Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

142. fundur 26. janúar 2010 kl. 20:00 - 20:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 142 Dags : 26.01.2010
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Þriggja ára áætlun Borgarbyggðar 2011-2013
Rætt um þriggja ára áætlun fyrir árin 2011-2013.
2. Skólamál
Sveitarstjóri lagði fram tillögu að frekari vinnu við endurskoðun á skólamálum og samráði við hagsmunaaðila.
Jafnframt voru framlagðar ályktanir frá yfirstjórnarfundi við Landbúnaðarháskóla Íslands og frá skólaráði Grunnskóla Borgarfjarðar sem og undirskriftarlisti frá íbúum í skólahverfi Varmalandsskóla.
3. Laugargerðisskóli.
Framlagður samningur um slit á byggðasamlagi um Laugargerðisskóla og þjónustusamningur við Eyja-Miklaholtshrepp um skólavist barna úr gamla Kolbeinsstaðahreppi í Laugargerði.
Byggðarráð samþykkti samningana.
4. Fráveitumál
Sveitarstjóri sagði frá viðræðum við Orkuveitu Reykjavíkur um framkvæmdir við fráveitu.
5. Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi
Sveitarstjóri greindi frá stöðu mála í viðræðum sveitarfélaga við félags- og tryggingarráðuneytið um uppbyggingu dvalar- og hjúkrunarheimila.
6. Kjörstaðir í Borgarbyggð
Framlögð fundargerð frá fundi í yfirkjörstjórn Borgarbyggðar dags. 14.01.10 þar sem veitt var umsögn um breytingar á kjördeildum í Borgarbyggð
Samþykkt var að leggja niður Lyngbrekkukjördeild og hún sameinuð Borgarneskjördeild og einnig verði Brúaráskjördeild lögð niður og sameinuð Kleppjárnsreykjakjördeild.
7. Dansstúdíó í Brákarey
Framlagt minnisblað frá sveitarstjóra vegna erindis frá Evu K. Þórðardóttur um aðstöðu fyrir dansstúdíó í Brákarey.
8. Ársskýrsla Slökkviliðs Borgarbyggðar
Framlögð ársskýrsla 2009 fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar.
Jafnframt var framlagt bréf slökkviliðstjóra vegna vatnsmála í Reykholtsdal.
Samþykkt að senda bréfið til Orkuveitu Reykjavíkur.
9. Ársskýrsla félagsþjónustu Borgarbyggðar
Framlögð ársskýrsla félagsþjónustu Borgarbyggðar.
10. Eftirlit með fjárhagsáætlun
Framlagt minnisblað um eftirlit með fjárhagsáætlun árins 2010.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að láta hefja eftirlit í takt við innihald minnisblaðsins með áorðnum breytingum.
11. Erindi frá sveitarstjórn
Sveitarstjórn vísaði eftirtöldum liðum úr fundargerð byggðarráðs frá 06.01.10 til frekari umfjöllunar í byggðarráði:
1. lið um félagsþjónustu
1. lið um menningarmál
1. lið um íþrótta- og æskulýðsmál
1. lið um framkvæmdasvið og umhverfismál
1. lið um sameiginlegan kostnað
Samþykkt var að fela sveitarstjóra að vinna áfram að þessum málum m.a. að óska eftir fundi með bankastofnunum um lánamál.
12. Atvinnumál
Rætt um Stefnumót 2010 sem fram fer 30. janúar n.k. í Borgarnesi.
13. Leikskólinn á Varmalandi
Á fundinn mættu fulltrúar frá foreldrafélagi leikskólans á Varmalandi til viðræðna við byggðarráð um framtíð leikskólans.
14. Kosning varamanns í fræðslunefnd
Samþykkt var að Brynjólfur Guðmundsson verði varamaður af hálfu Borgarlistans í fræðslunefnd en það láðist að kjósa í þetta embætti á síðasta fundi sveitarstjórnar þegar gerðar voru breytingar á skipun nefnda.
15. Framlögð mál
a. Bréf frá Orkuveitu Reykjavíkur vegna kaupa á eignarhluta ríkisins í HAB
b. Fundargerð frá stjórnarfundi í OR 30.12. 2009
c. Fundargerð frá stjórnarfundi Faxaflóahafna 15.01. 2010.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt .
Fundi slitið kl. 22,30.