Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

141. fundur 13. janúar 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 141 Dags : 13.01.2010
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar 2010
Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.
Sveitarstjóri fór yfir þá vinnu sem nú er í gangi og munu allir forstöðumenn vera búnir að skila tillögum á fimmtudagskvöld fyrir sinn málaflokk.
2. Skólamál
Rætt um skólamál.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum sem hann og fræðslustjóri hafa átt með starfsmönnum skóla varðandi hagræðingaraðgerðir.
Sveitarstjóri greindi frá viðræðum við Eyja- og Miklaholtshrepp um slit á byggðasamlagi um Laugagerðisskóla og um þjónustusamning við Eyja- og Miklaholtshrepp vegna nemenda úr Borgarbyggð sem stunda nám í Laugagerðisskóla.
3. Menntaborg ehf.
Sveitarstjóri greindi frá stöðu Menntaborgar.
4. Fráveitumál
Sveitarstjóri sagði frá viðræðum við Orkuveitu Reykjavíkur um framkvæmdir við fráveitu.
5. Samningur um félagsþjónustu
Framlagður samningur um kaup Dalabyggðar á félagsþjónustu af Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti samninginn.
6. Erindi frá Umferðarstofu
Framlagt bréf frá Umferðarstofu dags. 06.01.10 þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð sem og önnur sveitarfélög á landinu vinni umferðaröryggisáætlun.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna að málinu.
7. Erindi frá Evu K. Þórðardóttur
Framlagt erindi frá Evu K. Þórðardóttur dags. 10.01.10 þar sem óskað er aðstöðu fyrir dansstúdío í húsnæði sveitarfélagsins í Brákarey og stuðningi við verkefnið.
Sveitarstjóra var falið að ræða við bréfritara.
8. Atvinnuátak
Framlagt bréf frá Skógræktarfélagi Íslands dags. 08.01.10 þar sem óskað er eftir áframhaldandi þátttöku Borgarbyggðar í atvinnuátaksverkefni félagsins.
Byggðarráð tók jákvætt í erindið.
9. Samkomulag við Borgarverk
Lagt fram samkomulag milli Borgarbyggðar og Borgarverks um uppgjör vegna verkefna.
Byggðarráð samþykkti samkomulagið.
10. Íbúasamtök Hvanneyrar
Á fundinn mættu fulltrúar íbúasamtaka Hvanneyrar þau Stefanía Nindel, Kristján Andrésson og Helga Svavarsdóttir til viðræðna um skólamál.
Ásthildur Magnúsdóttir fræðslustjóri sat fundinn meðan þessi liður var ræddur.
Bjarki vék af fundi áður en umræðum undir þessum lið var lokið.
11. Framlögð mál
a. Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna álagningar fráveitugjalda
b. Fundargerð frá samráðsfundi sorpsamlaga á Suð-Vesturlandi 21.12.09.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 11,20.