Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 138
Dags : 09.12.2009
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2010
Rætt um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2010.
- gjaldskrár
- rekstraráætlun málaflokka
- viðhaldsáætlun eignarsjóðs
- framkvæmdaáætlun
2. Unglingalandsmót
Á fundinn mættu Friðrik Aspelund, Guðmundur Sigurðsson, Veronika Sigurvinsdóttir og Kristján Guðmundsson frá UMSB til viðræðna um möguleika á að UMSB taki að sér að halda unglingalandsmót UMFÍ á næsta ári.
Samþykkt að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, forstöðumanni framkvæmdasviðs og formanni tómstunda- og menningarnefndar að taka saman upplýsingar um hverjar eru skuldbindingar sveitarfélagins bæði hvað varðar keppnisaðstöðu og aðra nauðsynlega aðstöðu sem þarf til að halda slíkt mót.
3. Skólamál
Rætt um skólamál.
Framlögð fyrstu drög að samkomulagi við Eyja- og Miklaholtshrepp um Laugagerðisskóla.
4. Stofnun lóða
Á fundinn mætti Baldur Tómasson byggingafulltrúi.
Framlagt erindi frá Guðmundi Helgasyni í Hvalseyjum þar sem óskað er eftir heimild til að stofna lóð undir einbýlishús og vélageymslu í Hvalseyjum.
Byggðarráð samþykkti að lóðin verði stofnuð.
Framlagt erindi frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu varðandi landsskipti og stofnunar lóðar undir kirkju og kirkjugarð í Álftártungu.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við landsskiptin og samþykkti að lóðin verði stofnuð.
5. Tilboð í gamla leikskólann á Hvanneyri
Framlagt tilboð frá PJ-byggingum í gamla leikskólahúsið á Hvanneyri.
Samþykkt að hafna tilboðinu og framkvæmdasviði falið að kanna hugmyndir að nýtingu.
6. Tilfærsla á þjónustu fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga
Framlagt bréf frá Sambandi sveitarfélaga um tilfærslu á þjónustu fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
7. Erindi frá Gatnamótum ehf.
Framlagt erindi frá Gatnamótum ehf. þar sem spurst er fyrir um lóðamál í Borgarnesi.
Sveitarstjóra falið að skila greinargerð til byggðarráðs um málið.
8. DAB
Rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir við Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi.
Samþykkt að funda með stjórn DAB og fulltrúum Eyja- og Miklaholtshrepps og Skorradalshrepps um málið.
9. Tryggingar
Framlagt minnisblað frá skrifstofustjóra vegna útboðs á tryggingum hjá Borgarbyggð.
Samþykkt að fela skrifstofustjóra ganga til samninga við Sjóvá sem var með hagstæðasta tilboðið.
10. Aðalfundarboð
Framlagt fundarboð á aðalfund Hótel Borgarness sem fram fer 11. desember n.k.
Samþykkt að Finnbogi Rögnvaldsson verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
11. Félagsheimili í Borgarbyggð
Framlagt minnisblað menningarfulltrúa frá fundi sem haldinn var 02.12.09 með fulltrúum íbúa í Borgarhreppi vegna félagsheimilisins Valfells.
Einnig var framlagt minnisblað frá menningarfulltrúa vegna fundar með húsnefndum félagsheimila sem haldinn var 08.12.09.
Sveitarstjóra var falið að vinna áfram að málinu.
12. Erindi frá Fjölbrautarskóla Vesturlands
Framlagt bréf frá FVA dags. 04.12.09 vegna framlags sveitarfélaga til tækjakaupa.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að svara bréfritara.
13. Sorphirða
Framlagt minnisblað frá forstöðumanni framkvæmdasviðs um undirbúning að útboði vegna sorphirðu í Borgarbyggð.
Samþykkt að fara í samstarf með Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit um gerð útboðsgagna á grundvelli hugmynda frá Verkfræðistofunni Mannviti.
Þess verði gætt að halda kostnaði við verkið í lágmarki.
14. Framlögð mál
a. Fundargerð frá stjórnarfundi í Orkuveitu Reykjavíkur sem fram fór 27.11 2009.
b. Bréf til hluthafa í Landskerfi bókasafna dags. 30.11.09 um samþætta leitarvél fyrir Ísland.
c. Fundargerð frá 35. fundi stjórnar Menningarráðs Vesturlands
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11,20.