Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

136. fundur 25. nóvember 2009 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 136 Dags : 25.11.2009
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2010
Rætt um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2010.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við þá aðila sem hafa fengið styrki frá Borgarbyggð, skv. sérstökum samningum, um lækkun styrkjanna.
Nokkrir málaflokkar eru enn yfir þeim ramma sem úthlutað var og var forstöðumönnum þeirra falið að gera tillögu um áætlun sem er innan rammans.
2. Skólamál
Rætt um skólamál.
3. Endurskoðun fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009
Á fundinn mætti Linda B. Pálsdóttir fjármálastjóri og kynnti tillögu að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2009.
Samþykkt að vísa tillögunni til afgreiðslu í sveitarstjórn.
4. Erindi frá Eiríki Ingólfssyni ehf.
Framlagt bréf dagsett 16.11. 2009 frá Eiríki Ingólfssyni ehf. þar sem óskað er eftir að fyrirtækið fái heimild til að skila inn tveimur lóðum á Varmalandi sem fyrirtækið hafði fengið úthlutað.
Byggðarráð samþykkti erindið.
5. Stofnun lóðar
Framlagt bréf frá Guðmundi Kristinssyni Grímsstöðum Reykholtsdal þar sem óskað er eftir heimild til að stofna lóð undir íbúðarhús í landi Grímsstaða.
Byggðarráð samþykkti að heimila lóðin verði stofnuð.
6. Erindi frá Stígamótum
Framlagt erindi frá Stígamótum þar sem óskað er eftir fjárstuðningi vegna starfsemi þeirra á árinu 2010.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.
7. Valfell
Framlagt erindi frá íbúum í fyrrum Borgarhreppi þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarstjórn um leigu á félagsheimilinu Valfelli.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við bréfritara.
Í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á rekstri félagsheimila var samþykkt að fela menningarfulltrúa að boða húsnefndir félagsheimilanna til fundar.
8. Erindi Hjallastefnunnar
Framlagt erindi Hjallastefnunnar dags. 16.11.09 um reiknireglu einingarverðs vegna breyttra forsenda.
Byggðarráð samþykkti að taka tillit til hækkaðs tryggingagjalds í reiknireglunni.
Einnig var framlögð umsókn Hjallastefnunnar um dagmæðraleyfi fyrir leikskólann Hraunborg.
Samþykkt að vísa erindinu til félagsmálastjóra.
9. Framlögð mál
a. Úrskurður frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál.
b. Fundargerð frá félagsfundi í Veiðifélagi Gljúfurár 18.11.09.
c. Ályktun frá 46. sambandsþingi Ungmennafélags Íslands um stuðning sveitarfélaga við íþrótta- og æskulýðsstarf og uppbyggingu íþróttamannvirkja.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12,00.