Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

133. fundur 28. október 2009 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 133 Dags : 28.10.2009
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2010
Rætt um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2010.
M.a. var rætt um gjaldskrár, innri leigu, framlög til félaga og framkvæmdir.
2. Skólamál
Rætt um íbúafundi og kynningu á skýrslu vinnuhóps um hagræðingu í skólamálum.
3. Málefni bókasafna í Borgarbyggð
Framlagðir minnispunktar frá skólastjórum grunnskóla utan Borgarness um samstarf um rekstur bókasafna.
4. Borgarbraut 65
Framlagt minnisblað frá framkvæmdasviði um möguleika þess að breyta sal á efstu hæð að Borgarbraut 65 í íbúðir.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að vinna áfram að málinu.
5. Sorpmál
Á fundinn mættu Hreiðar Þór Geirsson og Arngrímur Sverrisson frá Gámaþjónustunni ehf. til viðræðna um sorphreinsun o.fl.
Einnig sátu Jökull Helgason forstöðumaður framkvæmdasviðs og Björg Gunnarsdóttirumhverfis- og landbúnaðarfulltrúi fundinn meðan þessi liður var ræddur.
6. Verksamningur við Mannvit
Framlögð drög að verksamningi við Mannvit um gerð útboðsgagna fyrir Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstað vegna sorpútboðs.
Forstöðumaður framkvæmdasviðs útskýrði drögin.
Samþykkt að leita eftir því að framkvæmdasvið vinni við útboðsgögnin í samvinnu við starfsmenn hinna sveitarfélaganna.
7. Leigusamningur um húsnæði undir slökkvistöð
Framlagður samningur við Landbúnaðarháskóla Íslands um leigu á húsnæði á Hvanneyri undir slökkvistöð.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
8. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál.
9. Aðalfundur Reiðhallarinnar
Aðalfundur Reiðhallarinnar ehf. verður haldinn 28. október 2009.
Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri verður fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
Samþykkt að tilnefna Eirík Ólafsson sem fulltrúa í stjórn félagsins og Jökul Helgason til vara.
10. Lög um aðgerðir vegna banka- og gjaldeyrishrunsins
Rætt um lög um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins sem samþykkt voru á Alþingi.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að kanna hvort lögin gilda fyrir sveitarfélög.
11. Framlögð mál
a. Fundargerð frá fundi í stjórn Faxaflóahafna 20.10.09.
b. Fundargerð samráðsfundar Sambands íslenskra sveitarélaga og aðila vinnumarkaðarins vegna stöðugleikasáttmálans 21.10.’09.
c. Fundargerðir samráðsnefndar ríkis og sveitarfélaga um efnahagsmál 22.09.’09 og 16.10.’09.
d. Fundargerð Jónsmessunefndar 23.09.’09.
 
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,oo