Byggðarráð Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 139
Dags : 23.12.2009
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2010
Rætt um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2010.
Framlagt minnisblað sveitarstjóra frá fundi með Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Framlögð tillaga að fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2010.
Byggðarráð samþykkti áætlunina.
2. Bifur ehf.
Framlagt kauptilboð Háskólans á Bifröst í eignarhlut Bifurs ehf. í húseigninni Hamragörðum á Bifröst.
Byggðarráð samþykkti tilboðið.
3. Skólamál
Rætt um skólamál.
4. Stofnun lóða
Framlagt erindi dagsett 11.12. 2009 frá Braga Björnssyni hdl. f.h. Guðmundar Guðmundssonar og Önnu Guðmundsdóttir um landskipti jarðarinnar Grjóteyri í Borgarbyggð.
Vísað til umsagnar umhverfis- og landbúnaðarnefndar og skipulags- og byggingarnefndar.
Framlagt erindi dagsett 20.12 2009 frá Guðmundi Eiríkssyni f.h. eigenda að Sturlureykjum um stofnun lóða í landi Sturlureykja.
Vísað til umsagnar umhverfis- og landbúnaðarnefndar og skipulags- og byggingarnefndar.
5. Fjallskilamál
Framlögð kæra frá Jón Höskuldssyni hrl. f.h. eigenda jarðarinnar Kletts vegna álagningar fjallskila.
Samþykkt að óska eftir áliti frá Inga Tryggvasyni hdl. um málið.
Lagt fram minnisblað umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa um fjallskil nokkurra jarða.
Byggðarráð telur að þær reglur sem gilt hafa gildi áfram.
Lagt fram minnisblað frá umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa varðandi ristarhlið við Brúarás.
Byggðarráð telur ekki rétt að halda áfram viðhaldi á ristarhliðinu þar sem varnarlína sem að því lá hefur verið lögð niður.
6. Lögreglusamþykkt fyrir Borgarbyggð
Framlögð endurskoðuð lögreglusamþykkt eftir að tekið hefur verið tillit til athugasemda Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.
Byggðarráð samþykkti breytingarnar.
7. Erindi frá leikskólanum Uglukletti
Framlagt erindi dagsett 16.12. 2009 frá leikskólastjóra við leikskólann Ugluklett í Borgarnesi, þar sem óskað er eftir fjárveitingu vegna sérkennslu nemenda.
Samþykkt að fela fræðslustjóra að vinna áfram að málinu.
8. Bókasafn Ungmennafélags Reykdæla
Framlagt erindi dagsett 16.12. 2009 frá bókasafni Ungmennafélags Reykdæla þar sem óskað er eftir stuðningi til bókakaupa.
Sveitarstjóra var falið að svara bréfritara.
9. Úrskurður frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála
Framlagður úrskurður frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingamála vegna kæru Péturs Kristinssonar hdl. f.h. Ingimundar Grétarssonar vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir gamla miðbæinn í Borgarnesi. Úrskurðarnefnd hafnar kröfu kæranda um ógildingu skipulagsins.
10. Hæstaréttardómur vegna lóðamála
Framlagður dómur Hæstaréttar vegna ágreinings Ingimundar Grétarssonar og Borgarbyggðar um lóðamál við Brákarbraut 11 í Borgarnesi. Dómsorð eru að niðurstaða Héraðsdóms Vesturlands stendur og er áfryjanda gert að greiða Borgarbyggð málskostnað fyrir Hæstarétti.
Fyrir liggur úrskurður Matsnefndar eignarnámsbóta og er sveitarstjóra falið að ljúka málinu.
11. Málefni slökkviliða
Framlagt bréf dagsett 04.12. 2009 frá Akraneskaupstað vegna fyrirspurnar Borgarbyggðar um aukið samstarf slökkviliða. Jafnframt framlagt bréf frá sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar dagsett 09.12. 2009 vegna sama erindis.
12. Starfsendurhæfing
Framlagt bréf dagsett 07.12. 2009 frá undirbúningshópi um stofnun starfsendurhæfingar á Vesturlandi.
Samþykkt að óska eftir umsögn félagsmálanefndar um málið.
13. Samningur við Björgunarsveitina Brák
Framlagður samningur við Björgunarsveitina Brák um umsjón með þrettándabrennu á Seleyri í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti samninginn og verður kostnaður samkvæmt fjárhagsáætlun 2010.
14. Styrkumsókn
Framlagt erindi frá Samtökum foreldrafélaga við grunnskóla Borgarbyggðar þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 150.000.- til starfsemi samtakanna á árinu 2010.
Samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum frá foreldrafélögunum.
15. Þjóðlendumál
Framlagt minnisblað frá Búnaðarsamtökum Vesturlands vegna þjóðlendumála.
Samþykkt að fara fram á að Borgarbyggð greiði eftirstöðvar á næstu tveimur árum.
16. Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald
Tekin fyrir gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í þéttbýli Borgarbyggðar sem sveitarstjórn vísaði til byggðarráðs.
Samþykkt að vísa gjaldskránni til umhverfis- og landbúnaðarnefndar og einnig er nefndinni bent á að athuga hvort breyta eigi samþykktum um hunda- og kattahald í Borgarbyggð.
17. Andabær
Rætt um tilboð sem barst í gamla leikskólann Andabæ.
Samþykkt að gera tilboðshafa gagntilboð.
18. Fjallskilareglugerð
Samþykkt að ítreka tilnefningar nágrannasveitarfélaga í sameiginlega nefnd til að gera fjallskilareglugerð.
19. Fjallskilanefnd Hraunhrepps
Framlögð fundargerð fjallskilanefndar Hraunhrepps frá 16. desember s.l.
Samþykkt að vísa fundargerðinni til vinnu við fjárhagsáætlun 2010.
20. Laugagerðisskóli
Á fundinn mættu Eggert Kjartansson, Svanur Guðmundsson og Halldór Jónsson úr sveitarstjórn Eyja- og Miklaholtshrepps til viðræðna um málefni Laugagerðisskóla.
21. Framlögð mál
a. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna úthlutunar á framlögum til sérþarfa fatlaðra á árinu 2010 og vegna nýbúafræðslu.
b. Álit Samkeppniseftirlits vegna lóðaúthlutana hjá sveitarfélögum.
c. Fundargerð frá fundi í Fulltrúaráði Fjölbrautarskóla Vesturlands.
d. Bréf frá Varasjóði húsnæðismála vegna söluframlags
e. Aðalfundur Spalar ehf. fyrir árið 2009.
f. Fundargerð frá 69. fundi stjórnar Faxaflóahafna
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt .
Fundi slitið kl. 12,00.