinu.
5. Forðagæsla
Rætt um forðagæslu í Borgarbyggð.
Samþykkt að óska eftir minnisblaði frá umhverfis- og dreifbýlisfulltrúa og honum jafnframt falið að kalla saman til fundar þá aðila sem koma að forðagæslu í Borgarbyggð.
6. Fjárhagsáætlun 2010
Rætt um störf vinnuhópa varðandi hagræðingaraðgerðir fyrir árið 2010.
Samþykkt að óska eftir upplýsingum um stöðu á lánasafni og greiðslustöðu sveitarfélagsins.
7. Menntaborg ehf.
Rætt um stöðu Menntaborgar ehf.
Bjarki vék af fundi.
8. Framkvæmda og umhverfismál
Á fundinn mættu Jökull Helgasonforstöðumaður framkvæmdasviðs og Björg Gunnarsdóttirumhverfis- og landbúnaðarfulltrúi til viðræðna um fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir í umhverfis-, sorphirðu- og framkvæmdamálum.
9. Leikskólinn Hraunborg
Á fundinn mætti Ásþór Ragnarsson fræðslustjóri og sagði frá fundi sem hann og fjármálastjóri áttu með fulltrúum Hjallastefnunnar um rekstur leikskólans Hraunborgar.
Fræðslustjóra falið að vinna áfram að málinu.
10. Framlögð mál
a. Fundargerð frá fundi í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur 15.05.09.
Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl.10,40.