Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

130. fundur 30. september 2009 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 130 Dags : 30.09.2009
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2010
Rætt um skiptingu tekna á málaflokka og fyrirhugaðar fjárfestingar á árinu 2010.
Skiptingin var samþykkt og verður kynnt fyrir forstöðumönnum til frekari úrvinnslu.
2. Skólamál
Á fundinn mættu Lindu Björk Pálsdóttir fjármálastjóri og Ásthildur Magnúsdóttirfræðslustjóri til viðræðna um skólamál.
3. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál og þær breytingar sem gerðar hafa verið á launakjörum starfsmanna.
4. Stofnun lóða
Framlagður samningur um stofnun lóðar í landi Hrísa í Flókadal. Auk þess framlagður samningur um stofnun lóðar í landi Laugabæjar.
Samþykkt að vísa samningunum til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.
5. Nágrannavarsla
Framlagt bréf frá Forvarnarhúsinu um nágrannavörslu.
Byggðarráð lýsir yfir ánægju með verkefnið.
6. Fundarboð
Framlagt fundarboð á félagsfund í Veiðifélagi Langár sem fram fer 1. október n.k.
Samþykkt að Einar Ole Pedersen og Ingibjörg Daníelsdóttir verði fulltrúar Borgarbyggðar á fundinum.
7. Atvinnumál
Á fundinn mætti Ólafur Sveinsson frá SSV-Þróun og ráðgjöf til viðræðna um atvinnumál.
8. Menntaborg ehf.
Rætt um Menntaborg ehf.
9. Viðhald félagslegra íbúða
Á fundinn mættu Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri og Kristján F. Kristjánsson verkefnisstjóri eignasjóðs til viðræðna um félagslegar íbúðir í eigu Borgarbyggðar.
Samþykkt að óska eftir greinargerð frá framkvæmdasviði um breytta nýtingu á efstu hæð Borgarbrautar 65a.
Samþykkt að heimila að setja á sölu félagslega íbúð í Hrafnakletti.
Samþykkt að heimila að 2.7 millj. kr. af söluhagnaði félagslegra íbúða á árinu 2009 verði notað í viðhald félagslegra íbúða og 1,2 milljónir í önnur þjónustukaup.
10. Heimsókn til Fjárlaganefndar
Rætt um heimsókn byggðarráðs til fjárlaganefndar Alþingis.
11. Húsaleiga
Framlögð gögn frá skrifstofustjóra vegna húsaleigu á íbúðum í eigu Borgarbyggðar.
Samþykkt að fermetraleiga verði í þremur þrepum eftir stærðum íbúðanna.
12. Skipulagsmál í Skorradal
Framlögð erindi frá skipulagsfulltrúa Skorradalshrepps vegna breytinga á svæðisskipulagi.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við erindin.
13. Framlögð mál
a. Bréf Bandalags íslenskra leikfélaga dags. 10.09.09 um húsnæði fyrir sumarstarf Leiklistarskóla Bandalagsins.
b. Tilkynning Sorpurðunar Vesturlands um gjaldskrárbreytingu sem gildir frá 01.10.09.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,15.