Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

144. fundur 17. febrúar 2010 kl. 16:11 - 16:11 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 144 Dags : 17.02.2010
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Endurnýjun á menningarsamningi fyrir Vesturland
Framlagður endurnýjaður menningarsamningur fyrir Vesturland. Jafnframt er framlögð fundargerð frá stjórnarfundi í Menningarráði Vesturlands sem og fjárhagsáætlun ráðsins fyrir árið 2010.
Byggðarráð samþykkti samninginn og fjárhagsáætlunina.
2. Safnahús Borgarfjarðar
Framlagt bréf frá Safnahúsi Borgarfjarðar þar sem kynnt er fyrirhuguð sýning “Kaupmannsheimilið”, en á sýningunni er stillt upp munum og gögnum frá heimili hjónanna Jón Björnssonar frá Bæ og Helgu Björnsdóttur frá Svarfhóli. Sýningin er sett upp í tilefni 50 ára afmæli Byggðasafns Borgarfjarðar og verður opnuð í maí n.k.
3. Skólamál
Framlagðar umsagnir skólaráða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun árins 2010. Jafnframt er framlagt minnisblað frá sveitarstjóra um vinnuáætlun við sameiningu Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar undir eina yfirstjórn.
4. Brákarbraut 11A
Framlagt erindi frá Ingimundi Grétarssyni þar sem hann óskar eftir að kaupa fasteigina að Brákarbraut 11a í Borgarnesi.
Byggðarráð er ekki reiðubúið að selja húsið þar sem það var keypt til að rýma fyrir nýju skipulagi og ekki fyrirhugað að breyta þeim ætlunum.
5. Samanburður á lágmarkskostnaði leigjenda
Framlagt minnisblað frá félagsmálastóra þar sem gerður er samanburður á lágmarkskostnaði leigjenda skv. reglum um sérstakar húsaleigubætur í nokkrum sveitarfélögum.
Samþykkt að hækka lágmarkskostnað leigjenda í Borgarbyggð í kr. 35.000.
6. Yfirlýsing um landamerki Bjargs og Borgarbyggðar
Framlögð yfirlýsing um landamerki Bjargs og Borgarbyggðar.
Byggðarráð samþykkti landamerkin.
7. Lánasjóður sveitarfélaga
Framlagt bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga þar sem óskað er eftir heimild sveitarfélagsins fyrir því að sjóðurinn birti upplýsingar um stöðu lána Borgarbyggðar hjá sjóðnum.
Samþykkt að verða við beiðni Lánasjóðsins.
8. Menntaborg ehf.
Rætt um Menntaborg ehf.
9. Erindi frá Saman hópnum
Framlagt erindi frá Saman hópnum þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við forsvararstarf hópsins á árinu 2010.
Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu.
10. Erindi frá Landgræðslu ríkisins
Framlagt erindi frá Landgræðslu ríkisins þar óskað er eftir stuðningi við verkefnið Bændur græða landið.
Byggðarráð samþykkti að taka ekki þátt í þessu verkefni þetta árið.
11. Stofnun lögbýlis
Framlagt erindi frá Friðbirni Garðarssyni hdl. f.h. Goðheima ehf. um stofnun lögbýlis á landinun Hvítárholti. Jafnframt er framlögð umsögn Búnaðarsamtaka Vesturlands.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar og umhverfis- og landbúnaðarnefndar. Einnig er óskað upplýsinga um legu landsins og aðkomu að því.
12. Laun sveitarstjórnar
Framlagt minnisblað frá skrifstofustjóra um launakjör sveitarstjórnarmanna í Borgarbyggð í samanburði við nokkur önnur sveitarfélög.
Samþykkt að skipa þriggja manna vinnuhóp úr hópi sveitarstjórnarmanna til að leggja fram tillögur um launakjör sveitarstjórnar.
13. Breytingar á samþykkt um hunda og kattahald
Framlögð breytingartilaga frá Finnboga Leifssyni á samþykkt um hunda og kattahald í Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti breytingartillöguna efnislega og var sveitarstjóra falið að gera tillögu um hvernig hún falli inn í heildarsamþykktina.
14. Slysavarnir
Sveitarstjórn vísaði erindi nr. 20 frá fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar um slysavarnir til byggðarráðs.
Samþykkt að óska eftir fundi með almannavarnarnefnd um málið.
15. Sameining sveitarfélaga
Framlagt erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 10.02.10 þar sem óskað er eftir að Borgarbyggð tilnefni fulltrúa í vinnuhóp um sameiningarmál á Vesturlandi.
Samþykkt að tilnefna Sveinbjörn Eyjólfsson í vinnuhópinn og Finnboga Rögnvaldsson til vara.
16. Aðalfundarboð
Framlagt fundarboð á aðalfund Veiðifélags Langár sem haldinn verður 27.02.10.
Samþykkt að Einar Ole Pedersen verði fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum.
17. Skólaakstur
Rætt um útboð á skólaakstri.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að setja af stað vinnu við útboð á skólaakstri í Borgarbyggð.
18. Erindi frá Umhverfisfulltrúa
Framlagt bréf frá umhverfisfulltrúa vegna samstarfssamnings við landeigendur á Hreðavatni.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við að samningurinn verði óbreyttur.
19. Atvinnumál
Rætt um atvinnumál.
Á fundinn mætti Stefán Logi Haraldsson aðstoðarforstjóri BM-Vallár til viðræðna um starfsemi fyrirtækisins.
20. Framlögð mál
a. Fundargerð frá 71. stjórnarfundi Faxaflóahafna
b. Yfirlit yfir uppgjör á framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Borgarbyggðar árið 2009.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 10,40.