Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

126. fundur 26. ágúst 2009 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 126 Dags : 26.08.2009
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Erindi vegna sumarhúsalóða
Framlagt erindi frá Bárði Sveinbjörnssyni vegna lóða undir sumarhús í landi Syðri-Hraundals.
Samþykkt að óska eftir umsögn framkvæmdasviðs um deiliskipulag í Syðri-Hraundal.
2. Almenningssamgöngur
Rætt um almenningssamgöngur.
3. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
4. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2010
Lögð var fram tekjuáætlun fyrir árið 2010 og þróunaráætlanir frá nokkrum stofnunum sveitarfélagsins.
5. Lóðir undir fjárhús
Framlögð fyrirspurn frá Einari Óskarssyni vegna lóða undir fjárhús í nágrenni Borgarness.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar umhverfis- og landbúnaðarnefndar og skipulags- og bygginganefndar.
6. Snorrastofa
Rætt um málefni Snorrastofu.
Á fundinn mættu Sóley Sigurþórsdóttir og Davíð Pétursson stjórnarmenn í Snorrastofu. Einnig var framlagt minnisblað frá Birni Bjarnasyni stjórnarmanni.
Samþykkt var að óska eftir því við stjórnarmenn Borgarbyggðar að þeir hafi forgöngu að því að stjórnin vinni drög að nýrri skipulagsskrá fyrir Snorrastofu.
7. Fólkvangurinn í Einkunum
Framlögð til kynningar stjórnsýslukæra umsjónarnefndar fólkvangsins í Einkunnum til umhverfisráðherra vegna ákvörðunar Umhverfisstofnunar.
8. Oddsstaðarétt
Rætt um ástand Oddsstaðaréttar.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að láta gera nauðsynlegar úrbætur svo hægt sé að nota réttina í haust.
9. Lausaganga búfjár
Framlagt erindi dagsett 21.08. 2009 frá Logos lögmannsþjónustu vegna lausagöngu búfjár í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela Inga Tryggvasyni hdl. að svara erindinu.
10. Framlögð mál
a. Fundargerð frá fundi í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur 14.08.´09
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl.10,55.