Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

140. fundur 06. janúar 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 140 Dags : 06.01.2010
FUNDARGERÐ
140. byggðarráðsfundur
Mættir voru:
Aðalfulltrúar:
Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri:
Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð fyrri hluta fundarins
Fjármálastjóri:
Linda B. Pálsdóttir sem ritaði fundargerð seinni hluta fundarins.
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2010
"Byggðarráð Borgarbyggðar samþykkir að endurskoða skipulag grunnskóla sveitarfélagsins þannig að sameinaðir verði Grunnskóli Borgarfjarðar og Grunnskólinn á Varmalandi undir eina yfirstjórn. Jafnframt verði kannaðir kostir þess að færa grunnskóladeildina á Hvanneyri undir Grunnskólann í Borgarnesi og að Tónlistarskóli Borgarfjarðar verði sameinaður undir rekstur Grunnskólans í Borgarnesi. Markmiðið með mögulegum sameiningum er að ná fram verulegri hagræðingu í rekstri grunnskólastigsins í Borgarbyggð sem og að tryggja faglegt starf. Næstu vikur verða tillögurnar útfærðar í samráði við stjórnendur og foreldrafélög og er sveitarstjóra falið að leggja fyrir sveitarstjórn áætlun um sameininguna, fyrirkomulag stjórnunar og starfsmannaþörf skólanna eigi síðar en 20. febrúar n.k."
Rætt um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2010.
Lögð fram ályktun frá foreldrafélögum leikskólabarna í Borgarnesi um viðbrögð við tillögum um hagræðingaraðgerðir í leikskólamálum.
Samþykkt var svohljóðandi tillaga um hagræðingu í rekstri Borgarbyggðar:
"Leikskólamál. Leikskólarnir Andabær, Hnoðraból, Klettaborg og Ugluklettur verða reknir áfram. Sú hagræðing sem þegar hefur verið ákveðin og komin er í framkvæmd mun gilda áfram. Til viðbótar skal grípa til eftirfarandi aðgerða:
  • Sumarlokun verði 5 vikur á ári.
  • Draga skal úr stjórnunarkostnaði með því að aðstoðarleikskólastjórar verði jafnframt deildarstjórar.
  • Fækkað verði deildum þar sem barnafjöldi og aðstaða gefur tilefni til þess
  • Endurskoðaðar verði þær reglur sem gilda um barnafjölda á hvert stöðugildi.
  • Skoðað verði að loka leikskólum til samræmis við lokun grunnskóla um hátíðir.
  • Fæðisgjald fylgi vísitölu neysluverðs.
  • Systkinaafsláttur verði óbreyttur frá því sem verið hefur.
  • Sérkennsla á leikskólum verði endurskoðuð.
  • Leikskólinn á Varmalandi hætti starfsemi í júní 2010
Sveitarstjóra falið að koma ofangreindum samþykktum í framkvæmd í samvinnu við fræðslunefnd og fræðslustjóra."
Stuðningur við dagmæður:
  • Greiðsla vegna þjónustu dagforeldra verði lækkuð um 25%.
Sveitarstjóra falið að kynna breytinguna fyrir hagsmunaaðilum.
Tómstundaskóli. Þessi þjónusta er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga. Umfang hennar hefur aukist á undanförnum árum. Gert er ráð fyrir að foreldrar greiði kostnað við þessa þjónustu og því þarf að fylgja eftir.
  • Framlög til málaflokksins verði endurskoðuð þannig að þau miðist við skyldur sveitarfélagsins.
· Kanna hvort hægt sé að semja um rekstur Tómstundaskóla við óskylda aðila.
Sveitarstjóra og fræðslustjóra falið að vinna að málinu í samvinnu við fræðslunefnd og skila tillögum til sveitarstjórnar fyrir lok janúar."
Fræðslusvið og sérfræðiþjónusta. Ný lög um grunn- og leikskóla setja sveitarfélögum skyldur hvað varðar stuðning við leik- og grunnskólabörn.
  • Skilgreina þarf þjónustu sveitarfélagsins vegna þessara laga og setja nýjar reglur um hvernig sá stuðningur skiptist milli stofnana.
· Einfalda þarf það ferli sem ákveður hverjir eiga rétt á stuðningi og setja reglur um hvaða þjónustu sveitarfélaginu ber að veita
Sveitarstjóra og fræðslustjóra falið að vinna að málinu í samvinnu við fræðslunefnd og skila tillögum til sveitarstjórnar fyrir lok janúar."
Félagsþjónusta. Kostnaður við félagsþjónustu hefur vaxið að undanförnu og kemur þar margt til. Fara þarf yfir alla þætti þjónustunnar og kanna hvort megi draga úr kostnaði eða auka tekjur.
· Endurskoða þarf samninga við önnur sveitarfélög um þjónustukaup.
· Fara yfir allt mannahald í félagsþjónustu og kanna hvort draga megi úr þjónustu.
· Endurskoða gjaldskrár sveitarfélagsins í þessum málaflokki.
Sveitarstjóra og félagsmálastjóra í samstarfi við félagsmálanefnd falið að skila inn tillögum til sveitarstjórnar fyrir 15. janúar.
Menningarmál. Nauðsynlegt er að draga frekar úr kostnaði við þennan málaflokk.
· Fara yfir alla samninga við menningarstofnanir og endurskoða þá með það að markmiði að draga úr kostnaði sveitarfélagsins.
· Endurskoða opnunartíma Safnahúss með það að markmiði að draga úr kostnaði.
· Samþætta rekstur Safnahúss, (Héraðsbókasafns), og skólanna til að nýta betur þá þekkingu sem til staðar er.
· Leigja, eða athuga með sölu, á félagsheimilum til félagasamtaka á starfssvæði hvers og eins.
Sveitarstjóra, í samstarfi við tómstunda- og menningarnefnd, falið að skila inn tillögum til sveitarstjórnar fyrir 15. janúar.
Íþrótta og æskulýðsmál. Mikilvægt er að halda sem kostur er uppi þjónustu við ungmenni sveitarfélagsins í þessum málaflokki. Nú sem aldrei fyrr er nauðsyn að börn og unglingar eigi möguleika á að stunda íþróttir og sækja félagsmiðstöðvar.
· Farið verði vel yfir rekstrarkostnað íþróttamiðstöðva og það skoðað hvort enn megi draga úr kostnaði án þess að það bitni á barna og unglingastarfi.
Sveitarstjóra og íþrótta og æskulýðsfulltrúa í samstarfi við tómstunda- og menningarnefnd falið að skila inn tillögum til sveitarstjórnar fyrir 15. janúar.
Framkvæmdasvið og umhverfismál. Fyrir liggja tillögur er gera ráð fyrir verulegum samdrætti í málaflokknum. Færa þarf kostnað við rekstur sviðsins til samræmis við það.
Byggðarráði og sveitarstjóra falið að skila tillögum fyrir 15. janúar n.k.
Sameiginlegur kostnaður. Fara þarf yfir alla þætti reksturs og skoða möguleika til hagræðingar. Allir þjónustusamningar verði endurskoðaðir með það að markmiði að hagræðing náist. Launakjör sveitarstjórnar verði endurskoðuð.
Byggðarráð ásamt sveitarstjóra skili tillögum fyrir 15. janúar n.k.
Samþykkt var að óska eftir umsögn yfirkjörstjórnar Borgarbyggðar um að fækka kjörstöðum í Borgarbyggð.
2. Tryggingar
Framlagður samningur við Sjóvá um tryggingar fyrir Borgarbyggð til næstu tveggja ára. Byggðarráð samþykkir samninginn.
3. Skólamál
Rætt um skólamál. Framlögð áskorun frá íbúafundi í Logalandi um Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2010.
4. Sumarbústaðalóðir í Syðri-Hraundal
Rætt um óseldar sumarbústaðalóðir í eigu Borgarbyggðar í Syðri-Hraundal. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
5. Fjárhagsstaða Borgarbyggðar 2009
Fjármálastjóri lagði fram yfirlit yfir fjárhagsstöðu Borgarbyggðar.
6. Framkvæmdaleyfi
Framlögð beiðni frá Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar hitaveitulagnar. Byggðarráð samþykkir beiðnina.
7. Menntaborg ehf.
Rætt um Menntaborg ehf.
 
8. Unglingalandsmót.
Rætt um mögulegt unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi sumarið 2010. Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni framkvæmdasviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Byggðarráð styður fyrirhugaða umsókn UMSB um að halda unglingalandsmót í sveitarfélaginu sumarið 2010.
9. Laugagerðisskóli
Rætt um málefni Laugagerðisskóla. Sveitarstjóra falið að ljúka samningagerð við Eyja- og Miklaholtshrepp á grundvelli fyrirliggjandi gagna.
10. Framlögð mál
a. Yfirlit Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um aukaframlög á árinu 2009.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt .
Fundi slitið kl. 11:30.