Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

132. fundur 21. október 2009 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 132 Dags : 21.10.2009
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2010
Rætt um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2010.
2. Skólamál
Framlögð skýrsla vinnuhóps um skólamál, en í skýrslunni er bent á ýmsar leiðir varðandi hagræðingu í málaflokknum.
3. Málefni bókasafna í Borgarbyggð
Framlagt minnisblað frá vinnuhópi um sameiningu hérðasbókasafnsins og bókasafns Grunnskólans í Borgarnesi. Auk þess rætt um samstarf bókasafna við grunnskóla utan Borgarness.
4. Umsókn um stofnun lóða
Framlögð umsókn frá Jóni Páli Blöndal Sigurðssyni og Sigfúsi Blöndal Sigurðssyni um stofnun tveggja frístundahúsalóða, 6000 m² hvor, í landi Stafholtseyjar í Borgarbyggð.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar.
5. Aðalskipulag
Framlögð umsögn Skipulagsstofnunar um tillögu að aðalskipulagi fyrir Borgarbyggð. Jafnframt er fundargerð vinnuhóps um aðalskipulag framlögð. Fundargerð vinnuhópsins var rædd á fundi sveitarstjórnar 15.10. 2009 og samþykkti sveitarstjórn að vísa til byggðarráðs 2 lið a, sem er um athugasemdir varðandi ákvæði um fjölda íbúðarhúsa og frístundahúsa á lögbýlum.
Byggðarráð samþykkti svohljóðandi tillögu:
"Á lögbýli sem er undir 20 ha að stærð mega vera 2 hús (frístunda eða íbúðar).
Á lögbýli sem er 20 -100 ha mega vera 4 hús (frístunda eða íbúðar).
Á lögbýli sem er yfir 100 ha mega vera 7 hús (hámark 4 íbúðar og hámark 4 frístunda).
Ef á lögbýlinu fer fram umfangsmikil landbúnaðarstarfsemi er heimilt að
byggja þar fleiri íbúðarhús en ofangreind tafla tilgreinir, að því gefnu
að uppbyggingin sé talin nauðsynleg fyrir viðkomandi rekstur."
6. Kaupsamningur
Framlagður kaupsamningur við eigendur Bjargs í Borgarbyggð um kaup á 152 m² spildu úr landi Bjargs vegna fráveituframkvæmda.
Á fundinn mætti Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
Jafnframt kynnti Jökull framkvæmdir við lóð og umhverfi leikskólans Andabæjar.
7. Menntaborg
Rætt um stöðu viðræðna vegna Menntaborgar ehf.
8. Umsögn um jarða- og ábúðalög
Framlagt bréf Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis dags. 08.10.09 þar sem farið er fram á umsögn vegna endurskoðunar á jarða- og ábúðarlögum.
Vísað til umhverfis- og landbúnaðarnefndar og skipulags- og byggingarnefndar.
Byggðarráð áskilur sér rétt til að svara bréfinu síðar en sá frestur sem gefinn er upp, segir til um.
9. Erindi frá sveitarstjórn
Á 49. fundi sveitarstjórnar var eftirtöldum málum úr fundargerð umhverfis- og landbúnaðarnefndar vísað til byggðarráðs;
2. lið, aðgerðir vegna óskráðra gæludýra.
Byggðarráð samþykkti að þar sé eingöngu verið að ræða um gæludýr í þéttbýli.
10. lið, sorphirða.
Samþykkt að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2010.
Jafnframt var eftirfarandi máli frá skipulags- og byggingarnefnd vísað til byggðarráðs
2. lið, Bifröst Hamragarðar 1.
Fram kom að Háskólinn á Bifröst hefur dregið umsókn sína til baka.
10. Sorphirða á Bifröst
Sveitarstjóri greindi frá viðræðum við Háskólann á Bifröst um sorphirðu á Bifröst.
11. Tryggingar
Framlagt minnisblað skrifstofustjóra um tryggingar Borgarbyggðar.
Samþykkt að segja upp tryggingum sveitarfélagsins og skrifstofustjóra falið að sjá um útboð á tryggingunum.
12. Beitiland
Framlagt bréf frá Ingimundi Ingimundarsyni og Bjarna Traustasyni dags. 07.10.09 þar sem óskað er eftir beitilandi fyrir sauðfé á Kárastöðum.
Samþykkt að óska umsagnar umhverfis- og landbúnaðarnefndar um erindið. Einnig er umhverfis- og landbúnaðarnefnd ásamt skipulags- og byggingarnefnd falið að koma með tillögur um framtíðarnotkun Kárastaðalandsins.
13. Afsláttur á fasteignaskatti
Skrifstofustjóri gerði grein niðurstöðu endurreikninga á afslætti elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignaskatti.
Byggðarráð leggur áherslu á að í gildi eru reglur um afsláttinn og eftir þeim skuli fara.
Einnig er félagsmálanefnd falið að skoða hvort ástæða sé til að gera breytingar á reglunum fyrir næsta ár.
14. Framlögð mál
a. Fundargerð frá fundi í stjórn Faxaflóahafna 12.10.09.
b. Bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands um ágóðahlutagreiðslu
c. Fundargerð frá fundi í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur 18.09.09.
d. Fundargerð frá fundi í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 24.09.09.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,00.