Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

134. fundur 04. nóvember 2009 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 134 Dags : 04.11.2009
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2010
Rætt um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2010.
Stefnt er að því að taka áætlunina til fyrri umræðu á aukafundi sveitarstjórnar 26. nóvember n.k.
2. Skólamál
Á fundinn mætti Ásthildur Magnúsdóttirfræðslustjóri til viðræðna um leik- og grunnskólamál á Varmalandi.
Rætt um þá íbúafundi sem haldnir hafa verið um fræðslumál.
Framlagðar umsagnir og athugasemdir um skýrslu vinnuhóps um hagræðingu í fræðslumálum frá:
Sólrúnu Höllu Bjarnadóttir
Starfsfólki Grunnskólans í Borgarnesi
Halldóru Á. Pálsdóttur og Hjalta R. Benediktssyni
Leikskólastjórum í Borgarbyggð
Björg Bjarnadóttur form. félags leikskólakennara
3. Fjárhagsstaða Borgarbyggðar árið 2009
Framlagt yfirlit um rekstur Borgarbyggðar fyrstu níu mánuði ársins 2009.
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og útskýrði yfirlitið.
4. Stofnun lóða
Framlagðar umsóknir um stofnun lóða í Borgarbyggð.
a) Umsókn frá Ferðaþjónustunni í Húsafelli um stofnun 148 ha landspildu í landi Húsafells 3 undir frístundabyggð.
Jafnframt er óskað eftir að viðkomandi spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun.
Byggðarráð samþykkti að óska eftir umsögn umhverfis- og landbúnaðarnefndar og skipulags- og
byggingarnefndar um erindið.
b) Umsókn frá Guðmundi Þorgilssyni Skiphyl um að landspilda í landi Skiphyls verði gerð að séreign
(íbúðarhúsalóð) og tekin úr landbúnaðarnotkun.
Byggðarráð samþykkti erindið.
5. Slökkvilið Borgarbyggðar
Framlagt erindi frá slökkviliðsstjóra þar sem óskað er eftir fjárveitingu til kaupa á fjarskiptabúnaði fyrir slökkviliðið.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
6. Snorraverkefnið
Framlagt erindi frá Snorraverkefninu þar sem óskað er eftir stuðningi Borgarbyggðar við verkefnið árið 2010.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
7. Sóknaráætlanir
Framlagt minnisblað um sóknaráætlanir ríkisstjónar.
8. Málefni félagsheimila
Framlagt minnisblað frá menningarfulltrúa um málefni félagsheimila.
9. Afgreiðslur frá skipulags- og byggingarnefnd
Framlagðar afgreiðslur skipulags- og byggingarnefndar á erindum sem byggðarráð hefur sent nefndinni til umsagnar:
a) Stofnun tveggja nýrra lóða í landi Galtarholts 3.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.
Byggðarráð samþykkti erindið.
b) Umsögn vegna endurskoðunar á jarða- og ábúðarlögum.
Skipulags- og byggingarnefnd felur forstöðumanni að senda umsögn til byggðarráðs.
c) Stofnun tveggja frístundalóða í landi Stafholtseyjar.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.
Byggðarráð samþykkti erindið.
d) Beiðni um tillögu um framtíðarnotkun Kárastaðalandsins.
Skipulags-og byggingarnefnd samþykkti að vísa erindinu til aðalskipulagshópsins.
10. Endurskoðun vaxta á lánasamningi
Framlagt minnisblað frá fjármálastjóra um endurskoðun vaxta í lánasamningi við Íslandsbanka frá nóvember 2000.
Samþykkt að fela fjármálastjóra að undirrita viðauka við lánssamninginn um að vextir lánsins verði óbreyttir gegn því að endurskoðunardagar vaxta verði 1. mars 2010 og svo á vaxtagjalddögum lánsins.
11. Framlögð mál
a. Fjárhagsáætlun Faxaflóahafna 2010.
b. Sameiginleg hvatning KÍ og Sambands sveitarfélaga um hagnýtingu rannsókna um skólamál.
c. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um úthlutun á aukaframlagi og tekjujöfnunarframlagi 2009.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,45