Fara í efni

Byggðarráð Borgarbyggðar

146. fundur 03. mars 2010 kl. 08:00 - 08:00 Eldri-fundur
Byggðarráð Borgarbyggðar, fundur nr. 146 Dags : 03.03.2010
Mættir voru:
Aðalfulltrúar: Sveinbjörn Eyjólfsson
Finnbogi Rögnvaldsson
Bjarki Þorsteinsson
Sveitarstjóri: Páll S. Brynjarsson
Skrifstofustjóri: Eiríkur Ólafsson sem ritaði fundargerð
Eftirfarandi var tekið fyrir:
1. Stofnskjal lóðar
Framlagt erindi frá landeigendum að Háafelli í Borgarbyggð þar sem óskað er eftir að stofna 2,78 ha. spildu úr landi Háafells. Landheiti á spildunni er Nestún.
Byggðarráð samþykkti beiðnina.
2. Samanburður á kjörum kynjanna hjá Borgarbyggð
Framlögð greinargerð félagsmálastjóra um samanburð á kjörum kynjanna hjá Borgarbyggð.
3. Skólamál
Rætt um undirbúning að sameiningu Varmalandsskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar undir eina yfirstjórn.
Framlagðir undirskriftarlistar foreldra barna í Grunnskólanum í Borgarnesi vegna grunnskólamála.
4. Menntaborg ehf.
Rætt um Menntaborg ehf.
5. Unglingalandsmót
Framlögð drög að samningi á milli UMFÍ og Borgarbyggðar um framkvæmd unglingalandsmótins í Borgarnesi sumarið 2010.
6. Dvalarheimili aldraðra
Rætt um drög að samningi um byggingu og þátttöku í leigu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Borgarnesi.
Samþykkt að óska eftir umsögn sérfróðs aðila um hvað áhrif samningurinn hefur á efnahagsreikning sveitarfélagsins.
7. Samþykkt um umgengni í hesthúsahverfinu í Borgarnesi
Framlagt erindi frá Hestamannafélaginu Skugga þar sem óskað er staðfestingar á samþykkt um umgengni í hesthúsahverfinu við Selás og Vindás í Borgarnesi.
Vísað til umsagnar umhverfis- og landbúnaðarnefndar.
8. Digranesgata 4
Framlagt bréf Borgarlands ehf. dags. 23.01.10 þar sem kynnt er staða framkvæmda á lóðinni að Digranesgötu 4 í Borgarnesi.
9. Samþykkt um hunda- og kattahald
Framlögð drög að breyttri samþykkt um hunda- og kattahald.
Vísað til sveitarstjórnar.
10. Útboðsmál
Rætt um væntanleg útboð á vegum Borgarbyggðar.
Framkvæmdasviði falið að taka saman minnisblað um útboð á áhaldahúsvinnu.
11. Kjörskrá Borgarbyggðar
Framlögð kjörskrá Borgarbyggðar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer 6. mars 2010.
Á kjörskrá eru 2.543.
Byggðarráð samþykkti kjörskrána.
12. Framlögð mál
a.Samningur við Stéttarfélag Vesturlands um aðgengi atvinnulausra að Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.
b.Fundargerð frá fundi í stjórn Faxaflóahafna 19.02.10.
Fleira ekki gert.
Fundargerðin upplesin og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 10,oo.