Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

128. fundur 15. september 2009 kl. 20:00 - 20:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 128 Dags : 15.09.2009
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Stofnun lóðar
Framlagt erindi dagsett 04.09. 2009 frá Magnúsi Magnússyni þar sem óskað er eftir að stofna 5000 fm. lóð í landi Birkihlíðar í Reykholtsdal.
Samþykkt að heimila að lóðin verði stofnuð.
2. Landskipti
Framlagt erindi dagsett 03.09. 2009 frá Lúmex og Félagi sumarhúsaeigenda að Kolstöðum um skiptingu jarðarinnar að Kolstöðum í Hvítársíðu.
Samþykkt að óska umsagnar skipulags- og byggingarnefndar og umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
3. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
4. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2010
Rætt um skiptingu tekna á málaflokka og fyrirhugaðar fjárfestingar á árinu 2010.
5. Endurbætur á gatnamótum þjóðvegar 1 og Sólbakka
Framlögð áskorun frá fulltrúum fyrirtækja við “efri” Sólbakka í Borgarnesi um breikkun gatnamóta Sólbakka og þjóðvegar 1 við Borgarnes.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar um málið.
6. Vegamál
Framlögð ályktun frá aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um vegamál.
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar um málið.
7. Menntaborg
Rætt um viðræður við fjármála- og menntamálaráðuneyti sem og Íslandsbanka vegna Menntaborgar ehf.
8. Erindi vegna Kárastaða
Framlagt erindi vegna Kárastaða í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við aðila málsins.
9. Niðurfelling svæðisskipulags
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði vegna niðurfellingar svæðisskipulags fyrir Borgarfjörð norðan Skarðsheiðar.
Samþykkt að skipa samvinnunefnd um svæðisskipulagið. Í nefndinni verða Jenný Lind Egilsdóttir og Torfi Jóhannesson en Finnbogi Rögnvaldsson og Sigríður G. Bjarnadóttir til vara.
10. Erindi S.Ó. húsbygginga
Rætt um kröfu S.Ó. húsbygginga um greiðslu kostnaðar við hönnun á húsi á lóð við Sólbakka.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að leggja fram minnisblað á næsta fundi byggðarráðs.
11. Skólamál
Rætt um verkefni vinnuhóps um skólamál, en hópurinn hefur verið að störfum s.l. mánuð.
12. Atvinnumál
Rætt um samvinnu við Greenstone ehf. um uppbyggingu netþjónabús í Borgarbyggð.
13. Samþykkt um búfjárhald
Framlagðar umsagnir fjallskilanefndar Borgarbyggðar og vinnuhóps umhverfis- og landbúnaðarnefndar um samþykkt um búfjarhald.
Samþykkt að skipa vinnuhóp til að endurskoða fjallskilareglugerðir. Í vinnuhópnum verða Finnbogi Leifsson, Ólafur Jóhannesson og Kristján F. Axelsson.
14. Skipulagsmál
Framlögð fyrirspurn frá fyrirtæki um lóðir í Borgarnesi.
Ekki liggur fyrir skipulag á umræddu svæði og því ekki hægt að verða við beiðninni.
15. Framlögð mál
a. Fundargerð frá fundi í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var 31.08.09.
b. Fundargerð frá aðalfundi Bifur ehf. sem haldinn var 03.09.09.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 22,00.