Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

137. fundur 02. desember 2009 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 137 Dags : 02.12.2009
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2010
Rætt um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2010. Á fundinn mættu Ásthildur Magnúsdóttir til viðræðna um fjárhagsáætlun fræðslumála og Jökull Helgason til viðræðna um málaflokka er heyra undir framkvæmdasvið.
Byggðarráð styður framkomnar hugmyndir um styttingu skóladags í grunnskólum við þær aðstæður sem nú ríkja og leggur áherslu á að ákvörðun verði tekin hið fyrsta þannig að sveitarfélög geti tekið mið af því við gerð fjárhagsáætlunar 2010.
2. Skólamál
Rætt um skólamál.
3. Vatnslögn að Hnoðrabóli
Framlagður tölvupóstur frá framkvæmdasviði vegna vatnslagnar fyrir leikskólann Hnoðraból.
Samþykkt að láta framkvæma verkið.
4. Ályktun frá félagsmálanefnd
Framlögð ályktun félagsmálanefndar um að gæta þurfi jafnfréttissjónarmiða við hagræðingu hjá Borgarbyggð.
5. Fjárhagsáætlun fyrir Menningarsamning Vesturlands
Framlögð fjárhagsáætlun fyrir Menningarsamning Vesturlands.
Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2010.
6. Starfsleyfi fyrir hreinsistöð í Brákarey
Framlagt erindi frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands þar sem kynnt er tillaga að starfsleyfi fyrir hreinsistöð í Brákarey í Borgarnesi.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar og umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
7. Menntaborg
Rætt um stöðu Menntaborgar ehf.
8. Leikskólinn Andabær
Framlagt minnisblað frá fundi með fulltrúum Nýverks ehf. vegna viðræðna um verðbætur við nýbyggingu Andabæjar á Hvanneyri.
Samþykkt að fela framkvæmdasviði að ganga frá samningi um málið.
Bjarki tók ekki þátt í afgreiðslu málsins vegna tengsla við aðila þess.
9. Samningur um samstarf slökkviliða
Framlögð drög að samstarfssamningi við slökkvilið á Vesturlandi.
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningnum.
10. Leigusamningur um hús á Arnarvatnsheiði
Framlagður leigusamningur við Veiðifélag Arnarvatnsheiðar um leigu á húsum við Álftakrók og við Úlfsvatn á Arnarvatnsheiði.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
11. Framlögð mál
a. Fundargerð frá stjórnarfundi í Faxaflóahöfnum sem fram fór 20.11. 2009.
b. Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu dags. 16.11.09 vegna fjölda skóladaga við Grunnskóla Borgarfjarðar.
c. Fundargerð frá fundi í skólanefnd Fjölbrautarskóla Vesturlands 18.11.09.
d. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 23.11.09 vegna endurgreiðslu á VSK vegna slökkvibifreiða.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,20.