Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 131
Dags : 07.10.2009
Miðvikudaginn 07. október 2009 kom byggðarráð Borgarbyggðar saman til fundar kl. 08:00 að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2010
Rætt um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2010.
Samþykkt að fara í heimsóknir stofnanir miðvikudaginn 14. október.
2. Skólamál
Rætt um skólamál.
3. Sorpmál
Á fundinn mættu Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs og Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi.
Rætt um svæðisáætlun fyrir meðhöndlun úrgangs 2009 – 2020.
Rætt um væntanlegt útboð á sorphreinsun í Borgarbyggð.
4. Erindi frá Ferðaklúbbnum 4x4
Framlagt erindi frá Ferðaklúbbnum 4x4 þar sem farið er fram á fund með sveitarstjórn til að fara yfir mælingar á slóðum ofan hálendislínu sem klúbburinn hefur staðið fyrir.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að ræða við bréfritara.
5. Umhverfisþing
Framlagt bréf umhverfisráðherra um Umhverfisþing sem haldið verður 9. – 10. október 2009. Sérstaklega er vænst þátttöku frá sveitarfélögum og þátttöku ungs fólks.
Vísað til umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
6. Samráðshópur um forvarnir
Framlögð fundargerð frá fundi Samráðshóps um forvarnir í Borgarbyggð sem haldinn var 17. september 2009.
7. Menningarráð Vesturlands
Framlögð fundargerð 33. fundar Menningarráðs Vesturlands sem haldinn var 24. ágúst s.l.
8. Fjölbrautaskóli Vesturlands
Framlögð fundargerð frá fundi skólanefndar Fjölbrautaskóla Vesturlands sem haldinn var 23. september s.l.
9. Skólaþing sveitarfélaga
Framlögð tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga um Skólaþing sveitarfélaga sem haldið verður 2. nóvember 2009.
Vísað til fræðslunefndar.
10. Veiðiátak um útrýmingu minks
Framlagt bréf Umhverfisráðuneytisins dags. 24.09.’09 þar sem ítrekuð er beiðni um að Borgarbyggð styrki átaksverkefni um útrýmingu minks.
Ekki eru forsendur til að taka þátt í þessu verkefni.
11. Eldvarnarátak 2009
Framlögð umsókn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um styrk vegna Eldvarnaátaksins 2009.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
12. Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga
Framlagt bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 01.10.’09 varðandi fjárhagslega stöðu Borgarbyggðar.
Samþykkt að fela skrifstofustjóra að svara bréfinu.
13. Atvinnumál
Á fundinn mættu Ólafur Sveinsson og Vífill Karlsson frá Atvinnuráðgjöf Vesturlands til viðræðna um atvinnumál.
14. Umsókn um stofnun lóðar
Á fundinn mætti Baldur Tómasson byggingarfulltrúi.
Framlögð beiðni Jóns H. Þórarinssonar um stofnun nýrrar lóðar við Markholt í landi Galtarholts í Borgarbyggð.
Samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar hjá skipulags- og byggingarnefnd.
15. Vinnuhópur um aðalskipulag
Framlögð fundargerð frá fundi vinnuhóps um aðalskipulag sem haldinn var 01.10.’09.
16. Afgreiðslur frá skipulags- og byggingarnefnd
Lagðar voru fram eftirfarandi afgreiðslur skipulags- og byggingarnefndar á erindum sem byggðarráð hefur vísað til hennar:
a) Stofnun lóðar fyrir fjárhús að Hrísum.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.
b) Landskipti að Kolsstöðum.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.
Byggðarráð samþykkti landskiptin.
c) Stofnun lóðar fyrir sumarhús í landi Laugabæjar
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.
17. Undirskriftarlistar vegna skerðingar á þjónustu leikskóla
Lagðir voru fram undirskriftalistar frá forráðamönnum barna í leikskólum Borgarbyggðar þar sem lýst er yfir óánægju með skerðingu á þjónustu leikskólanna.
Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2010.
18. Framlögð mál
a. Framlögð ályktun Barnaheilla til ríkisstjórnar og sveitarfélaga dags. 01.10.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,40