Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

118. fundur 16. júní 2009 kl. 10:07 - 10:07 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 118 Dags : 16.06.2009
FUNDARGERÐ
118. byggðarráðsfundur
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Fjármálastjóri: Linda B. Pálsdóttir sem ritaði fundargerð.
Eftirfarandi var tekið fyrir:
Kosning formanns og varaformanns byggðarráðs.
Sveinbjörn Eyjólfsson kosinn formaður byggðarráðs og Finnbogi Rögnvaldsson kosinn varaformaður byggðarráðs.
2. Frumvarp til vegalaga
Framlögð samþykkt frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna breytinga á veghaldi sem fyrirhugað er að gera í kjölfar nýrra vegalaga. Samþykkt að óska eftir fundi með Vegagerðinni til að fá upplýsingar um hvaða vegi er um að ræða og hvert ástand þeirra er. Jafnframt var samþykkt að málið verði unnið í samráði við skipulags- og byggingarnefnd og umhverfis- og landbúnaðarnefnd.
3. Erindi frá ferðasjóði 9. bekkjar Grunnskólans í Borgarnesi
Framlagt erindi frá ferðasjóði 9. bekkjar í Grunnskólanum í Borgarnesi þar sem óskað er stuðnings vegna skólaferðar. Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
4. Breyting á sumarhúsalóð í íbúðarhúsalóð
Framlag erindi frá Magnúsi Magnússyni og Andreu Magnúsdóttur þar sem óskað er eftir að breyta lóðinni 198400 sem stofnuð var úr landi Hamraenda í Borgarbyggð í íbúðarhúsalóð. Byggðarráð samþykkir erindið.
5. Ályktun frá Brúarþingi
Framlögð ályktun frá Brúarþingi, ársfundi um verkefnið Borgarfjarðarbrúin, þar sem skorað er á sveitarstjórn Borgarbyggðar að endurskoða áður ákveðnar breytingar á þjónustu námsráðgjafa. Byggðarráð stendur við fyrri ákvörðun í málinu.
6. Menntaborg ehf.
Rætt um stöðu Menntaborgar ehf.
7. Lóðir undir akstursíþróttir við Vallarás og Vesturás
Framlögð grunnmynd að sameinuðum lóðum nr. 16 og 18 við Vallarás og tveimur lóðum við Vesturás undir akstursíþróttir. Framkvæmdasviði falið að vinna áfram að málinu.
8. Leikskólinn Hraunborg
Framlagður viðauki við samning við Hjallastefnuna ehf. um áframhaldandi rekstur leikskólans Hraunborgar á Bifröst. Byggðarráð samþykkir viðaukann.
9. Viðhald gatna í Borgarnesi
Framlagt minnisblað frá fundi fulltrúa Borgarbyggðar og Orkuveitu Reykjavíkur um viðhald gatna og gangstétta sem og kostnaðarskiptingu viðhaldsverkefna sem eru tilkomin vegna framkvæmda við fráveitu í Borgarnesi. Framkvæmdasviði falið að ganga til samninga við Orkuveitu Reykjavíkur á forsendum framlagðs minnisblaðs með fyrirvara um einingarverð á gangstéttum og kostnaðarskiptingu vegna gatna.
10. Minnisblað vegna erindis Snorrastofu um fasteignaskatt
Framlagt minnisblað frá skrifstofustjóra um erindi Snorrastofu um niðurfellingu á fasteignaskatti. Samþykkt að kynna Snorrastofu álit lögmanns.
11. Kauptilboð
Framlagt kauptilboð í íbúðina að Arnarkletti 16 í Borgarnesi. Byggðarráð samþykkir kauptilboðið.
12. Atvinnumál
Rætt um stöðu atvinnumála í sveitarfélaginu. Samkvæmt síðustu tölum frá Vinnumálastofnun hefur dregið úr atvinnuleysi í sveitarfélaginu.
13. Fjárhagsáætlun 2009
Framlagt yfirlit um rekstrarstöðu Borgarbyggðar eftir fyrstu fjóra mánuði ársins 2009. Fjármálastjóri fór yfir stöðu sveitarfélagsins fyrstu fjóra mánuðina. Jafnframt var lagt fram yfirlit um lánasafn sveitarfélagsins.
14. Fjárhagsáætlun 2010
Rætt um undirbúning að fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.
15. Orkuveita Reykjavíkur
Á fundinn mættu fulltrúar frá Orkuveitu Reykjavíkur, Hjörleifur Kvaran, Hildur Ingvarsdóttir og Páll Erland til viðræðna um breytingar á framkvæmdaáætlun við fráveituframkvæmdir í sveitarfélaginu.
16. Vatnsveita Álftaneshrepps
Forstöðumaður framkvæmdasviðs lagði fram tillögu að aðgerðaráætlun 2009 fyrir veituna. Byggðarráð samþykkir að fela forstöðumanni að kynna tillöguna fyrir notendum veitunnar. Jafnframt heimilar byggðarráð lagfæringu á efra vatnsbóli og mælavæðingu skv. tillögunni.
17. Erindi frá sveitarstjórn
a. Geitland við Langjökul
Framkvæmdasviði falið að fara yfir skipulagsmál á svæðinu.
b. Samþykkt um búfjárhald
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd falið að skila greinargerð um málið.
c. Fjallhús og skálar, hér undir drög að samningi við Veiðifélag Arnavatnsheiðar
Samningsdrögin lögð fram og sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samráði við fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar.
18. Umsókn um stöðuleyfi
Framlögð umsókn frá Veiðifélagi Borgarness um stöðuleyfi fyrir veiðikofa við Hlíðarvatn í Borgarbyggð. Umsóknin samþykkt.
Sveitarstjóri sagði frá fundi með foreldrafélagi Grunnskólans í Borgarnesi.
20. Vinnuhópur um stefnumótun Orkuveitu Reykjavíkur
Samþykkt að Finnbogi Rögnvaldsson verði fulltrúi Borgarbyggðar í vinnuhópi um stefnumótun Orkuveitu Reykjavíkur.
21. Framlögð mál
a. Tilkynning frá Skorradalshreppi um áheyrnarfulltrúa í nefndum.
b. Rafrænar kosningar, tilraunaverkefni
c. Fundargerð frá fundi stjórnar Faxaflóahafna 05.06. 2009
Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10:20