Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

120. fundur 01. júlí 2009 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 120 Dags : 01.07.2009
Mætt voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Björn Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð.
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Menntaborg ehf.
Rætt um stöðu Menntaborgar ehf.
2. Lóðir undir akstursíþróttir við Vallarás og Vesturás
Framlögð tillaga frá framkvæmdsviði um úthlutun lóða til Hlauparans ehf. undir akstursíþróttasvæði.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að senda erindi til Skipulagsstofnunar um hvort heimilt sé að setja akstursíþróttasvæði á Vallarás.
3. Viðhald gatna í Borgarnesi
Rætt um viðræður við Orkuveitu Reykjavíkur um kostnaðarskiptingu viðhaldsverkefna sem eru tilkomin vegna framkvæmda við fráveitu í Borgarnesi.
Samþykkt að ekki verði farið í heildaryfirlögn á Berugötu í tengslum við fráveituframkvæmdir.
4. Auglýsingaskilti við Dalsmynni
Framlagt erindi frá Dalabyggð dags. 16.06.09 þar sem óskað er eftir að fá heimild til að setja upp auglýsingaskilti á gamla skólahúsið í Dalsmynni.
Samþykkt að heimila uppsetningu skiltisins á gafl hússins.
5. Aðalskipulag Borgarbyggðar
Framlagt bréf dagsett 18.06. 2009 frá Húnþingi vestra þar sem gerð er athugasemd við tillögu að aðalskipulagi Borgarbyggðar.
Samþykkt að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar og vinnuhóps um aðalskipulag.
6. Aðalfundur SSV
Framlagt fundarboð á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fram fer í Reykholti 27.- 28. ágúst n.k.
7. Vorskoðun búfjáreftirlits
Rætt um búfjárfjölda í Borgarbyggð eftir vorskoðun búfjáreftirlits.
8. Bréf Menntamálaráðuneytisins
Framlagt bréf Menntamálaráðuneytisins dags. 18.05.09 þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði við leigugreiðslur á vatnsbóli í landi Breiðabólstaðar.
Samþykkt að fela skrifstofustjóra að gera samkomulag við ráðuneytið um þátttöku Borgarbyggðar í greiðslunum.
9. Erindi um aukna sérfræðiþjónustu
Framlagt erindi starfsmanna í leik- og grunnskólum í Borgarnesi varðandi aukna sérfræðiþjónustu.
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu.
10. Samningur um upprekstur
Framlagður samningur milli fjallskilanefndar Oddstaðaréttar, fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar og ábúenda á Hrísum um upprekstur fjár frá Hrísum á afrétt Lunddælinga og Andkílinga.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
11. Eignir í Brákarey
Framlagt erindi frá framkvæmdasviði um hreinsun úr sláturhúsinu í Brákarey.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að sjá um að verkið verði unnið.
Kostnaður við verkið færist á viðhald fasteigna.
12. Atvinnumál
Rætt um atvinnumál í Borgarbyggð.
13. Viðhorf íbúa til skólamála
Á fundinn mætti Guðlaugur Óskarsson og kynnti skýrslu um viðhorf íbúa í Borgarbyggð og Sveitarfélaginu Skagafirði til skólamála og þjónustu sveitarfélaganna.
Könnunin náði til íbúa í dreifbýli og háskólaþorpum sveitarfélaganna.
14. Vinnuhópur um fræðslumál
Samþykkt að skipa Finnboga Leifsson, Finnboga Rögnvaldsson og Snorra Sigurðsson fulltrúa í vinnuhóp um fræðslumál. Þeirra varamenn verða Jenný Lind Egilsdóttir, Þór Þorsteinsson og Björn Bjarki Þorsteinsson.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að gera erindisbréf fyrir vinnuhópinn.
15. Hagræðing í rekstri
Rætt um aðgerðir sveitarstjórnar í að draga úr rekstrarkostnaði sveitarfélagins.
16. Ályktun um samgöngumál
Svohljóðandi ályktun um samgöngumál var samþykkt samhljóða:
"Byggðaráð Borgarbyggðar hvetur ríkisstjórnina til að vanda sérstaklega til stefnumótunar í samgöngumálum. Byggðaráð telur forgangsatriði að gera áætlun um lagningu bundins slitlags á núverandi malarvegi. Benda má á að breytt atvinnuþátttaka, akstur skólabarna og aðrar breytingar í þjóðfélaginu gera þessar umbætur á vegakerfinu nauðsynlegar.
Jafnframt þarf að leggja áherslu á að það fé sem varið er til endurbóta vega og vegalagningar nú nýtist sem best til atvinnusköpunar."
17. Önnur mál
a. Tilkynning um undirbúning viðbragðsáætlana vegna inflúensufaraldurs.
b. Samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðugleikasáttmála milli ríkisstjórnar Íslands, sambandsins og aðila vinnumarkaðarins sem undirritaður var 25. júní s.l.
Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,45.