Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

129. fundur 23. september 2009 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 129 Dags : 23.09.2009
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2010
Rætt um skiptingu tekna á málaflokka og fyrirhugaðar fjárfestingar á árinu 2010.
2. Netþjónabú
Framlögð endurskoðuð drög að viljayfirlýsingu við Greenstone um uppbyggingu netþjónabús í Borgarbyggð.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga frá viljayfirlýsingunni.
3. Fyrirspurn um lóð
Framlögð fyrirspurn frá Sverri Jóhannssyni um lóð undir gróðurhús.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að ræða við bréfritara.
4. S.Ó – húsbyggingar
Framlagt minnisblað frá sveitarstjóra um lóðaúthlutun til S.Ó.-húsbygginga.
Byggðarráð staðfesti fyrri bókun um afgreiðslu málsins sem gerð var á 127. fundi.
5. Tjaldsvæði í eigu Borgarbyggðar
Framlagt minnisblað frá forstöðumanni framkvæmdasviðs um rekstur tjaldsvæða í eigu Borgarbyggðar.
Samþykkt að leita eftir framlengingu á samningum um rekstur tjaldsvæðis í Borgarnesi.
6. Húsaleiga á íbúðum í eigu Borgarbyggðar
Framlagt minnisblað skrifstofustjóra um húsaleigu í íbúðum í eigu Borgarbyggðar.
Samþykkt að óska eftir frekari útreikningum.
7. Atvinnumál
Rætt um atvinnumál í Borgarbyggð.
Á fundinn mætti Bernhard Bernhardsson útibússtjóri Kaupþings í Borgarnesi
8. Samgöngumál
Á fundinn mætti Magnús V. Jóhannsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi til viðræðna um viðhald vega og framkvæmdir í vegamálum í Borgarbyggð.
9. Menntaborg ehf.
Rætt um Menntaborg ehf.
10. Félagsþjónusta
Rætt um flutninga á málefnum fatlaðra frá ríkis til sveitarfélaga.
Samþykkt að beina því til félagsmálanefndar að skila greinargerð til byggðarráðs um flutning á verkefninu sem stefnt er á að verði árið 2011.
11. Viðhald félagslegra íbúða
Framlagt erindi verkefnastjóra framkvæmdasviðs um aukið framlag til viðhalds á félagslegum íbúðum.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar
12. Framlögð mál
a. Ályktanir frá landsþingi Kvenfélagasamband Íslands
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,30.